Hitinn að sliga heilbrigðiskerfið og fólk kælt niður í líkpokum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. júlí 2023 08:55 Þeir sem geta ekki komið sér inn í loftkæld rými eru í yfir 32 stiga hita allan sólahringinn. Getty/George Rose Heilbrigðisstarfsmenn í Bandaríkjunum hafa gripið til þess ráðs að setja sjúklinga með sólsting, eða hitaslag, í líkpoka fulla af klaka til að kæla þá hratt og örugglega niður. Gríðarleg hitabylgja gengur nú yfir Bandaríkin og BBC hefur eftir sjúkraflutningamanninum David Schilling, sem starfar í Las Vegas, að útköllum hafi fjölgað um allt að 40 prósent. Fjölgunina megi að mestu rekja til ferðamanna, sem séu óvanir hitanum. Áður en hitabylgjan skall á hafði verið óvenju „kalt“ í Las Vegas í marga mánuði, þar sem hitinn var undir 38 stigum 260 daga í röð. Schilling segir hitabylgjuna hafa læðst aftan að fólki. „Við sjáum fólk sem er ringlað, með hraðan hjartslátt; fólk er að falla í yfirlið, þetta er því ofviða,“ segir hann. Margir átti sig ekki á hinum löngu vegalengdum sem fólk þarf að ganga í Las Vegas og margir séu að ofþorna. Að sögn veðurfræðingsins Trevor Boucher hækkar hitinn aðeins lítillega yfir nóttina og fari sums staðar ekki niður fyrir 32 stig allan sólahringinn. Þeir sem ekki hafi aðgang að loftkælingu séu fastir í þessum mikla hita allan daginn og allar nætur. CNN hefur eftir læknum að hitinn sé að verða heilbrigðiskerfinu ofviða. Bráðalæknirinn Frank LoVecchio segir „yfirflæði“ sjúklinga á Valleywise Health Medical Center í Phoenix ekki hafa verið jafn mikið frá því í kórónuveirufaraldrinum. Sums staðar hafa heilbrigðisstarfsmenn gripið til þess ráðs að kæla sjúklinga með sólsting, eða hitaslag, með því að koma þeim fyrir í líkpokum sem hafa verið fylltir af klaka. Læknirinn Geoff Comp, sem er sagður hafa þróað meðferðina, segir líkpokana tilvalda til að kæla niður sjúklingana og að aðferðin sé allt að tvisvar sinnum fljótvirkari en aðrar aðferðir. Pokarnir eru einangrandi en einnig nógu opnir til að veita læknum greitt aðgengi að sjúklingnum. Veður Loftslagsmál Bandaríkin Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Gríðarleg hitabylgja gengur nú yfir Bandaríkin og BBC hefur eftir sjúkraflutningamanninum David Schilling, sem starfar í Las Vegas, að útköllum hafi fjölgað um allt að 40 prósent. Fjölgunina megi að mestu rekja til ferðamanna, sem séu óvanir hitanum. Áður en hitabylgjan skall á hafði verið óvenju „kalt“ í Las Vegas í marga mánuði, þar sem hitinn var undir 38 stigum 260 daga í röð. Schilling segir hitabylgjuna hafa læðst aftan að fólki. „Við sjáum fólk sem er ringlað, með hraðan hjartslátt; fólk er að falla í yfirlið, þetta er því ofviða,“ segir hann. Margir átti sig ekki á hinum löngu vegalengdum sem fólk þarf að ganga í Las Vegas og margir séu að ofþorna. Að sögn veðurfræðingsins Trevor Boucher hækkar hitinn aðeins lítillega yfir nóttina og fari sums staðar ekki niður fyrir 32 stig allan sólahringinn. Þeir sem ekki hafi aðgang að loftkælingu séu fastir í þessum mikla hita allan daginn og allar nætur. CNN hefur eftir læknum að hitinn sé að verða heilbrigðiskerfinu ofviða. Bráðalæknirinn Frank LoVecchio segir „yfirflæði“ sjúklinga á Valleywise Health Medical Center í Phoenix ekki hafa verið jafn mikið frá því í kórónuveirufaraldrinum. Sums staðar hafa heilbrigðisstarfsmenn gripið til þess ráðs að kæla sjúklinga með sólsting, eða hitaslag, með því að koma þeim fyrir í líkpokum sem hafa verið fylltir af klaka. Læknirinn Geoff Comp, sem er sagður hafa þróað meðferðina, segir líkpokana tilvalda til að kæla niður sjúklingana og að aðferðin sé allt að tvisvar sinnum fljótvirkari en aðrar aðferðir. Pokarnir eru einangrandi en einnig nógu opnir til að veita læknum greitt aðgengi að sjúklingnum.
Veður Loftslagsmál Bandaríkin Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira