„Það hefur ekki enn liðið yfir mig“ Máni Snær Þorláksson skrifar 17. júlí 2023 14:11 Borghildur Gunnarsdóttir er stödd í Japan. Aðsend Miklar hitabylgjur hafa haft áhrif víða í heiminum undanfarna daga. Höfuðborg Japans er ekki undanskilin slíku en mikill hiti hefur verið þar síðustu daga. Borghildur Gunnarsdóttir, sem stödd er í Tokyo, segir að hitinn sé svo mikill að Íslendingar í borginni hafi flúið heim til Íslands vegna hans. „Flestir Íslendingar sem ég þekki hérna eru búnir að flýja land og eru komnir aftur til Íslands, svona á meðan þetta er sem verst,“ segir Borghildur, japönsku- og iðnaðarverkfræðinemi í Háskóla Íslands, í samtali við fréttastofu. Borghildur býr í Japan yfir sumartímann til að æfa sig í japönskunni þar sem hún missti af skiptinámi þangað vegna Covid-19 faraldursins. Varað hefur verið við miklum hita í Japan en Borghildur segir að fók sé hvatt til að drekka nóg af vatni og passa sig á hitanum. Sjálf sé hún að halda sig frá lestunum vegna hitans. „Það verður svo heitt þar og það er svo mikið af fólki sem tekur lestina, það er eins og maður sé pakkaður inn í einhverja sardínudós.“ Borghildur segist forðast lestina á meðan svona heitt er í veðri.Aðsend Borghildur segir að í dag hafi verið mjög heitt í borginni. Um klukkan hálf fjögur hafi verið þrjátíu og sex stiga hiti. Þó hafi veðurspáin í símanum hennar tjáð henni að það væri eins og hitinn væri fjörutíu stig. Síðustu daga hafi hitinn verið á því reiki. „Ég er allavega ennþá á lífi, það hefur ekki enn liðið yfir mig,“ segir Borghildur. „Það var skýjað í byrjun laugardags þannig það var alveg í lagi en um leið og sólin kemur út þá verður þetta algjörlega ómögulegt. Sérstaklega þegar maður er Íslendingur og er vanur tíu stiga sumrunum sínum þá er mjög erfitt að vera komin í þennan hita.“ Í jakkafötum þrátt fyrir hitann Samkvæmt Borghildi bregðast Japanir nokkuð öðruvísi við hitanum en Íslendingar. Þeir breyti til að mynda ekki út af vananum þegar hitinn hækkar mikið. Fólk sé í síðbuxum og jökkum þrátt fyrir hitastigið úti. „Manni líður svolítið skringilega þegar maður mætir í stuttbuxum og stuttermabol og allir eru í jakkafötum í kringum þig.“ Borghildur segir það skrýtið að vera léttklædd í hitanum þegar fólkið í kringum hana er í jakkafötum.Aðsend Þá segir hún að í borginni haldi fólk bara áfram með daginn sinn í svona veðri. Þá sé fólk þar með ýmsar leiðir til að kljást við hitann. „Japanir nota rosalega mikið sólhlífar, það eru allar konur með sólhlífar. Það er hægt að fá jakka sem eru með viftum sem blása lofti upp. Síðan eru allir með blævæng og svona rafmagnsviftur, halda áfram með líf sitt einhvern veginn.“ Ekki jafn eðlilegt að sóla sig Borghildur segir að fólk noti einnig almenningssundlaugar og fari út fyrir borgina á þessum tíma, nær ströndinni. „Það er ekki langt að næstu baðströnd þannig ef þetta verður alveg ómögulegt þá fer maður þangað. Notar tækifærið til að sóla sig.“ Borghildur segir konurnar hafa horft á sig furðul ostnar þegar hún sagðist ætla að sóla sig.Aðsend Það að sækjast í sólbað í Japan er þó ekki jafn eðlilegt og á Íslandi. „Þegar ég segi japönsku konunum sem ég þekki að ég ætli að fara upp á þak að sóla mig aðeins í hádegismatnum, það er eins og ég sé klikkuð,“ segir Borghildur. „Þau vilja vera hvít. Konurnar eru alveg bara með hanska og þær líta út fyrir að vera svona býflugubændur miðað við allan búnaðinn sem þær eru að nota til að komast hjá sólinni.“ Japan Íslendingar erlendis Veður Tengdar fréttir Varað við nýjum hitametum á Ítalíu, Grikklandi, Spáni og Marokkó Íbúar á Ítalíu, Grikklandi, Spáni og Marokkó hafa verið varaðir við því að ný hitamet gætu fallið á morgun, þegar hiti gæti farið yfir 49 stig. Hitabylgjan Karon fylgir nú í kjölfar Kerberusar, sem olli gríðarlegum hita á svæðinu í síðustu viku. 17. júlí 2023 07:48 Rauðar viðvaranir og skógareldar í Suður-Evrópu Ekkert lát virðist ætla að verða á hitabylgjum sem ganga nú yfir Suður-Evrópu. Á Ítalíu, Spáni og Grikklandi er hitanum lýst sem óbærilegum og íbúar hafa þurft að flýja heimili sín vegna skógarelda. 15. júlí 2023 22:48 Dauðsföllum vegna mikils hita fjölgar hratt Dauðsföll vegna hita voru 40 prósent fleiri í fyrrasumar en meðaltal síðustu sex ára. Sérfræðingar segja að ástandið eigi bara eftir að versna verði ekki brugðist við loftslagsbreytingum af krafti. 15. júlí 2023 11:50 Hitametin orðin of mörg til að telja upp Lamandi hitabylgja ríður nú yfir Evrópu. Veðurfræðingur segir loftlagsbreytingar valda fleiri bylgjum sem standi lengur en áður. Hitinn úti í heimi nú sé forsmekkurinn að því sem koma skal. 14. júlí 2023 22:37 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Sjá meira
„Flestir Íslendingar sem ég þekki hérna eru búnir að flýja land og eru komnir aftur til Íslands, svona á meðan þetta er sem verst,“ segir Borghildur, japönsku- og iðnaðarverkfræðinemi í Háskóla Íslands, í samtali við fréttastofu. Borghildur býr í Japan yfir sumartímann til að æfa sig í japönskunni þar sem hún missti af skiptinámi þangað vegna Covid-19 faraldursins. Varað hefur verið við miklum hita í Japan en Borghildur segir að fók sé hvatt til að drekka nóg af vatni og passa sig á hitanum. Sjálf sé hún að halda sig frá lestunum vegna hitans. „Það verður svo heitt þar og það er svo mikið af fólki sem tekur lestina, það er eins og maður sé pakkaður inn í einhverja sardínudós.“ Borghildur segist forðast lestina á meðan svona heitt er í veðri.Aðsend Borghildur segir að í dag hafi verið mjög heitt í borginni. Um klukkan hálf fjögur hafi verið þrjátíu og sex stiga hiti. Þó hafi veðurspáin í símanum hennar tjáð henni að það væri eins og hitinn væri fjörutíu stig. Síðustu daga hafi hitinn verið á því reiki. „Ég er allavega ennþá á lífi, það hefur ekki enn liðið yfir mig,“ segir Borghildur. „Það var skýjað í byrjun laugardags þannig það var alveg í lagi en um leið og sólin kemur út þá verður þetta algjörlega ómögulegt. Sérstaklega þegar maður er Íslendingur og er vanur tíu stiga sumrunum sínum þá er mjög erfitt að vera komin í þennan hita.“ Í jakkafötum þrátt fyrir hitann Samkvæmt Borghildi bregðast Japanir nokkuð öðruvísi við hitanum en Íslendingar. Þeir breyti til að mynda ekki út af vananum þegar hitinn hækkar mikið. Fólk sé í síðbuxum og jökkum þrátt fyrir hitastigið úti. „Manni líður svolítið skringilega þegar maður mætir í stuttbuxum og stuttermabol og allir eru í jakkafötum í kringum þig.“ Borghildur segir það skrýtið að vera léttklædd í hitanum þegar fólkið í kringum hana er í jakkafötum.Aðsend Þá segir hún að í borginni haldi fólk bara áfram með daginn sinn í svona veðri. Þá sé fólk þar með ýmsar leiðir til að kljást við hitann. „Japanir nota rosalega mikið sólhlífar, það eru allar konur með sólhlífar. Það er hægt að fá jakka sem eru með viftum sem blása lofti upp. Síðan eru allir með blævæng og svona rafmagnsviftur, halda áfram með líf sitt einhvern veginn.“ Ekki jafn eðlilegt að sóla sig Borghildur segir að fólk noti einnig almenningssundlaugar og fari út fyrir borgina á þessum tíma, nær ströndinni. „Það er ekki langt að næstu baðströnd þannig ef þetta verður alveg ómögulegt þá fer maður þangað. Notar tækifærið til að sóla sig.“ Borghildur segir konurnar hafa horft á sig furðul ostnar þegar hún sagðist ætla að sóla sig.Aðsend Það að sækjast í sólbað í Japan er þó ekki jafn eðlilegt og á Íslandi. „Þegar ég segi japönsku konunum sem ég þekki að ég ætli að fara upp á þak að sóla mig aðeins í hádegismatnum, það er eins og ég sé klikkuð,“ segir Borghildur. „Þau vilja vera hvít. Konurnar eru alveg bara með hanska og þær líta út fyrir að vera svona býflugubændur miðað við allan búnaðinn sem þær eru að nota til að komast hjá sólinni.“
Japan Íslendingar erlendis Veður Tengdar fréttir Varað við nýjum hitametum á Ítalíu, Grikklandi, Spáni og Marokkó Íbúar á Ítalíu, Grikklandi, Spáni og Marokkó hafa verið varaðir við því að ný hitamet gætu fallið á morgun, þegar hiti gæti farið yfir 49 stig. Hitabylgjan Karon fylgir nú í kjölfar Kerberusar, sem olli gríðarlegum hita á svæðinu í síðustu viku. 17. júlí 2023 07:48 Rauðar viðvaranir og skógareldar í Suður-Evrópu Ekkert lát virðist ætla að verða á hitabylgjum sem ganga nú yfir Suður-Evrópu. Á Ítalíu, Spáni og Grikklandi er hitanum lýst sem óbærilegum og íbúar hafa þurft að flýja heimili sín vegna skógarelda. 15. júlí 2023 22:48 Dauðsföllum vegna mikils hita fjölgar hratt Dauðsföll vegna hita voru 40 prósent fleiri í fyrrasumar en meðaltal síðustu sex ára. Sérfræðingar segja að ástandið eigi bara eftir að versna verði ekki brugðist við loftslagsbreytingum af krafti. 15. júlí 2023 11:50 Hitametin orðin of mörg til að telja upp Lamandi hitabylgja ríður nú yfir Evrópu. Veðurfræðingur segir loftlagsbreytingar valda fleiri bylgjum sem standi lengur en áður. Hitinn úti í heimi nú sé forsmekkurinn að því sem koma skal. 14. júlí 2023 22:37 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Sjá meira
Varað við nýjum hitametum á Ítalíu, Grikklandi, Spáni og Marokkó Íbúar á Ítalíu, Grikklandi, Spáni og Marokkó hafa verið varaðir við því að ný hitamet gætu fallið á morgun, þegar hiti gæti farið yfir 49 stig. Hitabylgjan Karon fylgir nú í kjölfar Kerberusar, sem olli gríðarlegum hita á svæðinu í síðustu viku. 17. júlí 2023 07:48
Rauðar viðvaranir og skógareldar í Suður-Evrópu Ekkert lát virðist ætla að verða á hitabylgjum sem ganga nú yfir Suður-Evrópu. Á Ítalíu, Spáni og Grikklandi er hitanum lýst sem óbærilegum og íbúar hafa þurft að flýja heimili sín vegna skógarelda. 15. júlí 2023 22:48
Dauðsföllum vegna mikils hita fjölgar hratt Dauðsföll vegna hita voru 40 prósent fleiri í fyrrasumar en meðaltal síðustu sex ára. Sérfræðingar segja að ástandið eigi bara eftir að versna verði ekki brugðist við loftslagsbreytingum af krafti. 15. júlí 2023 11:50
Hitametin orðin of mörg til að telja upp Lamandi hitabylgja ríður nú yfir Evrópu. Veðurfræðingur segir loftlagsbreytingar valda fleiri bylgjum sem standi lengur en áður. Hitinn úti í heimi nú sé forsmekkurinn að því sem koma skal. 14. júlí 2023 22:37