Hannah Dingley var ráðin í byrjun júlí en vitað var þó að um tímabundna ráðningu væri að ræða, eins og Vísir greindi frá.
Nú hefur verið staðfest að David Horseman, fyrrverandi þjálfari U-21 árs lið Southampton muni taka við Forest Green. Dingley mun þó stýra liðinu í næstu tveimur æfingaleikjum, gegn Coventry City og U-21 árs liði Everton.
Hannah Dingley, the the first woman to ever manage a senior men s football team in England s top four divisions, is set to be replaced by Dave Horseman.
— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) July 17, 2023
More from @J_Tanswellhttps://t.co/M3qadoQrQa
Eftir það er alls óvíst hvaða hlutverki Dingley mun gegna þar sem Louis Carey, sem starfaði með Horseman hjá Southampton, mun fylgja honum til Forest Green. Í tilkynningu félagsins kemur ekki fram hvort Dingley fari aftur í sitt gamla starf eða hvort henni verði sagt upp.