Hreinsunin byrjuð á Old Trafford Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júlí 2023 15:00 Alex Telles hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Man United. Jonathan DiMaggio/Getty Images Erik ten Hag er byrjaður að fara „út með ruslið“ ef svo má að orði komast. Það er, Manchester United er byrjað að selja leikmenn sem eiga enga framtíð fyrir sér hjá félaginu. Í dag var staðfest að brasilíski bakvörðurinn Alex Telles hefði verið seldur til Cristiano Ronaldo og félaga í Al Nassr í Sádi-Arabíu. Kaupverðið er talið nema fjórum milljónum punda eða tæpum 680 milljónum íslenskra króna. Hinn þrítugi Telles gekk í raðir Man United árið 2020 frá Porto en náði sér aldrei á strik á Englandi. Hann var lánaður til Sevilla á Spáni á síðustu leiktíð en hefur nú verið seldur til Sádi-Arabíu. Bakvörðurinn á að baki 12 A-landsleiki fyrir Brasilíu. Alex Telles has joined Al-Nassr from Man Utd pic.twitter.com/AytJWf5vVq— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 23, 2023 Miðvörðurinn Eric Bailly hefur einnig verið orðaður við Al Nassr en hann var á láni hjá Marseille í Frakklandi á síðustu leiktíð. Enski landsliðsmaðurinn Harry Maguire hefur einnig verið orðaður frá félaginu. Þá er talið að annað hvort Fred eða Scott McTominay verði seldir fyrr heldur en síðar. Áður hafði Man United selt hinn unga Charlie Savage til Reading og Zidane Iqbal til FC Utrecht. Þá hafa David De Gea, Phil Jones og Axel Tuanzebe allir yfirgefið félagið á frjálsri sölu. Þá voru lánssamningar Jack Butland, Marcel Sabitzer og Wout Weghorst ekki framlengdir. Ef allt gengur eftir má reikna með að Man United losi sig við 10 leikmenn í félagaskiptaglugga sumarsins. Að sama skapi er búist við því að liðið festi kaup á framherja í sumar eftir að hafa keypt André Onana í markið og Mason Mount á miðjuna. Varnarmaðurinn Jonny Evans skrifaði svo undir tímabundinn samning við félagið en hvort hann verði framlengdur út tímabilið er óvitað. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Sjá meira
Í dag var staðfest að brasilíski bakvörðurinn Alex Telles hefði verið seldur til Cristiano Ronaldo og félaga í Al Nassr í Sádi-Arabíu. Kaupverðið er talið nema fjórum milljónum punda eða tæpum 680 milljónum íslenskra króna. Hinn þrítugi Telles gekk í raðir Man United árið 2020 frá Porto en náði sér aldrei á strik á Englandi. Hann var lánaður til Sevilla á Spáni á síðustu leiktíð en hefur nú verið seldur til Sádi-Arabíu. Bakvörðurinn á að baki 12 A-landsleiki fyrir Brasilíu. Alex Telles has joined Al-Nassr from Man Utd pic.twitter.com/AytJWf5vVq— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 23, 2023 Miðvörðurinn Eric Bailly hefur einnig verið orðaður við Al Nassr en hann var á láni hjá Marseille í Frakklandi á síðustu leiktíð. Enski landsliðsmaðurinn Harry Maguire hefur einnig verið orðaður frá félaginu. Þá er talið að annað hvort Fred eða Scott McTominay verði seldir fyrr heldur en síðar. Áður hafði Man United selt hinn unga Charlie Savage til Reading og Zidane Iqbal til FC Utrecht. Þá hafa David De Gea, Phil Jones og Axel Tuanzebe allir yfirgefið félagið á frjálsri sölu. Þá voru lánssamningar Jack Butland, Marcel Sabitzer og Wout Weghorst ekki framlengdir. Ef allt gengur eftir má reikna með að Man United losi sig við 10 leikmenn í félagaskiptaglugga sumarsins. Að sama skapi er búist við því að liðið festi kaup á framherja í sumar eftir að hafa keypt André Onana í markið og Mason Mount á miðjuna. Varnarmaðurinn Jonny Evans skrifaði svo undir tímabundinn samning við félagið en hvort hann verði framlengdur út tímabilið er óvitað.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Sjá meira