„Við þurfum að kasta slíkum hugsunum út í hafsauga“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2023 12:00 Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur fagnað mörgum sigrum undanfarin ár og sigur í kvöld væri einn af þeim stóru. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson segir að nálgunin sem hefur gefist Blikum best virki hættuleg og háskaleg og er stundum barnaleg. Hann vill samt að liðið hans þori að stíga hátt upp á móti Írunum í kvöld og megi ekki vera að verja eitthvað. Blikar eru búnir að vinna alla þrjá Evrópuleiki sína í sumar og í kvöld geta þeir tryggt sér sæti í annarri umferð undankeppni Meistaradeildardeildarinnar. Breiðabliksliðið er í frábærum málum eftir 1-0 útisigur á Shamrock Rovers í fyrri leiknum á Írlandi. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, talaði um mismunandi skúffur fyrir hverja keppni eftir síðasta deildarsigur og var spurður hvað kemur upp úr henni. Orka og hugrekki „Það sem kemur upp úr henni er vonandi mikil orka og hugrekki. Menn komi þannig til leiks að við séum ekki að fara að verja eitthvað forskot sem við erum með heldur þurfum við að sækja. Við þurfum að horfa á þennan leik eins og staðan sé bara 0-0,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson við Val Pál Eiríksson á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Ég veit ekki hvort við komum þeim á óvart í fyrri leiknum. Ég átta mig ekki á því. Við byrjuðum þá af krafti og við höfum talað um það, þegar maður horfir á leikinn aftur og svo aftur og aftur að þar voru fullt af hlutum sem við getum lagað,“ sagði Óskar Hrafn. Þurfum að fara eins hátt og við getum „Við getum verið töluvert betri á boltanum og við gáfum of margar feilsendingar í seinni hálfleik. Við stigum til baka og vorum ekki nógu ákafir að verjast fram á við. Við vorum fullmikið að verja okkar eigið mark og við erum ekki góðir þar. Þeim mun lengra sem við erum frá makinu okkar sem við erum að verjast þeim mun betri erum við. Það hentar okkur betur,“ sagði Óskar Hrafn. „Við þurfum að fara eins hátt og við getum. Stundum virkar það eins og það geti verið hættulegt og getur verið háskalegt. Getur verið stundum barnalegt en þetta er sú nálgun sem hefur gefist best fyrir okkur. Það er kannski það sem maður hefur mestar áhyggjur af er að menn verði aðeins flatir, “ sagði Óskar. Hann talar beint til sinna manna í viðtalinu og var þá við því sem ekki má gerast í hausnum þeirra. Þurfum að láta þeim líða illa „Menn fari ósjálfrátt að hugsa: Við erum 1-0 yfir, við þurfum að passa okkur, við megum ekki gera mistök, við megum ekki fara ofarlega og skilja eftir okkur einhver svæði bak við. Við þurfum að kasta slíkum hugsunum út í hafsauga. Þora að spila út úr öllu. Þora að fá þá í okkur og spila á milli línanna. Halda boltanum í öftustu línu og ekki láta þá þvinga okkur þangað sem þeir vilja þvinga okkur. Við þurfum að stíga hátt á þá og láta þeim líða illa,“ sagði Óskar. Telja sig vera betri í ár en í fyrra „Við ætlum að slá þetta lið út. Við gerum okkur grein fyrir því að þetta Shamrock lið er gríðarlega gott. Það er öflugt og náði góðum úrslitum í fyrra. Þeir telja sig vera betri í ár en þeir voru í fyrra. Við vitum alveg að verkefnið er stórt. Það er alls ekki það stórt að við þurfum að hræðast það eða vera eitthvað litlir í okkur,“ sagði Óskar. Það má heyra meira frá Óskari Hrafni um leikinn í viðtalinu en það er allt aðgengilegt hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Óskar Hrafn: Við vitum alveg að verkefnið er stórt Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Sjá meira
Blikar eru búnir að vinna alla þrjá Evrópuleiki sína í sumar og í kvöld geta þeir tryggt sér sæti í annarri umferð undankeppni Meistaradeildardeildarinnar. Breiðabliksliðið er í frábærum málum eftir 1-0 útisigur á Shamrock Rovers í fyrri leiknum á Írlandi. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, talaði um mismunandi skúffur fyrir hverja keppni eftir síðasta deildarsigur og var spurður hvað kemur upp úr henni. Orka og hugrekki „Það sem kemur upp úr henni er vonandi mikil orka og hugrekki. Menn komi þannig til leiks að við séum ekki að fara að verja eitthvað forskot sem við erum með heldur þurfum við að sækja. Við þurfum að horfa á þennan leik eins og staðan sé bara 0-0,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson við Val Pál Eiríksson á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Ég veit ekki hvort við komum þeim á óvart í fyrri leiknum. Ég átta mig ekki á því. Við byrjuðum þá af krafti og við höfum talað um það, þegar maður horfir á leikinn aftur og svo aftur og aftur að þar voru fullt af hlutum sem við getum lagað,“ sagði Óskar Hrafn. Þurfum að fara eins hátt og við getum „Við getum verið töluvert betri á boltanum og við gáfum of margar feilsendingar í seinni hálfleik. Við stigum til baka og vorum ekki nógu ákafir að verjast fram á við. Við vorum fullmikið að verja okkar eigið mark og við erum ekki góðir þar. Þeim mun lengra sem við erum frá makinu okkar sem við erum að verjast þeim mun betri erum við. Það hentar okkur betur,“ sagði Óskar Hrafn. „Við þurfum að fara eins hátt og við getum. Stundum virkar það eins og það geti verið hættulegt og getur verið háskalegt. Getur verið stundum barnalegt en þetta er sú nálgun sem hefur gefist best fyrir okkur. Það er kannski það sem maður hefur mestar áhyggjur af er að menn verði aðeins flatir, “ sagði Óskar. Hann talar beint til sinna manna í viðtalinu og var þá við því sem ekki má gerast í hausnum þeirra. Þurfum að láta þeim líða illa „Menn fari ósjálfrátt að hugsa: Við erum 1-0 yfir, við þurfum að passa okkur, við megum ekki gera mistök, við megum ekki fara ofarlega og skilja eftir okkur einhver svæði bak við. Við þurfum að kasta slíkum hugsunum út í hafsauga. Þora að spila út úr öllu. Þora að fá þá í okkur og spila á milli línanna. Halda boltanum í öftustu línu og ekki láta þá þvinga okkur þangað sem þeir vilja þvinga okkur. Við þurfum að stíga hátt á þá og láta þeim líða illa,“ sagði Óskar. Telja sig vera betri í ár en í fyrra „Við ætlum að slá þetta lið út. Við gerum okkur grein fyrir því að þetta Shamrock lið er gríðarlega gott. Það er öflugt og náði góðum úrslitum í fyrra. Þeir telja sig vera betri í ár en þeir voru í fyrra. Við vitum alveg að verkefnið er stórt. Það er alls ekki það stórt að við þurfum að hræðast það eða vera eitthvað litlir í okkur,“ sagði Óskar. Það má heyra meira frá Óskari Hrafni um leikinn í viðtalinu en það er allt aðgengilegt hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Óskar Hrafn: Við vitum alveg að verkefnið er stórt
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti