Eldgosið hafi komið á besta tíma 25. júlí 2023 15:07 Björn Steinbekk fékk að prófa nýja drónann á glænýju eldgosi. YouTube Síðan eldgosahrina hófst á Reykjanesskaga fyrir tveimur árum hefur Björn Steinbekk verið fastagestur á svæðinu með dróna á lofti. Segja má að gosið sem hófst í júlí hafi ekki getað komið á betri tíma fyrir Björn. „Ég er búinn að vera að nota drónann frá fyrsta degi við gosið, prufa svona hina og þessa fítusa á honum, skoða hvað er hægt að gera með hann,“ segir Björn í samtali við fréttastofu en um er að ræða nýjan dróna frá framleiðandanum DJI sem kallast Air 3. Björn segir að niðurstaðan hafi verið sú að hann ákvað að gera stuttmynd um eldgos og áhrifamátt þeirra. „Hvernig eldgos hefur áhrif á allt fólkið sem kemst í tæri við það. Svona mína sýn á þetta undur, það er grunnurinn í þessu,“ útskýrir hann. Hann merkir aukinn áhuga fólks á drónum og möguleikanum sem þeir veita. „Ég er að fá endalaust af skilaboðum og fyrirspurnum frá alls konar fólki sem er að kaupa sér dróna. Fólk sem hefur gaman af því að mynda í gönguferðum uppi á hálendi, fólk sem er á kajökum eða hjólum. Þetta er að dreifast alveg ótrúlega.“ Björn rekur þetta að hluta til þess hve áberandi drónar hafa verið á síðustu árum. „Þetta hefur alltaf orðið meira og meira áberandi og hópurinn stækkar sem sér tækifæri í þessu. Síðan verða þessi tæki alltaf meðfærilegri og þægilegri að læra á. Það er alls konar fólk, bæði ungt og eldra sem er að kaupa sér dróna í dag.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir F1: The Movie frumsýnd í Egilshöll – sjáðu myndirnar Djúsí maísstönglar frá BBQ kónginum BYKO PLÚS er nýr fríðindaklúbbur fyrir einstaklinga Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Tímamótasamningar í íslensku sjónvarpi Topp fimm tólin í verkfærakistuna Yfir 20.000 viðskiptavinir og tíföldun gengis á fimm árum Topplúgan kom á óvart á annars praktískum ferðatrukk Sjá meira
„Ég er búinn að vera að nota drónann frá fyrsta degi við gosið, prufa svona hina og þessa fítusa á honum, skoða hvað er hægt að gera með hann,“ segir Björn í samtali við fréttastofu en um er að ræða nýjan dróna frá framleiðandanum DJI sem kallast Air 3. Björn segir að niðurstaðan hafi verið sú að hann ákvað að gera stuttmynd um eldgos og áhrifamátt þeirra. „Hvernig eldgos hefur áhrif á allt fólkið sem kemst í tæri við það. Svona mína sýn á þetta undur, það er grunnurinn í þessu,“ útskýrir hann. Hann merkir aukinn áhuga fólks á drónum og möguleikanum sem þeir veita. „Ég er að fá endalaust af skilaboðum og fyrirspurnum frá alls konar fólki sem er að kaupa sér dróna. Fólk sem hefur gaman af því að mynda í gönguferðum uppi á hálendi, fólk sem er á kajökum eða hjólum. Þetta er að dreifast alveg ótrúlega.“ Björn rekur þetta að hluta til þess hve áberandi drónar hafa verið á síðustu árum. „Þetta hefur alltaf orðið meira og meira áberandi og hópurinn stækkar sem sér tækifæri í þessu. Síðan verða þessi tæki alltaf meðfærilegri og þægilegri að læra á. Það er alls konar fólk, bæði ungt og eldra sem er að kaupa sér dróna í dag.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir F1: The Movie frumsýnd í Egilshöll – sjáðu myndirnar Djúsí maísstönglar frá BBQ kónginum BYKO PLÚS er nýr fríðindaklúbbur fyrir einstaklinga Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Tímamótasamningar í íslensku sjónvarpi Topp fimm tólin í verkfærakistuna Yfir 20.000 viðskiptavinir og tíföldun gengis á fimm árum Topplúgan kom á óvart á annars praktískum ferðatrukk Sjá meira