Eftirlýstur maður með barefli, bílvelta og brennandi kofi Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. júlí 2023 06:34 Það var nóg að gera hjá lögreglunni í nótt og gistu sjö manns fangaklefa vegna ýmissa brota. Vísir/Vilhelm Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt ef marka má dagbók lögreglu. Þar segir að sjö manns hafi gist fangaklefa fyrir hin ýmsu brot. Í Hlíðahverfinu var maður handtekinn sem búið var að lýsa eftir. Hann reyndist vera vopnaður barefli og með fíkniefni í fórum sínum svo hann var vistaður í fangaklefa. Þá kom lögregla manni til bjargar sem hafði farið í sjóinn í Fossvoginum og var hann fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Maður var handtekinn og vistaður í fangaklefa vegna þjófnaðar úr verslun í hverfi 101. Í sama hverfi var óvelkomnum einstaklingi vísað á brott eftir að hafa komið sér fyrir í húsnæði. Þá féll maður á torfæruhjóli í miðborginni og slasaðist lítilsháttar en hann á von á kæru þar sem hann var heppinn að keyra ekki á gangandi vegfarendur og slasa þá. Bílvelta varð í Múlunum með ökumann og farþega innanborðs en þeir sluppu með minniháttar meiðsli. Í Laugardalnum var brotist inn í skólabyggingu og unnin skemmdaverk innandyra. Ekki er vitað hverjir voru að verki en málið er í rannsókn. Brotlegir ökumenn, líkamsárásir og brennandi kofi Ökumaður var sviptur ökuréttindum í miðbæ Hafnarfjarðar en hann gerst sekur um ítrekuð umferðarlagabrot. Það sama var uppi á teningunum í miðbæ Kópavogs nema þá var viðkomandi ökumaður réttindalaus. Í Árbænum var maður handtekinn vegna líkamsárásar og var hann vistaður í fangaklefa. Í sama hverfi kviknaði í kofa út frá einnota grilli. Lögreglumönnum tókst að slökkva eldinn með slökkvitækjum. Maður var handtekinn í Grafarvoginum eftir líkamsárás. Viðkomandi var í annarlegu ástandi og var vistaður í fangaklefa þar sem hann bíður skýrslutöku. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Sjá meira
Í Hlíðahverfinu var maður handtekinn sem búið var að lýsa eftir. Hann reyndist vera vopnaður barefli og með fíkniefni í fórum sínum svo hann var vistaður í fangaklefa. Þá kom lögregla manni til bjargar sem hafði farið í sjóinn í Fossvoginum og var hann fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Maður var handtekinn og vistaður í fangaklefa vegna þjófnaðar úr verslun í hverfi 101. Í sama hverfi var óvelkomnum einstaklingi vísað á brott eftir að hafa komið sér fyrir í húsnæði. Þá féll maður á torfæruhjóli í miðborginni og slasaðist lítilsháttar en hann á von á kæru þar sem hann var heppinn að keyra ekki á gangandi vegfarendur og slasa þá. Bílvelta varð í Múlunum með ökumann og farþega innanborðs en þeir sluppu með minniháttar meiðsli. Í Laugardalnum var brotist inn í skólabyggingu og unnin skemmdaverk innandyra. Ekki er vitað hverjir voru að verki en málið er í rannsókn. Brotlegir ökumenn, líkamsárásir og brennandi kofi Ökumaður var sviptur ökuréttindum í miðbæ Hafnarfjarðar en hann gerst sekur um ítrekuð umferðarlagabrot. Það sama var uppi á teningunum í miðbæ Kópavogs nema þá var viðkomandi ökumaður réttindalaus. Í Árbænum var maður handtekinn vegna líkamsárásar og var hann vistaður í fangaklefa. Í sama hverfi kviknaði í kofa út frá einnota grilli. Lögreglumönnum tókst að slökkva eldinn með slökkvitækjum. Maður var handtekinn í Grafarvoginum eftir líkamsárás. Viðkomandi var í annarlegu ástandi og var vistaður í fangaklefa þar sem hann bíður skýrslutöku.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Sjá meira