Neymar grét í fimm daga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júlí 2023 10:01 Neymar grét eftir tapið í vítakeppni á móti Króötum á HM 2022 og hélt áfram að gráta í fimm daga. Getty/Matthew Ashton Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar átti mjög erfitt með að sætta sig við það þegar Brasilía datt úr á heimsmeistaramótinu í Katar í desember síðastliðnum. Neymar talaði um vonbrigðin í nýju viðtali við YouTube manninn Casimiro þar sem Neymar segist hafa grátið í fimm daga eftir tapið á móti Króatíu í átta liða úrslitum HM og íhugaði að leggja landsliðsskóna sína upp á hillu. Neymar kom Brasilíu yfir í leiknum í framlengingu og hélt hann væri að tryggja brasilíska liðinu sæti í undanúrslitum en Króatar jöfnuðu og tryggðu sér síðan sigurinn í vítakeppni. Neymar cried for 5 days, considered retirement after WC exit https://t.co/lS4ZXbCZUR— ESPN (@espnvipweb) July 20, 2023 Neymar hefur ekki spilað aftur fyrir brasilíska landsliðið frá þessu tapi en leikurinn fór fram 9. desember 2022. Hinn 31 árs gamli framherji meiddist illa á ökkla í leik með Paris Saint Germain og missti af síðustu mánuðum tímabilsins. „Ég get ekki sagt þér það sem fór í gegnum hausinn á mér. Þetta var sársaukafyllsta tapið á ferlinum, án nokkurs vafa. Ég grét samfellt í fimm daga. Það særði mig mikið að sjá drauminn minn verða að engu,“ sagði Neymar. „Ég hefði kosið frekar að skora ekki, gera markalaust jafntefli og tapa síðan í vítakeppni frekar en að skora markið, þeir ná að jafna og við töpum í vító,“ sagði Neymar. „Þetta var versta mómentið á ferlinum. Þetta var eins og vera í jarðarför. Einhver grátandi hægra megin við þig og annar grátandi vinstra megin við þig. Þetta var hryllilegt og ég vil ekki upplifa slíkt aftur,“ sagði Neymar. Neyma hefur tekið þátt í þremur heimsmeistarakeppnum með Brasilíu, 2014, 2018 og 2022. Á HM 2014 tapaði liðið 7-1 í undanúrslitum á móti Þýskalandi á heimavelli en Neymar missti af þeim leik vegna bakmeiðsla. Brasilíumenn hafa síðan tapað í átta liða úrslitum í síðustu tveimur keppnum. Neymar hefur því aldrei náð að spila í undanúrslitum eða úrslitaleik á HM hvað þá að ná að verða heimsmeistari. Hann ætlar að reyna einu sinni enn á HM 2026. „Eftir heimsmeistaramótið 2022 þá vildi ég ekki spila aftur með landsliðinu ef ég segi alveg eins og er. Ég hef nú skipt um skoðun af því að ég er mjög hungraður í þennan titil. Ég vildi ekki ganga aftur í gegnum svona og sjá fjölskyldu mína þjást svona mikið. Nú þurfa þau að þola þetta aftur en nú mun þetta enda vel. Það verður að gera það,“ sagði Neymar. Neymar: After the World Cup exit, I didn t want to return to the Brazil team. I wanted to avoid the suffering again for my family because it has a huge impact.It was the worst moment of my career. I cried for five days straight. Seeing our dream evaporate is painful... I pic.twitter.com/ecIgFI9ip5— Football Tweet (@Football__Tweet) July 20, 2023 HM 2022 í Katar Brasilía Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjá meira
Neymar talaði um vonbrigðin í nýju viðtali við YouTube manninn Casimiro þar sem Neymar segist hafa grátið í fimm daga eftir tapið á móti Króatíu í átta liða úrslitum HM og íhugaði að leggja landsliðsskóna sína upp á hillu. Neymar kom Brasilíu yfir í leiknum í framlengingu og hélt hann væri að tryggja brasilíska liðinu sæti í undanúrslitum en Króatar jöfnuðu og tryggðu sér síðan sigurinn í vítakeppni. Neymar cried for 5 days, considered retirement after WC exit https://t.co/lS4ZXbCZUR— ESPN (@espnvipweb) July 20, 2023 Neymar hefur ekki spilað aftur fyrir brasilíska landsliðið frá þessu tapi en leikurinn fór fram 9. desember 2022. Hinn 31 árs gamli framherji meiddist illa á ökkla í leik með Paris Saint Germain og missti af síðustu mánuðum tímabilsins. „Ég get ekki sagt þér það sem fór í gegnum hausinn á mér. Þetta var sársaukafyllsta tapið á ferlinum, án nokkurs vafa. Ég grét samfellt í fimm daga. Það særði mig mikið að sjá drauminn minn verða að engu,“ sagði Neymar. „Ég hefði kosið frekar að skora ekki, gera markalaust jafntefli og tapa síðan í vítakeppni frekar en að skora markið, þeir ná að jafna og við töpum í vító,“ sagði Neymar. „Þetta var versta mómentið á ferlinum. Þetta var eins og vera í jarðarför. Einhver grátandi hægra megin við þig og annar grátandi vinstra megin við þig. Þetta var hryllilegt og ég vil ekki upplifa slíkt aftur,“ sagði Neymar. Neyma hefur tekið þátt í þremur heimsmeistarakeppnum með Brasilíu, 2014, 2018 og 2022. Á HM 2014 tapaði liðið 7-1 í undanúrslitum á móti Þýskalandi á heimavelli en Neymar missti af þeim leik vegna bakmeiðsla. Brasilíumenn hafa síðan tapað í átta liða úrslitum í síðustu tveimur keppnum. Neymar hefur því aldrei náð að spila í undanúrslitum eða úrslitaleik á HM hvað þá að ná að verða heimsmeistari. Hann ætlar að reyna einu sinni enn á HM 2026. „Eftir heimsmeistaramótið 2022 þá vildi ég ekki spila aftur með landsliðinu ef ég segi alveg eins og er. Ég hef nú skipt um skoðun af því að ég er mjög hungraður í þennan titil. Ég vildi ekki ganga aftur í gegnum svona og sjá fjölskyldu mína þjást svona mikið. Nú þurfa þau að þola þetta aftur en nú mun þetta enda vel. Það verður að gera það,“ sagði Neymar. Neymar: After the World Cup exit, I didn t want to return to the Brazil team. I wanted to avoid the suffering again for my family because it has a huge impact.It was the worst moment of my career. I cried for five days straight. Seeing our dream evaporate is painful... I pic.twitter.com/ecIgFI9ip5— Football Tweet (@Football__Tweet) July 20, 2023
HM 2022 í Katar Brasilía Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjá meira