Ronaldo, sem nú spilar knattspyrnu í Sádí-Arabíu, græðir 1,87 milljón breskra sterlingspunda á færslu á miðlinum, eða því sem nemur rúmum 316 milljónum íslenskra króna. Í umfjöllun breska götublaðsins The Sun segir að þar með hafi Ronaldo tekið fram úr Kylie, sem áður sat á toppnum.
Kylie Jenner fær 1,47 milljónir breskra sterlingspunda fyrir hverja færslu á miðlinum, eða því sem nemur rúmum 249 milljónum íslenskra króna. Ronaldo auglýsir íþróttasíður líkt og LiveScore, lífstílsvörumerkið Therabody og rafmyntasíðuna Binance og er með flesta fylgjendur allra sem eru á Instagram eða 597 milljón talsins.
Kylie Jenne hefur á meðan auglýst vörur tískurisans Jean Paul Gaultier og eigin vörur undir nafni Kylie Cosmetics og Kylie Swim. Í þriðja sæti yfir þá sem græða mest á Instagram er Lionel Messi sem fær 1,38 milljón sterlingspunda fyrir hverja færslu, eða rúmlega 233 milljónir íslenskra króna.
Á eftir Messi kemur bandaríska leikkonan Selena Gomez, kraftajötuninn og leikarinn Dwayne Johnson, Kim Kardashian, Ariana Grande, Beyoncé og að endingu þær Khloe Kardashian og Kendall Jenner. Öll græða þau um og yfir milljón sterlingspund fyrir hverja færslu, sum sé rúmar 170 milljónir íslenskra króna.