Hitinn að sliga heilbrigðiskerfið og fólk kælt niður í líkpokum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. júlí 2023 08:55 Þeir sem geta ekki komið sér inn í loftkæld rými eru í yfir 32 stiga hita allan sólahringinn. Getty/George Rose Heilbrigðisstarfsmenn í Bandaríkjunum hafa gripið til þess ráðs að setja sjúklinga með sólsting, eða hitaslag, í líkpoka fulla af klaka til að kæla þá hratt og örugglega niður. Gríðarleg hitabylgja gengur nú yfir Bandaríkin og BBC hefur eftir sjúkraflutningamanninum David Schilling, sem starfar í Las Vegas, að útköllum hafi fjölgað um allt að 40 prósent. Fjölgunina megi að mestu rekja til ferðamanna, sem séu óvanir hitanum. Áður en hitabylgjan skall á hafði verið óvenju „kalt“ í Las Vegas í marga mánuði, þar sem hitinn var undir 38 stigum 260 daga í röð. Schilling segir hitabylgjuna hafa læðst aftan að fólki. „Við sjáum fólk sem er ringlað, með hraðan hjartslátt; fólk er að falla í yfirlið, þetta er því ofviða,“ segir hann. Margir átti sig ekki á hinum löngu vegalengdum sem fólk þarf að ganga í Las Vegas og margir séu að ofþorna. Að sögn veðurfræðingsins Trevor Boucher hækkar hitinn aðeins lítillega yfir nóttina og fari sums staðar ekki niður fyrir 32 stig allan sólahringinn. Þeir sem ekki hafi aðgang að loftkælingu séu fastir í þessum mikla hita allan daginn og allar nætur. CNN hefur eftir læknum að hitinn sé að verða heilbrigðiskerfinu ofviða. Bráðalæknirinn Frank LoVecchio segir „yfirflæði“ sjúklinga á Valleywise Health Medical Center í Phoenix ekki hafa verið jafn mikið frá því í kórónuveirufaraldrinum. Sums staðar hafa heilbrigðisstarfsmenn gripið til þess ráðs að kæla sjúklinga með sólsting, eða hitaslag, með því að koma þeim fyrir í líkpokum sem hafa verið fylltir af klaka. Læknirinn Geoff Comp, sem er sagður hafa þróað meðferðina, segir líkpokana tilvalda til að kæla niður sjúklingana og að aðferðin sé allt að tvisvar sinnum fljótvirkari en aðrar aðferðir. Pokarnir eru einangrandi en einnig nógu opnir til að veita læknum greitt aðgengi að sjúklingnum. Veður Loftslagsmál Bandaríkin Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Fleiri fréttir Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Sjá meira
Gríðarleg hitabylgja gengur nú yfir Bandaríkin og BBC hefur eftir sjúkraflutningamanninum David Schilling, sem starfar í Las Vegas, að útköllum hafi fjölgað um allt að 40 prósent. Fjölgunina megi að mestu rekja til ferðamanna, sem séu óvanir hitanum. Áður en hitabylgjan skall á hafði verið óvenju „kalt“ í Las Vegas í marga mánuði, þar sem hitinn var undir 38 stigum 260 daga í röð. Schilling segir hitabylgjuna hafa læðst aftan að fólki. „Við sjáum fólk sem er ringlað, með hraðan hjartslátt; fólk er að falla í yfirlið, þetta er því ofviða,“ segir hann. Margir átti sig ekki á hinum löngu vegalengdum sem fólk þarf að ganga í Las Vegas og margir séu að ofþorna. Að sögn veðurfræðingsins Trevor Boucher hækkar hitinn aðeins lítillega yfir nóttina og fari sums staðar ekki niður fyrir 32 stig allan sólahringinn. Þeir sem ekki hafi aðgang að loftkælingu séu fastir í þessum mikla hita allan daginn og allar nætur. CNN hefur eftir læknum að hitinn sé að verða heilbrigðiskerfinu ofviða. Bráðalæknirinn Frank LoVecchio segir „yfirflæði“ sjúklinga á Valleywise Health Medical Center í Phoenix ekki hafa verið jafn mikið frá því í kórónuveirufaraldrinum. Sums staðar hafa heilbrigðisstarfsmenn gripið til þess ráðs að kæla sjúklinga með sólsting, eða hitaslag, með því að koma þeim fyrir í líkpokum sem hafa verið fylltir af klaka. Læknirinn Geoff Comp, sem er sagður hafa þróað meðferðina, segir líkpokana tilvalda til að kæla niður sjúklingana og að aðferðin sé allt að tvisvar sinnum fljótvirkari en aðrar aðferðir. Pokarnir eru einangrandi en einnig nógu opnir til að veita læknum greitt aðgengi að sjúklingnum.
Veður Loftslagsmál Bandaríkin Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Fleiri fréttir Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Sjá meira