Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KA 3-4 | KA hafði betur í markasúpu Andri Már Eggertsson skrifar 24. júlí 2023 20:55 Bjarni Aðalsteinsson skoraði fyrstu tvö mörk KA. Vísir/Hulda Margrét KA vann botnlið Keflavíkur í stórskemmtilegum sjö marka leik. Staðan í hálfleik var 1-2 þar sem KA endaði fyrri hálfleik á að skora tvö mörk. Í síðari hálfleik komu mörkin á færibandi en mark Hallgríms sem var af dýrari gerðinni reyndist sigurmarkið og KA vann 3-4. Þegar tæplega sex mínútur voru liðnar af leiknum fengu gestirnir dauðafæri til þess að brjóta ísinn. Dusan Brkovic átti frábæra sendingu nánast frá miðju. Boltinn sveif inn í teig og á fjærstöng þar sem Sveinn Margeir Hauksson tók boltann á lofti en skotið í stöngina. Sindri Þór Guðmundsson kom Keflavík yfir á 14. mínútu. Sami Kamel tók aukaspyrnu á vinstri kantinum þar sem hann átti frábæra sendingu á fjærstöng beint á Sindra Þór sem stýrði boltanum í markið af stuttu færi og skoraði. Ekkert ósvipað færinu sem KA fékk en Keflvíkingar refsuðu. Bjarni Aðalsteinsson jafnaði leikinn á markamínútunni frægu. Hornspyrna Hallgríms endaði með því að Harley Willard tók skot sem skapaði mikinn usla og Ívar Örn náði að reka boltann á Bjarna sem skoraði af stuttu færi. Tveimur mínútum síðar átti Hallgrímur Mar aðra hornspyrnu. Mathias Brinch Rosenorn náði ekki að kýla boltanum frá og Bjarni skallaði boltann í markið. KA var því óvænt 1-2 yfir í hálfleik. KA fylgdu frábærum endi á fyrri hálfleik eftir og Elfar Árni Aðalsteinsson var nálægt því að bæta við þriðja markinu í upphafi síðari hálfleiks. Elfar kom sér í góða skotstöðu eftir sendingu frá Alex Frey. Skot Elfars fór í varnarmann en Rosenorn varði frá honum. Viktor Andri Hafþórsson skoraði annað mark Keflavíkur á 59. mínútu. Frans Elvarsson vippaði boltanum inn á teig og þar mætti Viktor Andri á fjærstöng og jafnaði leikinn. Gestirnir voru ekki lengi að svara jöfnunarmarki Keflavíkur. Gestirnir spiluðu sig afar smekklega í gegn þar sem Hallgrímur Mar átti stoðsendinguna á Svein Margeir sem slapp í gegn og renndi boltanum í markið. Mörkin komu á færibandi í síðari hálfleik og næst var komið að Keflvíkingum. Ásgeir Páll Magnússon var þar í góðu spili við Dag Inga sem lagði boltann fyrir Ásgeir sem átti hörkuskot með jörðu og Jajalo átti ekki möguleika. Hallgrímur Mar skoraði síðan flottasta mark leiksins þegar hann fékk sendingu frá Sveini Margeiri þar sem hann tók boltann í fyrsta á vítateigslínunni og boltinn í slána og inn. Af hverju vann KA? Það er komið rosalega gott hugarfar í KA-liðið. Keflavík skoraði fyrsta markið en KA svaraði með tveimur mörkum undir lok fyrri hálfleiks. Í seinni hálfleik jafnaði Keflavík tvisvar en KA svaraði alltaf með marki og vann leikinn á endanum 3-4. Hverjir stóðu upp úr? Hallgrímur Mar Steingrímsson var allt í öllu hjá KA. Bæði mörk KA í fyrri hálfleik komu eftir hornspyrnu Hallgríms. Í seinni hálfleik átti hann stoðsendinguna í marki Sveins Margeirs. Hallgrímur kórónaði síðan stórkostlegan leik með gullfallegu sigurmarki, sláin inn. Bjarni Aðalsteinsson skoraði bæði mörk KA í fyrri hálfleik. Mörkin komu bæði eftir hornspyrnu en fyrst náði hann að pota boltanum í markið af stuttu færi en það síðara var skalli eftir hornspyrnu Hallgríms. Hvað gekk illa? Keflavík fékk á sig tvö mörk úr föstum leikatriðum undir lok fyrri hálfleiks sem var ansi klaufalegt og setti heimamenn í erfiða stöðu í hálfleik. Einbeitingarleysi Keflavíkur hélt áfram í síðari hálfleik. Hallgrímur Mar skoraði sigurmark KA innan við hálfri mínútu eftir þriðja mark Keflavíkur. Sigurður Ragnar fékk beint rautt spjald þegar hann vildi hendi undir lokin. Fyrst var brotið á Degi Inga Valssyni sem var klárlega brot en hvort Keflavík hefði átt að fá vítaspyrnu skömmu seinna er vafaatriði. Hvað gerist næst? Næsti leikur KA er á fimmtudaginn í Sambandsdeildinni gegn Dundalk. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og er í Úlfarsárdalnum. Næsta mánudag mætast Keflavík og FH klukkan 19:15. Hallgrímur: Þetta voru risa úrslit Hallgrímur var sáttur með sigurinn Vísir/Hulda Margrét Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var ansi ánægður með sigurinn. „Þetta voru risa úrslit og ég hef sjaldan verið jafn stressaður á bekknum. Þetta hefði getað endað 8-8 en ég er stoltur af liðinu. Við komum á útivöll og skoruðum fjögur mörk og erum fyrsta liðið til þess að vinna Keflavík á þessu grasi,“ sagði Hallgrímur Jónasson eftir leik. Hallgrímur var ánægður með hvernig KA endaði fyrri hálfleik þar sem Bjarni Aðalsteinsson skoraði tvö mörk. „Þetta voru tvö mörk úr föstum leikatriðum. Við höfðum farið illa með færin á undan því. Við skoruðum ekki úr dauðafærum en skoruðum úr tveimur hornspyrnum sem var ljúft. Þá opnaðist leikurinn en varnarlega vorum við ekki með þá stjórn sem ég hefði viljað.“ Ívar Örn Árnason, leikmaður KA, fór meiddur af velli og Hallgrímur útilokaði ekki að hann myndi spila á fimmtudaginn. „Hann meiddist á öxl en fór ekki úr axlarlið. Ef ég þekki hann rétt þá verður hann grjótharður og við púslum honum saman fyrir fimmtudaginn,“ sagði Hallgrímur Jónasson að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Keflavík ÍF KA
KA vann botnlið Keflavíkur í stórskemmtilegum sjö marka leik. Staðan í hálfleik var 1-2 þar sem KA endaði fyrri hálfleik á að skora tvö mörk. Í síðari hálfleik komu mörkin á færibandi en mark Hallgríms sem var af dýrari gerðinni reyndist sigurmarkið og KA vann 3-4. Þegar tæplega sex mínútur voru liðnar af leiknum fengu gestirnir dauðafæri til þess að brjóta ísinn. Dusan Brkovic átti frábæra sendingu nánast frá miðju. Boltinn sveif inn í teig og á fjærstöng þar sem Sveinn Margeir Hauksson tók boltann á lofti en skotið í stöngina. Sindri Þór Guðmundsson kom Keflavík yfir á 14. mínútu. Sami Kamel tók aukaspyrnu á vinstri kantinum þar sem hann átti frábæra sendingu á fjærstöng beint á Sindra Þór sem stýrði boltanum í markið af stuttu færi og skoraði. Ekkert ósvipað færinu sem KA fékk en Keflvíkingar refsuðu. Bjarni Aðalsteinsson jafnaði leikinn á markamínútunni frægu. Hornspyrna Hallgríms endaði með því að Harley Willard tók skot sem skapaði mikinn usla og Ívar Örn náði að reka boltann á Bjarna sem skoraði af stuttu færi. Tveimur mínútum síðar átti Hallgrímur Mar aðra hornspyrnu. Mathias Brinch Rosenorn náði ekki að kýla boltanum frá og Bjarni skallaði boltann í markið. KA var því óvænt 1-2 yfir í hálfleik. KA fylgdu frábærum endi á fyrri hálfleik eftir og Elfar Árni Aðalsteinsson var nálægt því að bæta við þriðja markinu í upphafi síðari hálfleiks. Elfar kom sér í góða skotstöðu eftir sendingu frá Alex Frey. Skot Elfars fór í varnarmann en Rosenorn varði frá honum. Viktor Andri Hafþórsson skoraði annað mark Keflavíkur á 59. mínútu. Frans Elvarsson vippaði boltanum inn á teig og þar mætti Viktor Andri á fjærstöng og jafnaði leikinn. Gestirnir voru ekki lengi að svara jöfnunarmarki Keflavíkur. Gestirnir spiluðu sig afar smekklega í gegn þar sem Hallgrímur Mar átti stoðsendinguna á Svein Margeir sem slapp í gegn og renndi boltanum í markið. Mörkin komu á færibandi í síðari hálfleik og næst var komið að Keflvíkingum. Ásgeir Páll Magnússon var þar í góðu spili við Dag Inga sem lagði boltann fyrir Ásgeir sem átti hörkuskot með jörðu og Jajalo átti ekki möguleika. Hallgrímur Mar skoraði síðan flottasta mark leiksins þegar hann fékk sendingu frá Sveini Margeiri þar sem hann tók boltann í fyrsta á vítateigslínunni og boltinn í slána og inn. Af hverju vann KA? Það er komið rosalega gott hugarfar í KA-liðið. Keflavík skoraði fyrsta markið en KA svaraði með tveimur mörkum undir lok fyrri hálfleiks. Í seinni hálfleik jafnaði Keflavík tvisvar en KA svaraði alltaf með marki og vann leikinn á endanum 3-4. Hverjir stóðu upp úr? Hallgrímur Mar Steingrímsson var allt í öllu hjá KA. Bæði mörk KA í fyrri hálfleik komu eftir hornspyrnu Hallgríms. Í seinni hálfleik átti hann stoðsendinguna í marki Sveins Margeirs. Hallgrímur kórónaði síðan stórkostlegan leik með gullfallegu sigurmarki, sláin inn. Bjarni Aðalsteinsson skoraði bæði mörk KA í fyrri hálfleik. Mörkin komu bæði eftir hornspyrnu en fyrst náði hann að pota boltanum í markið af stuttu færi en það síðara var skalli eftir hornspyrnu Hallgríms. Hvað gekk illa? Keflavík fékk á sig tvö mörk úr föstum leikatriðum undir lok fyrri hálfleiks sem var ansi klaufalegt og setti heimamenn í erfiða stöðu í hálfleik. Einbeitingarleysi Keflavíkur hélt áfram í síðari hálfleik. Hallgrímur Mar skoraði sigurmark KA innan við hálfri mínútu eftir þriðja mark Keflavíkur. Sigurður Ragnar fékk beint rautt spjald þegar hann vildi hendi undir lokin. Fyrst var brotið á Degi Inga Valssyni sem var klárlega brot en hvort Keflavík hefði átt að fá vítaspyrnu skömmu seinna er vafaatriði. Hvað gerist næst? Næsti leikur KA er á fimmtudaginn í Sambandsdeildinni gegn Dundalk. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og er í Úlfarsárdalnum. Næsta mánudag mætast Keflavík og FH klukkan 19:15. Hallgrímur: Þetta voru risa úrslit Hallgrímur var sáttur með sigurinn Vísir/Hulda Margrét Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var ansi ánægður með sigurinn. „Þetta voru risa úrslit og ég hef sjaldan verið jafn stressaður á bekknum. Þetta hefði getað endað 8-8 en ég er stoltur af liðinu. Við komum á útivöll og skoruðum fjögur mörk og erum fyrsta liðið til þess að vinna Keflavík á þessu grasi,“ sagði Hallgrímur Jónasson eftir leik. Hallgrímur var ánægður með hvernig KA endaði fyrri hálfleik þar sem Bjarni Aðalsteinsson skoraði tvö mörk. „Þetta voru tvö mörk úr föstum leikatriðum. Við höfðum farið illa með færin á undan því. Við skoruðum ekki úr dauðafærum en skoruðum úr tveimur hornspyrnum sem var ljúft. Þá opnaðist leikurinn en varnarlega vorum við ekki með þá stjórn sem ég hefði viljað.“ Ívar Örn Árnason, leikmaður KA, fór meiddur af velli og Hallgrímur útilokaði ekki að hann myndi spila á fimmtudaginn. „Hann meiddist á öxl en fór ekki úr axlarlið. Ef ég þekki hann rétt þá verður hann grjótharður og við púslum honum saman fyrir fimmtudaginn,“ sagði Hallgrímur Jónasson að lokum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti