Biskup endurráðinn af undirmanni sínum án vitundar kirkjuþings Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. júlí 2023 07:42 Agnes M. Sigurðardóttir biskup mun sitja í embætti sínu til 31. október 2024. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Biskupsstofu réði yfirmann sinn, Agnesi M. Sigurðardóttur biskup, þann 1. júlí 2022 til að gegna embætti biskups tímabundið í 28 mánuði, eða til og með 31. október 2024. Morgunblaðið greindi frá þessu í morgun og segist hafa undir höndunum ráðningarsamning þess efnis sem er undirritaður af Ragnhildi Ásgeirsdóttur, framkvæmdastjóra Biskupsstofu, og Agnesi M. Sigurðardóttur biskup. Forseti kirkjuþings, Drífa Hjartardóttir, sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri undarlegt að undirmaður geti gert ráðningarsamning við yfirmann sinn eins og í þessu tilviki. Þá hafi hvorki kirkjuþing né forsætisnefnd þess vitað af samningnum. „Ég frétti af tilvist þessa samnings í síðustu viku, ég hafði ekki hugmynd um hann áður. Mér finnst það mjög undarlegt að undirmaður geti gert ráðningarsamning við yfirmann sinn. Við vorum aldrei látin vita af þessu, hvorki forsætisnefnd kirkjuþings né kirkjuþingið sjálft. Þetta kom mér mjög á óvart og er mjög sérstakt,“ sagði Drífa Hjartardóttir í viðtali við Morgunblaðið. Reglum um skipunartíma biskups breytt Agnes Sigurðardóttir var skipuð biskup af forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, frá og með 1. júlí 2012 til fimm ára og var skipunartíminn síðan framlengdur um önnur fimm ár 1. júlí 2017. Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður Gunnars Sigurjónssonar, fyrrverandi sóknarprests í Digraneskirkju sem var látinn fara úr prestakallinu í kjölfar ásakana um einelti og kynferðislega, hefur vakið athygli á skipunartíma Agnesar biskups og hæfi hennar til að taka ákvarðanir. Kirkjuþing breytti reglum um kosningu biskups í fyrra þannig að kjörtímabil hans er nú sex ár. Í erindi sem Auður sendi á forseta kirkjuþings fyrr á árinu sagði hún að það þýddi ekki að skipunartími biskups framlengdist sjálfkrafa og Agnes hefði því ekki getað tekið ákvörðun um að reka Gunnar. Með réttu hefði skipunartími biskups átt að renna út 1. júlí 2022 en nú er ljóst að skipunartími hennar rennur ekki út fyrr en 31. október 2024. Þjóðkirkjan Biskupskjör 2024 Tengdar fréttir Hæfi biskups ekki tekið til umræðu í þriðju lotu kirkjuþings Þriðja þinglota kirkjuþings 2022 til 2023 lauk á laugardag en hæfi biskups, sem hefur verið dregið í efa, var ekki til umræðu. Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings, segir málið í höndum kjörstjórnar Þjóðkirkjunnar. 13. mars 2023 06:47 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Sjá meira
Morgunblaðið greindi frá þessu í morgun og segist hafa undir höndunum ráðningarsamning þess efnis sem er undirritaður af Ragnhildi Ásgeirsdóttur, framkvæmdastjóra Biskupsstofu, og Agnesi M. Sigurðardóttur biskup. Forseti kirkjuþings, Drífa Hjartardóttir, sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri undarlegt að undirmaður geti gert ráðningarsamning við yfirmann sinn eins og í þessu tilviki. Þá hafi hvorki kirkjuþing né forsætisnefnd þess vitað af samningnum. „Ég frétti af tilvist þessa samnings í síðustu viku, ég hafði ekki hugmynd um hann áður. Mér finnst það mjög undarlegt að undirmaður geti gert ráðningarsamning við yfirmann sinn. Við vorum aldrei látin vita af þessu, hvorki forsætisnefnd kirkjuþings né kirkjuþingið sjálft. Þetta kom mér mjög á óvart og er mjög sérstakt,“ sagði Drífa Hjartardóttir í viðtali við Morgunblaðið. Reglum um skipunartíma biskups breytt Agnes Sigurðardóttir var skipuð biskup af forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, frá og með 1. júlí 2012 til fimm ára og var skipunartíminn síðan framlengdur um önnur fimm ár 1. júlí 2017. Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður Gunnars Sigurjónssonar, fyrrverandi sóknarprests í Digraneskirkju sem var látinn fara úr prestakallinu í kjölfar ásakana um einelti og kynferðislega, hefur vakið athygli á skipunartíma Agnesar biskups og hæfi hennar til að taka ákvarðanir. Kirkjuþing breytti reglum um kosningu biskups í fyrra þannig að kjörtímabil hans er nú sex ár. Í erindi sem Auður sendi á forseta kirkjuþings fyrr á árinu sagði hún að það þýddi ekki að skipunartími biskups framlengdist sjálfkrafa og Agnes hefði því ekki getað tekið ákvörðun um að reka Gunnar. Með réttu hefði skipunartími biskups átt að renna út 1. júlí 2022 en nú er ljóst að skipunartími hennar rennur ekki út fyrr en 31. október 2024.
Þjóðkirkjan Biskupskjör 2024 Tengdar fréttir Hæfi biskups ekki tekið til umræðu í þriðju lotu kirkjuþings Þriðja þinglota kirkjuþings 2022 til 2023 lauk á laugardag en hæfi biskups, sem hefur verið dregið í efa, var ekki til umræðu. Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings, segir málið í höndum kjörstjórnar Þjóðkirkjunnar. 13. mars 2023 06:47 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Sjá meira
Hæfi biskups ekki tekið til umræðu í þriðju lotu kirkjuþings Þriðja þinglota kirkjuþings 2022 til 2023 lauk á laugardag en hæfi biskups, sem hefur verið dregið í efa, var ekki til umræðu. Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings, segir málið í höndum kjörstjórnar Þjóðkirkjunnar. 13. mars 2023 06:47