„Konan hélt víst í höndina á henni á meðan hún dó“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. júlí 2023 19:22 Ingunn Ása Mency Ingvadóttir syrgir ömmustelpuna sína, sem skotin var til bana í Detroit á fimmtudag. Vísir/ívar fannar Íslensk fjölskylda ungrar konu, sem skotin var til bana í Bandaríkjunum í vikunni, er frávita af sorg. Amma konunnar segir áfallið ólýsanlegt. Skömm sé að því hvernig kerfið vestanhafs taki á móti syrgjendum. Ingunn Ása Mency Ingvadóttir býr á Reykjanesi en bjó í fjörutíu ár í Bandaríkjunum með bandarískum eiginmanni sínum. Þau eiga saman þrjú börn, þar á meðal Esther Maríu, sem býr í Detroit. Það var svo síðasta fimmtudag, 13. júlí, sem hörmungarnar dundu yfir. Iyanna, dóttir Estherar og barnabarn Ingunnar, var skotin til bana í borginni, aðeins 23 ára. Viðtal við Ingunni sem sýnt var í kvöldfréttum Stöðvar 2 má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Iyanna bjó um tíma á Íslandi með móður sinni sem barn en var alin upp í Bandaríkjunum. Ingunn segir að Iyanna hafi verið í bíl með vini sínum þegar skotið var á þau. Fjölskyldan telur að vinurinn hafi verið skotmark árásarmannanna en hann komst undan. „En það var búið að skjóta hana. Hún komst út úr bílnum, þetta var fyrir utan eitthvað hús, og konan í húsinu kom hlaupandi út og hringdi á lögreglu og sjúkralið. En Iyanna dó á lóðinni hjá þessari konu. Og konan hélt víst í höndina á henni á meðan hún dó,“ segir Ingunn, bersýnilega harmi slegin yfir andláti ömmustelpunnar sinnar. Iyanna er lengst til vinstri á myndinni. Bróðir hennar stendur við hlið hennar og í miðið er Ingunn með eiginmann sinn sér á vinstri hönd. Esther, dóttir hjónanna og móðir Iyönnu, stendur lengst til hægri.úr einkasafni Snarbeygði inn á bílastæði og grét þegar hún fékk fréttirnar Ingunn segir árásarmennina enn ófundna, þau fjölskyldan viti lítið um framgang rannsóknar málsins. Fregnir af andláti Iyönnu hafi verið ólýsanlegt áfall. „Ég var að keyra, sem betur fer gat ég keyrt inn á bílaplan og sat bara þar og grét. Dóttir mín gat eiginlega ekki talað. Hún bara grét og grét og grét. En svona er þetta. Maður er ekki alveg búinn að ná því að þetta sé svona,“ segir Ingunn. „Þetta er bara skelfilegt. Þetta er barnabarnið mitt. Hún átti allt lífið framundan. Mjög falleg stúlka.“ Ingunn fer út til Detroit ásamt eiginmanni sínum og annarri dóttur þeirra á morgun til að aðstoða Esther, móður Iyönu. Hrundið hefur verið af stað söfnun fyrir hana til að standa straum af kostnaði við jarðarförina - og almennt til að hjálpa henni í sorginni. Esther starfar við hjúkrun en bakland hennar úti er lítið sem ekkert. „Hún fær „heila“ fimm daga borgaða. Svo er ekkert sem tekur við. Hún er einstæð móðir og þetta eru einu tekjurnar hennar. Það er enginn sem grípur þig í bandarísku þjóðfélagi.“ Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Íslendingar erlendis Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira
Ingunn Ása Mency Ingvadóttir býr á Reykjanesi en bjó í fjörutíu ár í Bandaríkjunum með bandarískum eiginmanni sínum. Þau eiga saman þrjú börn, þar á meðal Esther Maríu, sem býr í Detroit. Það var svo síðasta fimmtudag, 13. júlí, sem hörmungarnar dundu yfir. Iyanna, dóttir Estherar og barnabarn Ingunnar, var skotin til bana í borginni, aðeins 23 ára. Viðtal við Ingunni sem sýnt var í kvöldfréttum Stöðvar 2 má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Iyanna bjó um tíma á Íslandi með móður sinni sem barn en var alin upp í Bandaríkjunum. Ingunn segir að Iyanna hafi verið í bíl með vini sínum þegar skotið var á þau. Fjölskyldan telur að vinurinn hafi verið skotmark árásarmannanna en hann komst undan. „En það var búið að skjóta hana. Hún komst út úr bílnum, þetta var fyrir utan eitthvað hús, og konan í húsinu kom hlaupandi út og hringdi á lögreglu og sjúkralið. En Iyanna dó á lóðinni hjá þessari konu. Og konan hélt víst í höndina á henni á meðan hún dó,“ segir Ingunn, bersýnilega harmi slegin yfir andláti ömmustelpunnar sinnar. Iyanna er lengst til vinstri á myndinni. Bróðir hennar stendur við hlið hennar og í miðið er Ingunn með eiginmann sinn sér á vinstri hönd. Esther, dóttir hjónanna og móðir Iyönnu, stendur lengst til hægri.úr einkasafni Snarbeygði inn á bílastæði og grét þegar hún fékk fréttirnar Ingunn segir árásarmennina enn ófundna, þau fjölskyldan viti lítið um framgang rannsóknar málsins. Fregnir af andláti Iyönnu hafi verið ólýsanlegt áfall. „Ég var að keyra, sem betur fer gat ég keyrt inn á bílaplan og sat bara þar og grét. Dóttir mín gat eiginlega ekki talað. Hún bara grét og grét og grét. En svona er þetta. Maður er ekki alveg búinn að ná því að þetta sé svona,“ segir Ingunn. „Þetta er bara skelfilegt. Þetta er barnabarnið mitt. Hún átti allt lífið framundan. Mjög falleg stúlka.“ Ingunn fer út til Detroit ásamt eiginmanni sínum og annarri dóttur þeirra á morgun til að aðstoða Esther, móður Iyönu. Hrundið hefur verið af stað söfnun fyrir hana til að standa straum af kostnaði við jarðarförina - og almennt til að hjálpa henni í sorginni. Esther starfar við hjúkrun en bakland hennar úti er lítið sem ekkert. „Hún fær „heila“ fimm daga borgaða. Svo er ekkert sem tekur við. Hún er einstæð móðir og þetta eru einu tekjurnar hennar. Það er enginn sem grípur þig í bandarísku þjóðfélagi.“
Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Íslendingar erlendis Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira