Segja það taka verulega á að sía viðbjóðinn úr ChatGPT Samúel Karl Ólason skrifar 25. júlí 2023 12:31 Forsvarsmenn OpenAI hafa um árabil ráðið fólk í Afríku til að vinna við að sía úr tungumálalíkönum fyrirtækisins. AP/Richard Drew Lágt launaðir verktakar ChatGPT segja það reyna verulega á sálartetrið að sía viðbjóðinn úr tungumálalíkani spjallþjarkans ChatGPT. Starfsfólkið þarf ítrekað að lesa lýsingar á kynferðisofbeldi, barnaníð, sjálfsvíg og rasisma, svo eitthvað sé nefnt. Í stuttu og einföldu máli, þá byggir gervigreindartækni OpenAI á tungumálalíkani sem lærir af stærðarinnar textasöfnum á internetinu. Forsvarsmenn OpenAI segjast hafa ráðið fleiri en þúsund manns til að eiga í samskiptum við spjallþjarkann, svo hann læri. Þannig lærir ChatGPT að svara spurningum og með því að lesa það sem menn hafa áður skrifað. Þar sem fólk getur verið misalmennilegt þarf að sía það versta sem það lætur frá sér á netinu úr tungumálalíkani OpenAI, svo spjallþjarkinn hagi sér ekki ítrekað eins og rasisti eða annarskonar drullusokkur. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa um árabil ráðið fólk í Afríku til að vinna þessa vinnu, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Þetta fólk segir vinnuna mjög svo erfiða en hana nota starfsmenn OpenAI svo til að kenna ChatGPT hvað hann á ekki að segja. Time sagði einnig frá þessari vinnu og hversu erfið hún væri í janúar. Í frétt Wall Street Journal segir að fólkið þurfi að lesa og sía úr kerfinu texta eins og lýsingar á ofbeldi, nauðgunum, barnaníð, dýraníð og öðru. Einn viðmælandi miðilsins segir þá fjóra mánuði sem hann vann fyrir OpenAI vera einhverja þá verstu sem hann hafi upplifað. Aðrir segja vinnuna hafa komið niður á geðheilsu þeirra og samböndum við vini og fjölskyldumeðlimi. Nokkrir sögðust hafa átt við geðræn vandamál að stríða vegna vinnunnar. Vilja endurbætur Fyrr í þessum mánuði lögðu starfsmenn OpenAI í Kenía fram áskorun til þings landsins um að lög yrðu sett sem vernduðu starfsfólk sem vinni við þróun gervigreindar eins og ChatGPT. Í frétt Techcrunch segir að þessi áskorun hafi verið lögð fram eftir umfjöllun Time. Önnur fyrirtæki hafa einnig leitað til Kenía varðandi samskonar vinnu og er það vegna hás menntunarstigs og góðrar enskukunnáttu, þar sem einnig er hægt að greiða fólki lág laun vegna mikillar fátæktar. Lögmaður fólksins segir að OpenAI og fyrirtækið Sama, sem réði fólkið fyrir OpenAI, hafi notað sér fátækt fólksins og holur á lögum Kenía. Fólkið fékk á milli 1,46 dala og 3,74 dala á klukkustund. Miðað við gengið í dag samsvarar það um það bil tvö hundruð til fimm hundruð krónum. Einn af yfirmönnum OpenAI sagði í viðtali við WSJ að þessi vinna sem um ræðir væri gífurlega mikilvæg til að tryggja öryggi tungumálalíkansins og spjallþjarkans. Án hennar væru þessi kerfi ekki til. Þá sagði talsmaður fyrirtækisins að samkvæmt samningi sem gerður hefði verið við Sama ætti starfsfólkið að fá 12,5 dali á klukkustund. Sama hefur áður unnið með fyrirtækjum eins og Meta við að ráða fólk í Kenía til að vinna við eftirlit og ritstjórn á Facebook og öðrum miðlum. Mál hafa verið höfðuð gegn Sama í Kenía og þá meðal annars vegna slæmrar vinnuaðstöðu starfsfólks. Gervigreind Tækni Meta Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Í stuttu og einföldu máli, þá byggir gervigreindartækni OpenAI á tungumálalíkani sem lærir af stærðarinnar textasöfnum á internetinu. Forsvarsmenn OpenAI segjast hafa ráðið fleiri en þúsund manns til að eiga í samskiptum við spjallþjarkann, svo hann læri. Þannig lærir ChatGPT að svara spurningum og með því að lesa það sem menn hafa áður skrifað. Þar sem fólk getur verið misalmennilegt þarf að sía það versta sem það lætur frá sér á netinu úr tungumálalíkani OpenAI, svo spjallþjarkinn hagi sér ekki ítrekað eins og rasisti eða annarskonar drullusokkur. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa um árabil ráðið fólk í Afríku til að vinna þessa vinnu, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Þetta fólk segir vinnuna mjög svo erfiða en hana nota starfsmenn OpenAI svo til að kenna ChatGPT hvað hann á ekki að segja. Time sagði einnig frá þessari vinnu og hversu erfið hún væri í janúar. Í frétt Wall Street Journal segir að fólkið þurfi að lesa og sía úr kerfinu texta eins og lýsingar á ofbeldi, nauðgunum, barnaníð, dýraníð og öðru. Einn viðmælandi miðilsins segir þá fjóra mánuði sem hann vann fyrir OpenAI vera einhverja þá verstu sem hann hafi upplifað. Aðrir segja vinnuna hafa komið niður á geðheilsu þeirra og samböndum við vini og fjölskyldumeðlimi. Nokkrir sögðust hafa átt við geðræn vandamál að stríða vegna vinnunnar. Vilja endurbætur Fyrr í þessum mánuði lögðu starfsmenn OpenAI í Kenía fram áskorun til þings landsins um að lög yrðu sett sem vernduðu starfsfólk sem vinni við þróun gervigreindar eins og ChatGPT. Í frétt Techcrunch segir að þessi áskorun hafi verið lögð fram eftir umfjöllun Time. Önnur fyrirtæki hafa einnig leitað til Kenía varðandi samskonar vinnu og er það vegna hás menntunarstigs og góðrar enskukunnáttu, þar sem einnig er hægt að greiða fólki lág laun vegna mikillar fátæktar. Lögmaður fólksins segir að OpenAI og fyrirtækið Sama, sem réði fólkið fyrir OpenAI, hafi notað sér fátækt fólksins og holur á lögum Kenía. Fólkið fékk á milli 1,46 dala og 3,74 dala á klukkustund. Miðað við gengið í dag samsvarar það um það bil tvö hundruð til fimm hundruð krónum. Einn af yfirmönnum OpenAI sagði í viðtali við WSJ að þessi vinna sem um ræðir væri gífurlega mikilvæg til að tryggja öryggi tungumálalíkansins og spjallþjarkans. Án hennar væru þessi kerfi ekki til. Þá sagði talsmaður fyrirtækisins að samkvæmt samningi sem gerður hefði verið við Sama ætti starfsfólkið að fá 12,5 dali á klukkustund. Sama hefur áður unnið með fyrirtækjum eins og Meta við að ráða fólk í Kenía til að vinna við eftirlit og ritstjórn á Facebook og öðrum miðlum. Mál hafa verið höfðuð gegn Sama í Kenía og þá meðal annars vegna slæmrar vinnuaðstöðu starfsfólks.
Gervigreind Tækni Meta Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent