Búfé gengið laust öldum saman og engin lög sett sem breyta því Kristinn Haukur Guðnason skrifar 21. júlí 2023 07:45 Vigdís Hasler framkvæmdastjóri segir nýlega úrskurði ekki breyta því að lausaganga búfjár sé leyfð. Bændasamtök Íslands Bændasamtök Íslands hafa sent sveitarfélögum landsins bréf til að skýra sína afstöðu varðandi umræðuna um ágangsfé. Samtökin segja nýlega úrskurði og álit ekki breyta því að fé megi ganga laust. „Hafa ber í huga að þar sem lausaganga búfjár er leyfð, er hún leyfð,“ segir Vigdís Hasler framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, aðspurð um það hvort ekki sé eðlilegt að sauðfjárbændur greiði fyrir smölun gangi fé þeirra inn á lendur annarra og valdi þeim ama. „Eins ber að hafa í huga að sveitarstjórnum er heimilt að banna lausagöngu búfjár að hluta eða öllu leyti. Þar sem sveitarstjórn hefur gert umráðamönnum búfjár skylt að hafa búfé í vörslu skal vera gripheld girðing og ábyrgðin liggur þá hjá umráðamanni,“ segir Vigdís. Hávær umræða og álit Í október síðastliðnum birti Umboðsmaður Alþingis álit þess efnis að leiðbeiningar innviðaráðuneytisins varðandi ágang samrýmdust ekki lögum. Í lögum segir að landeigendur geti krafist þess að sveitarfélag eða lögregla smali ágangsfé á kostnað eigenda. En í leiðbeiningunum stóð að til þess að þetta ætti við yrðu landeigendur að girða og „friða“ lönd sín. Í janúar úrskurðaði dómsmálaráðuneytið að lögreglustjóra væri óheimilt að synja beiðni um smölun. Innviðaráðuneytið gaf svo út nýjar leiðbeiningar í júní til samræmis við álit Umboðsmanns. Umræðan um ágangsfé hefur aldrei verið hærri en nú, enda fer sauðfjárbýlum fækkandi og þeir sem nota land undir annað kvarta sáran yfir nagi kindanna. Sveitarstjórnir meti hvort ágangur sé raunverulegur Bændasamtökin benda á að úrskurðirnir taki ekki á meginreglu laga um að fé megi ganga laust, bæði á þjóðlendum sem og eignarjörðum. „Bændasamtökin hafa orðið þess vör að víða á landinu hefur skapast umræða um lausagöngu búfjár. Þetta er umræða sem hefur átt sér stað vel síðasta áratuginn og ekki er því um nýjan skilning að ræða,“ segir Vigdís um umræðuna í dag, eftir að úrskurðirnir féllu. „Mikilvægt er að hafa í huga að bæði umboðsmaður og síðan dómsmálaráðuneytið í sínum úrskurði tóku það skýrt fram í niðurstöðum sínum að engin afstaða hefði verið tekin til þeirra atvika sem lágu til grundvallar kvörtun eða kæru, svo sem hvort um hafi verið að ræða ágang búfjár í heimalandi samkvæmt þar til greindu ákvæði laga um afréttarmálefni og fjallskil,“ segir Vigdís. Bændasamtökin líti svo á að íbúar hvers sveitarfélags geti leitað til sveitarstjórna telji þeir að ágangur sé til staðar. Það sé svo sveitarfélagsins að meta hvort um raunverulegan ágang sé að ræða og hvernig eigi að framkvæma smölun. Stjórnsýslumeðferð þurfi að vera skýr. Ringlaðar sveitarstjórnir Sveitarstjórnir vita ekki alveg í hvern fótinn þau eiga að stíga. Til að mynda hefur Borgarbyggð ákveðið að smala ágangsfé en Fjarðabyggð hyggst bíða lögfræðiálits. Bændasamtökin halda fast í sitt og vísa í lög um afréttarmálefni og fjallaskil. Einungis sé hægt að beita ákvæðinu um þvingaða smölun þegar ágangur sé í afgirt heimalönd. Ekki í afrétti eða ógirt heimalönd. „Búfé hefur gengið laust um landið í öldum saman og engin lög hafa verið sett sem breyta því réttarástandi,“ segir í bréfinu. Landbúnaður enn þá undirstöðuatvinnugrein Aðspurð um hvort að það þurfi ekki að gera einhverjar breytingar á kerfinu til að sætta bændur og aðra landeigendur segir Vigdís að málefni fjallaskila og skipulag landbúnaðarlands sé á forræði sveitarfélaganna. „Landbúnaður er enn í dag undirstöðuatvinnugrein á landsbyggðinni og ætli Alþingi sér að gera breytingar í þá veru að þrengja að búfjárhaldi þá verður að liggja fyrir hvert stefnir með notkun á landbúnaðarlandi,“ segir Vigdís. „Öll umræða um lagaleg álitaefni og lagabreytingar raungerast ekki á samfélagsmiðlum, hér þurfi fagráðuneytin og löggjafinn að koma að liggi vilji þeirra þar.“ Þá megi ekki líta fram hjá skyldum veghaldara, hvort sem það séu ríki, sveitarfélög eða Vegagerðin. Veghaldara beri að gæta umferðaröryggis og í því getur falist að girða með fram vegum. Landbúnaður Dýr Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
„Hafa ber í huga að þar sem lausaganga búfjár er leyfð, er hún leyfð,“ segir Vigdís Hasler framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, aðspurð um það hvort ekki sé eðlilegt að sauðfjárbændur greiði fyrir smölun gangi fé þeirra inn á lendur annarra og valdi þeim ama. „Eins ber að hafa í huga að sveitarstjórnum er heimilt að banna lausagöngu búfjár að hluta eða öllu leyti. Þar sem sveitarstjórn hefur gert umráðamönnum búfjár skylt að hafa búfé í vörslu skal vera gripheld girðing og ábyrgðin liggur þá hjá umráðamanni,“ segir Vigdís. Hávær umræða og álit Í október síðastliðnum birti Umboðsmaður Alþingis álit þess efnis að leiðbeiningar innviðaráðuneytisins varðandi ágang samrýmdust ekki lögum. Í lögum segir að landeigendur geti krafist þess að sveitarfélag eða lögregla smali ágangsfé á kostnað eigenda. En í leiðbeiningunum stóð að til þess að þetta ætti við yrðu landeigendur að girða og „friða“ lönd sín. Í janúar úrskurðaði dómsmálaráðuneytið að lögreglustjóra væri óheimilt að synja beiðni um smölun. Innviðaráðuneytið gaf svo út nýjar leiðbeiningar í júní til samræmis við álit Umboðsmanns. Umræðan um ágangsfé hefur aldrei verið hærri en nú, enda fer sauðfjárbýlum fækkandi og þeir sem nota land undir annað kvarta sáran yfir nagi kindanna. Sveitarstjórnir meti hvort ágangur sé raunverulegur Bændasamtökin benda á að úrskurðirnir taki ekki á meginreglu laga um að fé megi ganga laust, bæði á þjóðlendum sem og eignarjörðum. „Bændasamtökin hafa orðið þess vör að víða á landinu hefur skapast umræða um lausagöngu búfjár. Þetta er umræða sem hefur átt sér stað vel síðasta áratuginn og ekki er því um nýjan skilning að ræða,“ segir Vigdís um umræðuna í dag, eftir að úrskurðirnir féllu. „Mikilvægt er að hafa í huga að bæði umboðsmaður og síðan dómsmálaráðuneytið í sínum úrskurði tóku það skýrt fram í niðurstöðum sínum að engin afstaða hefði verið tekin til þeirra atvika sem lágu til grundvallar kvörtun eða kæru, svo sem hvort um hafi verið að ræða ágang búfjár í heimalandi samkvæmt þar til greindu ákvæði laga um afréttarmálefni og fjallskil,“ segir Vigdís. Bændasamtökin líti svo á að íbúar hvers sveitarfélags geti leitað til sveitarstjórna telji þeir að ágangur sé til staðar. Það sé svo sveitarfélagsins að meta hvort um raunverulegan ágang sé að ræða og hvernig eigi að framkvæma smölun. Stjórnsýslumeðferð þurfi að vera skýr. Ringlaðar sveitarstjórnir Sveitarstjórnir vita ekki alveg í hvern fótinn þau eiga að stíga. Til að mynda hefur Borgarbyggð ákveðið að smala ágangsfé en Fjarðabyggð hyggst bíða lögfræðiálits. Bændasamtökin halda fast í sitt og vísa í lög um afréttarmálefni og fjallaskil. Einungis sé hægt að beita ákvæðinu um þvingaða smölun þegar ágangur sé í afgirt heimalönd. Ekki í afrétti eða ógirt heimalönd. „Búfé hefur gengið laust um landið í öldum saman og engin lög hafa verið sett sem breyta því réttarástandi,“ segir í bréfinu. Landbúnaður enn þá undirstöðuatvinnugrein Aðspurð um hvort að það þurfi ekki að gera einhverjar breytingar á kerfinu til að sætta bændur og aðra landeigendur segir Vigdís að málefni fjallaskila og skipulag landbúnaðarlands sé á forræði sveitarfélaganna. „Landbúnaður er enn í dag undirstöðuatvinnugrein á landsbyggðinni og ætli Alþingi sér að gera breytingar í þá veru að þrengja að búfjárhaldi þá verður að liggja fyrir hvert stefnir með notkun á landbúnaðarlandi,“ segir Vigdís. „Öll umræða um lagaleg álitaefni og lagabreytingar raungerast ekki á samfélagsmiðlum, hér þurfi fagráðuneytin og löggjafinn að koma að liggi vilji þeirra þar.“ Þá megi ekki líta fram hjá skyldum veghaldara, hvort sem það séu ríki, sveitarfélög eða Vegagerðin. Veghaldara beri að gæta umferðaröryggis og í því getur falist að girða með fram vegum.
Landbúnaður Dýr Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira