Greiðir átta milljarða til að komast hjá rannsókn vegna Epstein Árni Sæberg skrifar 22. júlí 2023 11:20 Leon Black og eiginkona hans Debra í veislu á vegum nýlistasafnsins í New York (MoMA). Hann var um árabil stjórnarformaður safnsins en þurfti að segja af sér í kjölfar hneykslismálsins. Andrew Toth/Getty Leon Black, bandarískur auðjöfur og stofnandi eins stærsta eignastýringafyrirtækis heims, hefur samþykkt að greiða yfirvöldum á Bandarísku Jómfrúaeyjum 8,2 milljarða króna gegn því að þau hætti rannsókn á tengslum hans við Jeffrey Epstein. Líkt og frægt er orðið braut Epstein kynferðislega á fjölda unglingsstúlkna um árabil. Yfirvöld á Bandarísku Jómfrúaeyjum hafa haft mál Epsteins til rannsóknar í þrjú ár en hann var grunaður um umfangsmikið mansal á einkaeyju sinni, sem tilheyrir eyjaklasanum. Hann verður þó aldrei dreginn fyrir dóm enda svipti hann sig lífi í fangelsi í New York árið 2019. Tengsl Leons Black, eins fjögurra stofnenda eignastýringafyrirtækisins Apollo Global Management, við Epstein hafa komið honum í klandur frá því að mál Epsteins kom upp. Tengslin voru bæði af félagslegum og viðskiptalegum toga, til að mynda greiddi hann Epstein 158 milljónir Bandaríkjadala fyrir skattaráðgjöf. Black neyddist til þess að hætta sem framkvæmdastjóri og stjórnarformaður Apollo árið 2021. Fyrirtækið er eitt hið stærsta sinna tegundar og stýrir eignum sem metnar eru á um 500 milljarða dollara. Sjálfur er Black metinn á tæpa 11 milljarða dollara, og er þar með meðal ríkustu manna heims. Greiddi með reiðufé Yfirvöld á Bandarísku Jómfrúaeyjum gerðu samkomulag við dánarbú Epsteins um að það myndi greiða 105 milljónir dala í nóvember síðastliðnum. Skömmu síðar höfðuðu þau mál á hendur bankanum JPMorgan Chase, sem Epstein var í viðskiptum við um árabil. The New York Times greindi frá því í gær að yfirvöld hefðu gert sams konar samkomulag við Leon Black. Miðillinn óskaði eftir upplýsingum frá yfirvöldum um samningaviðræður við Black á grundvelli upplýsingalaga. Samkvæmt gögnum sem miðillinn fékk afhent samþykkti Black að láta 62,5 milljónir dala, um 8,2 milljarða króna, af hendi rakna gegn því að rannsókn á málefnum hans yrði lokið. Það sem meira er samþykkti auðjöfurinn að greiða með reiðufé. New York Times hefur eftir Whit Clay, talsmanni Black, að hann hafi átt í viðskiptum við Epstein en að hann hafi ekkert vitað af kynferðisbrotum hans. Ekkert í samkomulaginu bendi til þess. Hann hafi einfaldlega samið eins og bankar hafa gert vegna þess að fjármunir, sem frá þeim hafa runnið í vasa Epsteins, gætu hafa verið nýttir til þess að fjármagna brotastarfsemi. Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Bandarískur milljarðamæringur keypti Ópið í vor Í ljós er komið að það var bandaríski milljarðamæringurinn Leon Black sem festi kaup á málverkinu Ópið eftir norska málarann Edvard Munch á uppboði hjá Sotheby´s í maí s.l. 12. júlí 2012 08:03 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Sjá meira
Yfirvöld á Bandarísku Jómfrúaeyjum hafa haft mál Epsteins til rannsóknar í þrjú ár en hann var grunaður um umfangsmikið mansal á einkaeyju sinni, sem tilheyrir eyjaklasanum. Hann verður þó aldrei dreginn fyrir dóm enda svipti hann sig lífi í fangelsi í New York árið 2019. Tengsl Leons Black, eins fjögurra stofnenda eignastýringafyrirtækisins Apollo Global Management, við Epstein hafa komið honum í klandur frá því að mál Epsteins kom upp. Tengslin voru bæði af félagslegum og viðskiptalegum toga, til að mynda greiddi hann Epstein 158 milljónir Bandaríkjadala fyrir skattaráðgjöf. Black neyddist til þess að hætta sem framkvæmdastjóri og stjórnarformaður Apollo árið 2021. Fyrirtækið er eitt hið stærsta sinna tegundar og stýrir eignum sem metnar eru á um 500 milljarða dollara. Sjálfur er Black metinn á tæpa 11 milljarða dollara, og er þar með meðal ríkustu manna heims. Greiddi með reiðufé Yfirvöld á Bandarísku Jómfrúaeyjum gerðu samkomulag við dánarbú Epsteins um að það myndi greiða 105 milljónir dala í nóvember síðastliðnum. Skömmu síðar höfðuðu þau mál á hendur bankanum JPMorgan Chase, sem Epstein var í viðskiptum við um árabil. The New York Times greindi frá því í gær að yfirvöld hefðu gert sams konar samkomulag við Leon Black. Miðillinn óskaði eftir upplýsingum frá yfirvöldum um samningaviðræður við Black á grundvelli upplýsingalaga. Samkvæmt gögnum sem miðillinn fékk afhent samþykkti Black að láta 62,5 milljónir dala, um 8,2 milljarða króna, af hendi rakna gegn því að rannsókn á málefnum hans yrði lokið. Það sem meira er samþykkti auðjöfurinn að greiða með reiðufé. New York Times hefur eftir Whit Clay, talsmanni Black, að hann hafi átt í viðskiptum við Epstein en að hann hafi ekkert vitað af kynferðisbrotum hans. Ekkert í samkomulaginu bendi til þess. Hann hafi einfaldlega samið eins og bankar hafa gert vegna þess að fjármunir, sem frá þeim hafa runnið í vasa Epsteins, gætu hafa verið nýttir til þess að fjármagna brotastarfsemi.
Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Bandarískur milljarðamæringur keypti Ópið í vor Í ljós er komið að það var bandaríski milljarðamæringurinn Leon Black sem festi kaup á málverkinu Ópið eftir norska málarann Edvard Munch á uppboði hjá Sotheby´s í maí s.l. 12. júlí 2012 08:03 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Sjá meira
Bandarískur milljarðamæringur keypti Ópið í vor Í ljós er komið að það var bandaríski milljarðamæringurinn Leon Black sem festi kaup á málverkinu Ópið eftir norska málarann Edvard Munch á uppboði hjá Sotheby´s í maí s.l. 12. júlí 2012 08:03
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent