Hyggjast rannsaka fangabúðir nasista á breskri grundu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. júlí 2023 22:46 Alderney eyjan hefur yfir að búa gríðarlegri náttúrufegurð. Vísir/Getty Bresk stjórnvöld hyggjast í fyrsta sinn rannsaka til hlýtar einu fangabúðir nasista sem vitað er að voru reistar á breskri grundu, á eyjunni Alderney í Ermasundi. Er það gert eftir að ný sönnunargögn fundust sem varpað hafa ljósi á grimmdarverk nasista á eyjunni. Breska blaðið Guardian greinir frá en breskar eyjar í Ermasundi var eini hluti Bretlands sem nasistum tókst að hernema í síðari heimsstyrjöld. Í umfjöllun miðilsins segir að tala þeirra sem létust í búðunum á eyjunni hafi verið á huldu hingað til. Allir íbúar eyjunnar voru fluttir á brott af breskum stjórnvöldum árið 1940 þegar þeim varð ljóst að ekki yrði hægt að verja hana frá nasistum eftir að þeir lögðu undir sig Frakkland. Þýsk stjórnvöld hafi því breytt allri eynni í fangelsi og byggt þar tvær fangabúðir. Þrælað út til dauða Meirihluti fanganna voru Rússar og Úkraínumenn en í umfjöllun Guardian segir að vitað sé að töluverður fjöldi gyðinga, norður-Afríkubúa og spænskir lýðveldissinnar hafi einnig verið fluttur til Alderney. Nasistar hafi farið grimmilega með fanga og þrælað þeim út í dauða. Aðrir fangar voru pyntaðir, skotnir, eða á þeim gerðar tilraunir og þeir sem ekki gátu unnið voru sendir í útrýmingarbúðir á meginlandinu. Segir breska blaðið að tala þeirra sem hafi látist á eyjunni hafi löngum verið umdeildur og opinberlega verið sagt að á bilinu 700 til 1000 manns hafi látist í búðunum. „Ég væri mjög hissa ef tala látinna á Alderney og þeirra sem fluttir voru þaðan í útrýmingarbúðir myndi ekki hlaupa á þúsundum,“ hefur Guardian eftir Anthony Glees, prófessor í öryggisfræðum og sérfræðingi í sögu stríðsglæpa. Opinber gögn segi að einungis átta gyðingar hafi dáið á eyjunni. Fræðafólk telur hins vegar ljóst að þær tölur geti ekki verið réttar. Hyggjast bresk stjórnvöld kanna frásagnir um að allt að þúsund gyðingar hafi látist á eyjunni hið minnsta og verið grafnir þar í ómerktum fjöldagröfum af nasistum. Sendur heim til Þýskalands Er fullyrt í umfjöllun breska miðilsins að allt of margar spurningar liggi enn í loftinu um þau ódæði sem unnin hafi verið á eyjunni. Þá hefur nýrri tækni verið beitt af fornleifafræðingum til þess að hafa uppi á fjöldagröfum á eyjunni en í hið minnsta tvær hafa fundist. Áður hafa bresk stjórnvöld viðurkennt, árið 1983, að Carl Hoffman, yfirmaður nasista í fangabúðunum á Alderney, hafi ekki verið látinn svara til saka vegna stöðu sinnar í búðunum. Rannsókn blaðamannsins Solomon Steckoll leiddi það í ljós en áður höfðu bresk stjórnvöld fullyrt að Carl hefði verið afhentur sovéskum stjórnvöldum og látist í Kænugarði. Hið rétta er að Carl var leyft að ferðast aftur til síns heima og lést í eigin rúmi í Vestur-Þýskalandi árið 1974.Umfjöllun Guardian um málið í heild sinni. Bretland Seinni heimsstyrjöldin Þýskaland Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Breska blaðið Guardian greinir frá en breskar eyjar í Ermasundi var eini hluti Bretlands sem nasistum tókst að hernema í síðari heimsstyrjöld. Í umfjöllun miðilsins segir að tala þeirra sem létust í búðunum á eyjunni hafi verið á huldu hingað til. Allir íbúar eyjunnar voru fluttir á brott af breskum stjórnvöldum árið 1940 þegar þeim varð ljóst að ekki yrði hægt að verja hana frá nasistum eftir að þeir lögðu undir sig Frakkland. Þýsk stjórnvöld hafi því breytt allri eynni í fangelsi og byggt þar tvær fangabúðir. Þrælað út til dauða Meirihluti fanganna voru Rússar og Úkraínumenn en í umfjöllun Guardian segir að vitað sé að töluverður fjöldi gyðinga, norður-Afríkubúa og spænskir lýðveldissinnar hafi einnig verið fluttur til Alderney. Nasistar hafi farið grimmilega með fanga og þrælað þeim út í dauða. Aðrir fangar voru pyntaðir, skotnir, eða á þeim gerðar tilraunir og þeir sem ekki gátu unnið voru sendir í útrýmingarbúðir á meginlandinu. Segir breska blaðið að tala þeirra sem hafi látist á eyjunni hafi löngum verið umdeildur og opinberlega verið sagt að á bilinu 700 til 1000 manns hafi látist í búðunum. „Ég væri mjög hissa ef tala látinna á Alderney og þeirra sem fluttir voru þaðan í útrýmingarbúðir myndi ekki hlaupa á þúsundum,“ hefur Guardian eftir Anthony Glees, prófessor í öryggisfræðum og sérfræðingi í sögu stríðsglæpa. Opinber gögn segi að einungis átta gyðingar hafi dáið á eyjunni. Fræðafólk telur hins vegar ljóst að þær tölur geti ekki verið réttar. Hyggjast bresk stjórnvöld kanna frásagnir um að allt að þúsund gyðingar hafi látist á eyjunni hið minnsta og verið grafnir þar í ómerktum fjöldagröfum af nasistum. Sendur heim til Þýskalands Er fullyrt í umfjöllun breska miðilsins að allt of margar spurningar liggi enn í loftinu um þau ódæði sem unnin hafi verið á eyjunni. Þá hefur nýrri tækni verið beitt af fornleifafræðingum til þess að hafa uppi á fjöldagröfum á eyjunni en í hið minnsta tvær hafa fundist. Áður hafa bresk stjórnvöld viðurkennt, árið 1983, að Carl Hoffman, yfirmaður nasista í fangabúðunum á Alderney, hafi ekki verið látinn svara til saka vegna stöðu sinnar í búðunum. Rannsókn blaðamannsins Solomon Steckoll leiddi það í ljós en áður höfðu bresk stjórnvöld fullyrt að Carl hefði verið afhentur sovéskum stjórnvöldum og látist í Kænugarði. Hið rétta er að Carl var leyft að ferðast aftur til síns heima og lést í eigin rúmi í Vestur-Þýskalandi árið 1974.Umfjöllun Guardian um málið í heild sinni.
Bretland Seinni heimsstyrjöldin Þýskaland Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira