Litabreytingin fór öfugt ofan í íbúa Kristinn Haukur Guðnason skrifar 20. júlí 2023 07:45 Hér má sjá breytinguna á milli ára. Íbúar hins nýja svarta og hvíta hverfis eru ekki sáttir. Rangárþing ytra Verulegt ósætti er með þá litabreytingu sem gerð verður á hverfum Hellu á bæjarhátíðinni Töðugjöldum. Sveitarfélagið leggur til nokkurra ára aðlögunarferli. Bæjarhátíðin Töðugjöld verður haldin í 28. skiptið þann 18. til 20. ágúst næstkomandi. Hún er með elstu bæjarhátíðum landsins, var komið á fót árið 1994. Hátíðin er nokkuð hefðbundin bæjarhátíð, með hoppuköstulum, tónlistaratriðum, bílasýningum, matarvögnum og þess háttar. Á hátíðinni er hverfum bæjarins skipt upp í liti. Eru íbúar í hverju hverfi hvattir til þess að skreyta hús sín og garða í réttum lit, eða litatvennu. Skiptast íbúar hverfanna á að bjóða gestum heim og að skipuleggja hátíðina í samráði við sveitarfélagið. Það er jafnréttis-, atvinnu- og menningarmálanefnd Rangárþings ytra. Töldu íbúa tilbúna í breytingar Á fundi nefndarinnar þann 8. maí síðastliðinn var ákveðið að gera breytingar á litaskiptingunni. Það er að fjólubláa hverfið verði fjólublátt og bleikt og að græna og appelsínugula hverfinu verði skipt upp í tvö. Annað verði áfram grænt og appelsínugult en hitt svart og hvítt. Gula hverfið á Töðugjöldum árið 2022.Rangárþing ytra. Þetta féll ekki vel í kramið því bæjarstjórn barst erindi frá íbúum allra húsa í götunum Ártúni, Nestúni, Seltúni og Nesi og hluta íbúa í Þrúðvangi sem voru mjög ósáttir við litabreytinguna. En þetta eru íbúar í hinu nýja svarta og hvíta hverfi. Í skýringum nefndarmanna kemur fram að þeim hafi þótt græna og appelsínugula hverfið of stórt. Mat hún það svo að íbúar væru tilbúnir í breytingar. Nokkurra ára aðlögunarferli Benda nefndarmenn á að nú þegar séu einhverjir íbúar þegar farnir að skreyta hús sín og garða í svörtum og hvítum litum og því sé of seint að breyta aftur núna. Mikilvægt sé að íbúar taki þátt í umræðum þegar kallað sé eftir þeim. Fjólubláa hverfið verður framvegis fjólubláa og bleika hverfið.Rangárþing ytra „Nefndin leggur til að halda litaskiptingunni óbreyttri en til þess að koma til móts við íbúa þá er eðlilegt að hverfið taki nokkur ár í aðlögun og þeir íbúar sem hafa skreytt í appelsínugulum og grænum litum haldi því áfram en blandi svörtum og hvítum við með tíð og tíma,“ segir í bókun nefndarinnar. Rangárþing ytra Stjórnsýsla Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Bæjarhátíðin Töðugjöld verður haldin í 28. skiptið þann 18. til 20. ágúst næstkomandi. Hún er með elstu bæjarhátíðum landsins, var komið á fót árið 1994. Hátíðin er nokkuð hefðbundin bæjarhátíð, með hoppuköstulum, tónlistaratriðum, bílasýningum, matarvögnum og þess háttar. Á hátíðinni er hverfum bæjarins skipt upp í liti. Eru íbúar í hverju hverfi hvattir til þess að skreyta hús sín og garða í réttum lit, eða litatvennu. Skiptast íbúar hverfanna á að bjóða gestum heim og að skipuleggja hátíðina í samráði við sveitarfélagið. Það er jafnréttis-, atvinnu- og menningarmálanefnd Rangárþings ytra. Töldu íbúa tilbúna í breytingar Á fundi nefndarinnar þann 8. maí síðastliðinn var ákveðið að gera breytingar á litaskiptingunni. Það er að fjólubláa hverfið verði fjólublátt og bleikt og að græna og appelsínugula hverfinu verði skipt upp í tvö. Annað verði áfram grænt og appelsínugult en hitt svart og hvítt. Gula hverfið á Töðugjöldum árið 2022.Rangárþing ytra. Þetta féll ekki vel í kramið því bæjarstjórn barst erindi frá íbúum allra húsa í götunum Ártúni, Nestúni, Seltúni og Nesi og hluta íbúa í Þrúðvangi sem voru mjög ósáttir við litabreytinguna. En þetta eru íbúar í hinu nýja svarta og hvíta hverfi. Í skýringum nefndarmanna kemur fram að þeim hafi þótt græna og appelsínugula hverfið of stórt. Mat hún það svo að íbúar væru tilbúnir í breytingar. Nokkurra ára aðlögunarferli Benda nefndarmenn á að nú þegar séu einhverjir íbúar þegar farnir að skreyta hús sín og garða í svörtum og hvítum litum og því sé of seint að breyta aftur núna. Mikilvægt sé að íbúar taki þátt í umræðum þegar kallað sé eftir þeim. Fjólubláa hverfið verður framvegis fjólubláa og bleika hverfið.Rangárþing ytra „Nefndin leggur til að halda litaskiptingunni óbreyttri en til þess að koma til móts við íbúa þá er eðlilegt að hverfið taki nokkur ár í aðlögun og þeir íbúar sem hafa skreytt í appelsínugulum og grænum litum haldi því áfram en blandi svörtum og hvítum við með tíð og tíma,“ segir í bókun nefndarinnar.
Rangárþing ytra Stjórnsýsla Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira