Ekkill Maríu fær ekki að búa í Noregi Árni Sæberg skrifar 25. júlí 2023 22:50 María og Ryan vörðu jólunum saman á Íslandi árið 2021 eftir að hún veikist á leið heim til Bandaríkjanna. Úr einkasafni Ryan Toney, ekkill Maríu Guðmundsdóttur Toney, sem lést úr krabbameini í fyrra, verður senn vísað frá Noregi. Þar vildi hann búa til þess að vera nálægt fjölskyldu Maríu og vegna þess að þaðan er stutt að heimsækja leiði hennar á Íslandi. „Að flytja til baka til Bandaríkjanna væri eins og að ég hafi ekki aðeins misst konuna mína heldur fjölskyldu hennar líka,“ hefur Dagbladet eftir Ryan. Maríu Guðmundsdóttur Toney var um árabil ein fremsta skíðakona landsins og stundaði doktorsnám í Oregon í Bandaríkjunum, þar sem hún bjó ásamt eiginmanni sínum. Í lok árs 2021 veiktist hún skyndilega á leið frá Noregi til Bandaríkjanna og varði jólunum á sjúkrahúsi hérlendis. Þann 2. september síðastliðinn lést hún á sjúkrahúsi í Noregi, en þar hefur fjölskylda hennar verið búsett frá árinu 2008, eftir krabbamein sem greinst hafði í milta hennar dreifðisti í heilann. Þetta segir í umfjöllun Dagbladet. Vill vera nálægt fjölskyldu Maríu og gröf hennar Eftir andlát Maríu fékk Ryan kaldar kveðjur frá yfirvöldum í Noregi. Honum var tilkynnt að dvalarleyfi hans væri útrunnið og að honum væri skylt að yfirgefa Noreg og Schengensvæðið ekki seinnar en 26. júlí árið 2023. Þau María höfðu alltaf ætlað að flytja til Noregs eftir námið í Bandaríkjunum og þar vill Ryan búa nú þegar María er látin. „Mig langar að búa í Noregi af því að hér er fjölskylda Maríu. Hér hef ég notið yndislegs félagsskaps eftir þessar miklu hörmungar. Þar að auki er ekki eins dýrt að fljúga frá Noregi til Íslands, þar sem hún er grafin.“ Í frétt Dagbladet segir að ástæðan fyrir því hafi verið að María lifði ekki í tólf mánuði eftir að Ryan sótti um dvalarleyfi sem fjölskyldumeðlimur hennar. Þegar sótt er um dvalarleyfi á þeim grundvelli þurfi að búa í Noregi í minnst tólf mánuði áður en erlendur maki geti fengið leyfið. Hafi fengið rangar leiðbeiningar Ryan segir að hann hafi upphaflega sótt um venjulegt dvalarleyfi en hafi síðan breytt umsókninni eftir ráðleggingar lögreglu þess efnis í febrúar árið 2022. „Þeir gáfu mér vitlausar upplýsingar. Ég sótti um eftir hefðbundnu leiðinni en þeir hvöttu okkur til að breyta umsókn minni eftir að við sögðum þeim að María væri með krabbamein. Lögfræðingurinn minn segir mér að ef þeir hefðu ekki gert það hefði þetta aldrei gerst,“ er haft eftir Ryan. Hann telur að reglurnar þurfi ekki að vera svo fortakslausar sem þær virðist vera og hefur með aðstoð lögfræðings, kært ákvörðunina til útlendingastofnunar Noregs og málið hefur nú verið sent til útlendingaráðs til kærumeðferðar. Noregur Íslendingar erlendis Skíðaíþróttir Tengdar fréttir María Guðmundsdóttir Toney er látin María Guðmundsdóttir Toney, fyrrverandi landsliðskona á skíðum, er látin eftir baráttu við krabbamein. 7. september 2022 18:12 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira
„Að flytja til baka til Bandaríkjanna væri eins og að ég hafi ekki aðeins misst konuna mína heldur fjölskyldu hennar líka,“ hefur Dagbladet eftir Ryan. Maríu Guðmundsdóttur Toney var um árabil ein fremsta skíðakona landsins og stundaði doktorsnám í Oregon í Bandaríkjunum, þar sem hún bjó ásamt eiginmanni sínum. Í lok árs 2021 veiktist hún skyndilega á leið frá Noregi til Bandaríkjanna og varði jólunum á sjúkrahúsi hérlendis. Þann 2. september síðastliðinn lést hún á sjúkrahúsi í Noregi, en þar hefur fjölskylda hennar verið búsett frá árinu 2008, eftir krabbamein sem greinst hafði í milta hennar dreifðisti í heilann. Þetta segir í umfjöllun Dagbladet. Vill vera nálægt fjölskyldu Maríu og gröf hennar Eftir andlát Maríu fékk Ryan kaldar kveðjur frá yfirvöldum í Noregi. Honum var tilkynnt að dvalarleyfi hans væri útrunnið og að honum væri skylt að yfirgefa Noreg og Schengensvæðið ekki seinnar en 26. júlí árið 2023. Þau María höfðu alltaf ætlað að flytja til Noregs eftir námið í Bandaríkjunum og þar vill Ryan búa nú þegar María er látin. „Mig langar að búa í Noregi af því að hér er fjölskylda Maríu. Hér hef ég notið yndislegs félagsskaps eftir þessar miklu hörmungar. Þar að auki er ekki eins dýrt að fljúga frá Noregi til Íslands, þar sem hún er grafin.“ Í frétt Dagbladet segir að ástæðan fyrir því hafi verið að María lifði ekki í tólf mánuði eftir að Ryan sótti um dvalarleyfi sem fjölskyldumeðlimur hennar. Þegar sótt er um dvalarleyfi á þeim grundvelli þurfi að búa í Noregi í minnst tólf mánuði áður en erlendur maki geti fengið leyfið. Hafi fengið rangar leiðbeiningar Ryan segir að hann hafi upphaflega sótt um venjulegt dvalarleyfi en hafi síðan breytt umsókninni eftir ráðleggingar lögreglu þess efnis í febrúar árið 2022. „Þeir gáfu mér vitlausar upplýsingar. Ég sótti um eftir hefðbundnu leiðinni en þeir hvöttu okkur til að breyta umsókn minni eftir að við sögðum þeim að María væri með krabbamein. Lögfræðingurinn minn segir mér að ef þeir hefðu ekki gert það hefði þetta aldrei gerst,“ er haft eftir Ryan. Hann telur að reglurnar þurfi ekki að vera svo fortakslausar sem þær virðist vera og hefur með aðstoð lögfræðings, kært ákvörðunina til útlendingastofnunar Noregs og málið hefur nú verið sent til útlendingaráðs til kærumeðferðar.
Noregur Íslendingar erlendis Skíðaíþróttir Tengdar fréttir María Guðmundsdóttir Toney er látin María Guðmundsdóttir Toney, fyrrverandi landsliðskona á skíðum, er látin eftir baráttu við krabbamein. 7. september 2022 18:12 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira
María Guðmundsdóttir Toney er látin María Guðmundsdóttir Toney, fyrrverandi landsliðskona á skíðum, er látin eftir baráttu við krabbamein. 7. september 2022 18:12