„Við höfum tekið þá erfiðu ákvörðun að skilja,“ segir í yfirlýsingu sem þau Vergara, sem er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt sem Gloria Pritchett í sjónvarpsþáttunum Modern Family, og Manganiello sendu á Page Six.
Þá segja þau í yfirlýsingunni að þeim þyki virkilega vænt um hvort annað. Auk þess biðja þau fólk um að einkalíf þeirra sé virt á meðan þau eru að taka þessi skref.
Vergara og Manganiello sáust síðast saman í borginni Hoboken í New Jersey í Bandaríkjunum. Þá var Vergara að heimsækja Manganiello á kvikmyndasettið fyrir myndina Nonnas.
Þessa stundina er Vergara að halda upp 51 árs afmælið sitt í Ítalíu ásamt vinum sínum. Ekki hefur sést til Manganiello með henni þar.