Sjáðu þegar líkbíll og Subaru-bifreið stöðvuðu knattspyrnuleik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júlí 2023 13:00 Bílarnir sem um er ræðir. Skjáskot Vináttuleik knattspyrnuliðanna Dunston og Gateshead var hætt eftir að tveir menn með lambúshettur keyrðu líkbíl og Subaru-bifreið inn á völlinn. Lögreglan hefur hafið rannsókn á málinu. Leikur Dunston og Gateshead væri ekki fréttnæmur í eðlilegu árferði enda Dunston í utandeildinni á Englandi og Gateshead í 5. deild. Atvikið sem átti sér stað gerði hins vegar leikinn að umfjöllunarefni flestra fréttamiðla Englands. Gateshead sagði á Twitter-síðu sinni að vegna „atviks“ á vellinum hefði leik verið hætt í hálfleik en staðan þá var 1-1. A Gateshead friendly against Dunston was abandoned following an "incident on the pitch" involving a hearse.— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 22, 2023 Téð atvik var eitthvað sem ekki hefur sést áður - allavega ekki oft - á knattspyrnuvelli. Tveir bílar, annars vegar líkbíll og hins vegar Subaru-bifreið, óku inn á völlinn og óku þar í nokkra hringi með tilheyrandi látum og skemmdum á vellinum. Báðir ökumenn og aðrir í bifreiðunum voru með lambúshettu svo ekki var hægt að greina hverjir væru á ferð. Eftir að keyra nokkra hringi fór ökumaður líkbílsins og annar maður sem hafði verið í bílnum yfir í Subaru-bifreiðina sem keyrði svo í burtu. Líkbíllinn var skilinn eftir á vellinum. Lögreglan á svæðinu hefur staðfest að enginn hafi meiðst eða verið ógnað vegna atviksins. Rannsókn er þó hafin. Incident is putting it lightly lol pic.twitter.com/9SQoxNUOPz— (@____B17____) July 21, 2023 Dunston segir að félagið muni gera hvað það geti til að lagfæra völlinn sem og girðingar í kringum völlinn svo atvik sem þessi komi ekki upp aftur. Gateshead vildi ekki tjá sig um málið. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Hrædd um að fá í magann eftir að hún „bókstaflega skeit á sig“ í Köben Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira
Leikur Dunston og Gateshead væri ekki fréttnæmur í eðlilegu árferði enda Dunston í utandeildinni á Englandi og Gateshead í 5. deild. Atvikið sem átti sér stað gerði hins vegar leikinn að umfjöllunarefni flestra fréttamiðla Englands. Gateshead sagði á Twitter-síðu sinni að vegna „atviks“ á vellinum hefði leik verið hætt í hálfleik en staðan þá var 1-1. A Gateshead friendly against Dunston was abandoned following an "incident on the pitch" involving a hearse.— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 22, 2023 Téð atvik var eitthvað sem ekki hefur sést áður - allavega ekki oft - á knattspyrnuvelli. Tveir bílar, annars vegar líkbíll og hins vegar Subaru-bifreið, óku inn á völlinn og óku þar í nokkra hringi með tilheyrandi látum og skemmdum á vellinum. Báðir ökumenn og aðrir í bifreiðunum voru með lambúshettu svo ekki var hægt að greina hverjir væru á ferð. Eftir að keyra nokkra hringi fór ökumaður líkbílsins og annar maður sem hafði verið í bílnum yfir í Subaru-bifreiðina sem keyrði svo í burtu. Líkbíllinn var skilinn eftir á vellinum. Lögreglan á svæðinu hefur staðfest að enginn hafi meiðst eða verið ógnað vegna atviksins. Rannsókn er þó hafin. Incident is putting it lightly lol pic.twitter.com/9SQoxNUOPz— (@____B17____) July 21, 2023 Dunston segir að félagið muni gera hvað það geti til að lagfæra völlinn sem og girðingar í kringum völlinn svo atvik sem þessi komi ekki upp aftur. Gateshead vildi ekki tjá sig um málið.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Hrædd um að fá í magann eftir að hún „bókstaflega skeit á sig“ í Köben Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira