Sjáðu mörkin þegar Man United lagði Arsenal þægilega Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júlí 2023 12:30 Rauðu djöflarnir lögðu Skytturnar. Manchester United Gott gengi Manchester United á undirbúningstímabilinu heldur áfram. Liðið vann þægilegan 2-0 sigur á silfurliði ensku úrvalsdeildarinnar frá því á síðustu leiktíð, Arsenal, í nótt en bæði lið eru nú stödd í æfingaferð í Bandaríkjunum. Bæði lið stilltu upp svo gott sem sínum bestu liðum en í lið Arsenal vantaði þó Oleksandr Zinchenko og Gabriel Jesus. Þá var Rúnar Alex Rúnarsson á varamannabekknum. Hjá Man United var André Onana, markvörður, fjarverandi en nýmættur til Bandaríkjanna eftir að ganga í raðir félagsins frá Inter. Einnig vantaði þá Diogo Dalot, Casemiro, Marcus Rashford og Anthony Martial í byrjunarlið Man United. Hvað leikinn varðar þá skoraði Man United tvö mörk á sjö mínútna kafla í fyrri hálfleik og gerði út um leikinn. Fyrirliðinn Bruno Fernandes kom Rauðu djöflunum yfir eftir hálftímaleik. Hann fékk boltann frá Kobbie Mainoo kom sér í fína skotstöðu fyrir utan teig og lét vaða. Skotið var allt í lagi en Aaron Ramsdale hefði að öllum líkindum átt að gera betur. This angle of Bruno Fernandes' goal vs. Arsenal pic.twitter.com/ToXdBrd7gw— ESPN FC (@ESPNFC) July 22, 2023 Sjö mínútum síðar mislas William Saliba langa sendingu frá títtnefndum Mainoo og allt í einu var Jadon Sancho sloppinn í gegn. Færið var þröngt en Sancho kláraði frábærlega og kom Man Utd 2-0 yfir. Jadon Sancho doubles Manchester United's lead vs. Arsenal pic.twitter.com/ZqxO8YjElG— ESPN FC (@ESPNFC) July 22, 2023 Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik og raunar urðu þau ekki fleiri í leiknum. Erik ten Hag, þjálfari Man Utd, nýtti svo bekkinn sinn til hins ítrasta og gerði 11 breytingar í leiknum á meðan Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, gerði átta. Þar sem leikið var í Bandaríkjunum var eðlilega farið í vítaspyrnukeppni að leik loknum, þar vann Man United 5-3 sigur. Man United hefur nú unnið alla þrjá leiki sína á undirbúningstímabilinu og á enn eftir að fá á sig mark. Arsenal hefur á sama tíma unnið einn, gert tvö jafntefli og tapað einum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sjá meira
Bæði lið stilltu upp svo gott sem sínum bestu liðum en í lið Arsenal vantaði þó Oleksandr Zinchenko og Gabriel Jesus. Þá var Rúnar Alex Rúnarsson á varamannabekknum. Hjá Man United var André Onana, markvörður, fjarverandi en nýmættur til Bandaríkjanna eftir að ganga í raðir félagsins frá Inter. Einnig vantaði þá Diogo Dalot, Casemiro, Marcus Rashford og Anthony Martial í byrjunarlið Man United. Hvað leikinn varðar þá skoraði Man United tvö mörk á sjö mínútna kafla í fyrri hálfleik og gerði út um leikinn. Fyrirliðinn Bruno Fernandes kom Rauðu djöflunum yfir eftir hálftímaleik. Hann fékk boltann frá Kobbie Mainoo kom sér í fína skotstöðu fyrir utan teig og lét vaða. Skotið var allt í lagi en Aaron Ramsdale hefði að öllum líkindum átt að gera betur. This angle of Bruno Fernandes' goal vs. Arsenal pic.twitter.com/ToXdBrd7gw— ESPN FC (@ESPNFC) July 22, 2023 Sjö mínútum síðar mislas William Saliba langa sendingu frá títtnefndum Mainoo og allt í einu var Jadon Sancho sloppinn í gegn. Færið var þröngt en Sancho kláraði frábærlega og kom Man Utd 2-0 yfir. Jadon Sancho doubles Manchester United's lead vs. Arsenal pic.twitter.com/ZqxO8YjElG— ESPN FC (@ESPNFC) July 22, 2023 Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik og raunar urðu þau ekki fleiri í leiknum. Erik ten Hag, þjálfari Man Utd, nýtti svo bekkinn sinn til hins ítrasta og gerði 11 breytingar í leiknum á meðan Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, gerði átta. Þar sem leikið var í Bandaríkjunum var eðlilega farið í vítaspyrnukeppni að leik loknum, þar vann Man United 5-3 sigur. Man United hefur nú unnið alla þrjá leiki sína á undirbúningstímabilinu og á enn eftir að fá á sig mark. Arsenal hefur á sama tíma unnið einn, gert tvö jafntefli og tapað einum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sjá meira