„Myndi ekki mæla með þessari leið við óvant göngufólk“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. júlí 2023 17:41 Tómas hefur gengið um svæðið margoft, meðal annars árið 2021 þegar hann gekk að eldgosinu í Geldingadölum með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Vísir/Vilhelm Tómas Guðbjartsson, göngugarpur og hjarta-og lungnaskurðlæknir, segist ekki mæla með því fyrir hvern sem er að fara Vigdísarvallaleið að gosstöðvunum við Litla-Hrút. Opnað var fyrir umferð um leiðina í dag. Tómas ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Tilefnið er ákvörðun lögreglu um að opna fyrir umferð um veginn en lögregla hefur tekið fram að vegurinn henti ekki fólksbílum. Þá sé lítið sem ekkert GSM samband og víðast hvar við veginn ekki tetra samband.„Ég hef gengið þetta svæði sundur og saman, bæði áður en það fór að gjósa og eftir,“ segir Tómas sem jafnframt hefur tekið þátt í að kortleggja gönguleiðir á svæðinu með Ferðafélagi Íslands. Flóknari leið Hann segir Vigdísarvallaleiðina klárlega styttri en aðrar leiðir að gosinu. „Þetta er gríðarlega falleg leið en hún er mjög viðkvæm og það veldur mér áhyggjum að það er ekki búið að stika hana og maður hefur áhyggjur af því að fólk æði þarna yfir mosa án þess að fylgja þessari leið.“ Leiðin sé töluvert meira krefjandi og flóknari en Meradalsleiðin sem opin hefur verið hingað til. Farið sé yfir hrygg sem heitir Núpshlíðarháls. „Hann er upp í næstum 300 metra hæð og þetta er meira klöngur. En ég neita því ekki að þetta er mjög falleg leið. Ég sé hins vegar fyrir mér að verði mikil umferð þarna af bílum geti verið erfitt að mætast og það mætti skoða það að hafa veginn bara opinn í eina átt, að maður fari inn á þessa leið fyrir norðan Kleifarvatn og komi þá út hina leiðina, inn á Suðurstrandarveg.“ Verði að hafa fleiri leiðir í boði Tómas segir að sér þyki jákvætt að hafa fleiri leiðir í boði að gosstaðnum við Litla-Hrút. Vindátt eigi eftir að breytast og þá sé mikilvægt að fólk sé ekki með gös úr gosinu í fanginu. Ekki verður björgunarsveitir á svæðinu á Vigdísarvallaleið. Mælirðu með því að óvant göngufólk fari þessa leið? „Nei, ég myndi ekki mæla með þessari leið við óvant göngufólk. Ég myndi ekki gera það. Þetta er allt dálítið snúið. Hin leiðin frá Meradölum er dálítið löng en hún er mjög örugg og það er mjög auðvelt að koma fólki til bjargar ef einhver tognar eða slasast. Gallinn hefur verið að ef það er norðanátt hafa gös borist yfir leiðina og útsýnið ekki alltaf stórkostlegt.“ Hann segir að náttúran í kringum Vigdísarvelli sé ótrúlega falleg. Hún sé hins vegar gríðarlega viðkvæm og því skipti öllu máli að fólk haldi sig við slóða en æði ekki beina sjónlínu yfir viðkvæman gróðurinn. Mikilvægt sé að fólk taki með sér kort og GPS-tæki fyrir þá sem slíkt eiga. „En aðallega bara að vera ekki að fara þarna nema í góðu veðri. Þetta er til dæmis ekki góð gönguleið í vestanátt vegna þess að þá berst reykurinn þangað og gösin,“ segir Tómas sem bætir því við að öruggast sé að halda sig við Meradalaleið, eða að prófa leið A en þá halda sig utan hættusvæðis. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Reykjavík síðdegis Grindavík Hafnarfjörður Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira
Tómas ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Tilefnið er ákvörðun lögreglu um að opna fyrir umferð um veginn en lögregla hefur tekið fram að vegurinn henti ekki fólksbílum. Þá sé lítið sem ekkert GSM samband og víðast hvar við veginn ekki tetra samband.„Ég hef gengið þetta svæði sundur og saman, bæði áður en það fór að gjósa og eftir,“ segir Tómas sem jafnframt hefur tekið þátt í að kortleggja gönguleiðir á svæðinu með Ferðafélagi Íslands. Flóknari leið Hann segir Vigdísarvallaleiðina klárlega styttri en aðrar leiðir að gosinu. „Þetta er gríðarlega falleg leið en hún er mjög viðkvæm og það veldur mér áhyggjum að það er ekki búið að stika hana og maður hefur áhyggjur af því að fólk æði þarna yfir mosa án þess að fylgja þessari leið.“ Leiðin sé töluvert meira krefjandi og flóknari en Meradalsleiðin sem opin hefur verið hingað til. Farið sé yfir hrygg sem heitir Núpshlíðarháls. „Hann er upp í næstum 300 metra hæð og þetta er meira klöngur. En ég neita því ekki að þetta er mjög falleg leið. Ég sé hins vegar fyrir mér að verði mikil umferð þarna af bílum geti verið erfitt að mætast og það mætti skoða það að hafa veginn bara opinn í eina átt, að maður fari inn á þessa leið fyrir norðan Kleifarvatn og komi þá út hina leiðina, inn á Suðurstrandarveg.“ Verði að hafa fleiri leiðir í boði Tómas segir að sér þyki jákvætt að hafa fleiri leiðir í boði að gosstaðnum við Litla-Hrút. Vindátt eigi eftir að breytast og þá sé mikilvægt að fólk sé ekki með gös úr gosinu í fanginu. Ekki verður björgunarsveitir á svæðinu á Vigdísarvallaleið. Mælirðu með því að óvant göngufólk fari þessa leið? „Nei, ég myndi ekki mæla með þessari leið við óvant göngufólk. Ég myndi ekki gera það. Þetta er allt dálítið snúið. Hin leiðin frá Meradölum er dálítið löng en hún er mjög örugg og það er mjög auðvelt að koma fólki til bjargar ef einhver tognar eða slasast. Gallinn hefur verið að ef það er norðanátt hafa gös borist yfir leiðina og útsýnið ekki alltaf stórkostlegt.“ Hann segir að náttúran í kringum Vigdísarvelli sé ótrúlega falleg. Hún sé hins vegar gríðarlega viðkvæm og því skipti öllu máli að fólk haldi sig við slóða en æði ekki beina sjónlínu yfir viðkvæman gróðurinn. Mikilvægt sé að fólk taki með sér kort og GPS-tæki fyrir þá sem slíkt eiga. „En aðallega bara að vera ekki að fara þarna nema í góðu veðri. Þetta er til dæmis ekki góð gönguleið í vestanátt vegna þess að þá berst reykurinn þangað og gösin,“ segir Tómas sem bætir því við að öruggast sé að halda sig við Meradalaleið, eða að prófa leið A en þá halda sig utan hættusvæðis.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Reykjavík síðdegis Grindavík Hafnarfjörður Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira