Lögregla fékk töluvert af ábendingum um grunsamlegar mannaferðir. Ein þeirra var um fólk sem stal númeraplötum af bílum í Laugardalnum og þá fékk lögregla tilkynningu um mann sem reyndi að komast inn í bíla á Hringbraut.
Þá höfðu lögreglumenn af lögreglustöð 3 sem sinnir Kópavogi og Breiðholti afskipti af manni sem burðaðist með tvö rafhlaupahjól á hjóli. Í ljós kom að reiðhjól mannsins reyndist afar verðmætt og var skráð stolið í kerfum lögreglu árið 2021.
Maðurinn var handtekinn og verður yfirheyrður um eignarhald rafhlaupahjólanna, en hann reyndist einnig með fíkniefni í vasanum.