Komi til þess að hægi á hringrásarkerfi Atlantshafsins verði það tímabundið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. júlí 2023 12:31 Halldór Björnsson, haf- og veðurfræðingur, segir að tímabundin hæging á hringrásarkerfi Atlantshafsins gæti haft áhrif hér á landi komi til kuldakasts. Vísir/Vilhelm Umdeilt er hvort lóðrétt hringrásarkerfi Atlantshafsins stöðvist fyrir lok aldarinnar eins og spáð er fyrir í nýrri rannsókn. Haf- og veðurfræðingur segir að komi til þess að hægi á kerfinu bendi allt til að það verði aðeins tímabundið. Fréttastofa Guardian fjallaði í gær um rannsókn, sem gerð var af sérfræðingum við Kaupmannahafnarháskóla, og sagði í umfjölluninni að Golfstraumurinn gæti stöðvast á árunum 2025 til 2095, verði kolefnisspor jarðarbúa ekki minnkað. Umfjöllunin hefur verið gagnrýnd mikið síðan hún birtist enda verið að rugla saman tveimur ólíkum hlutum: Golfstraumnum annars vegar og lóðréttri hringrás Atlantshafsins, eða AMOC, hins vegar. „AMOC er minni og það hafa lengi verið ummerki um að lóðrétta hringrásin kunni að vera óstöðug, það eru margs konar vísbendingar um það. Þessi rannsókn er um þennan lóðrétta þátt. Það er að segja, ef hann er óstöðugur, og þeir telja að svo sé, þá geti hann hreinlega hrunið á tímabilinu 2025-2095,“ segir Halldór Björnsson, haf- og veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Það er ekki verið að tala um að Golfstraumurinn sem slíkur hrynji heldur einungis þessi þáttur hans.“ Það sé verulega umdeilt meðal fræðimanna hvort AMOC sé óstöðugur eða ekki. Almennt sé þó talið að hlýnun sjávar og bráðnun Grænlandsjökuls muni leiða til þess að AMOC hægi á sér á öldinni. AMOC sé aðeins einn þeirra strauma sem flytji varma á Norðurslóðir. „Það líklegasta sem myndi gerast, allavega ef menn skoða loftslagslíkön þar sem verður svona hæging, þá kólnar oftast tímabundið á einhverju svæði á Norður-Atlantshafi en mjög algengt er að Norður-Atantshafið í heild sinni myndi hlýna. Þannig að áhrifin eru oftast nær tímabundin og ganga yfir.“ Nokkuð öruggt sé að AMOC ætti alltaf endurkomu að lokum en spurningin sé hvenær. „Fyrir okkur skiptir það máli ef það kæmi kuldakast í tengslum við þetta. Myndi það ná Íslandsströndum, sem er ekki öruggt og myndi það verða langvinnt?“ spyr Halldór. Loftslagsmál Hafið Tengdar fréttir Lykilhringrás í Atlantshafi gæti stöðvast samkvæmt nýrri rannsókn Samkvæmt nýrri rannsókn sérfræðinga við Háskólann í Kaupmannahöfn gæti lykilhringsrás sjávar í Atlantshafinu stöðvast á næstu árum, jafnvel árið 2025. Slíkar vendingar myndu leiða af sér hamfarakennd áhrif á loftslagið, þar á meðal Íslandi. Rannsóknin er afar umdeild meðal vísindamanna. 25. júlí 2023 22:42 Áhrifin á hafið eitt mesta áhyggjuefnið Súrnun sjávar og hugsanlegar breytingar á hafstraumum eru þær afleiðingar loftslagsbreytinga og losunar gróðurhúsalofttegunda sem eru eitt mesta áhyggjuefnið, að mati íslensks sérfræðings. Dökk mynd af loftslagsbreytingum í nútíð og framtíð er dregin upp í nýrri vísindaskýrslu Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 15:01 Meiri vissa um alvarlegar afleiðingar loftslagsbreytinga en lausnir mögulegar Framfarir í vísindum undanfarin ár hafa skotið enn fastari stoðum undir spár um hnattræna hlýnun og afleiðingar hennar. Meiri vissa er nú fyrir því en áður að aftakaatburðir verði tíðari og afdrifaríkari samkvæmt nýrri tímamótaskýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 08:01 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Fréttastofa Guardian fjallaði í gær um rannsókn, sem gerð var af sérfræðingum við Kaupmannahafnarháskóla, og sagði í umfjölluninni að Golfstraumurinn gæti stöðvast á árunum 2025 til 2095, verði kolefnisspor jarðarbúa ekki minnkað. Umfjöllunin hefur verið gagnrýnd mikið síðan hún birtist enda verið að rugla saman tveimur ólíkum hlutum: Golfstraumnum annars vegar og lóðréttri hringrás Atlantshafsins, eða AMOC, hins vegar. „AMOC er minni og það hafa lengi verið ummerki um að lóðrétta hringrásin kunni að vera óstöðug, það eru margs konar vísbendingar um það. Þessi rannsókn er um þennan lóðrétta þátt. Það er að segja, ef hann er óstöðugur, og þeir telja að svo sé, þá geti hann hreinlega hrunið á tímabilinu 2025-2095,“ segir Halldór Björnsson, haf- og veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Það er ekki verið að tala um að Golfstraumurinn sem slíkur hrynji heldur einungis þessi þáttur hans.“ Það sé verulega umdeilt meðal fræðimanna hvort AMOC sé óstöðugur eða ekki. Almennt sé þó talið að hlýnun sjávar og bráðnun Grænlandsjökuls muni leiða til þess að AMOC hægi á sér á öldinni. AMOC sé aðeins einn þeirra strauma sem flytji varma á Norðurslóðir. „Það líklegasta sem myndi gerast, allavega ef menn skoða loftslagslíkön þar sem verður svona hæging, þá kólnar oftast tímabundið á einhverju svæði á Norður-Atlantshafi en mjög algengt er að Norður-Atantshafið í heild sinni myndi hlýna. Þannig að áhrifin eru oftast nær tímabundin og ganga yfir.“ Nokkuð öruggt sé að AMOC ætti alltaf endurkomu að lokum en spurningin sé hvenær. „Fyrir okkur skiptir það máli ef það kæmi kuldakast í tengslum við þetta. Myndi það ná Íslandsströndum, sem er ekki öruggt og myndi það verða langvinnt?“ spyr Halldór.
Loftslagsmál Hafið Tengdar fréttir Lykilhringrás í Atlantshafi gæti stöðvast samkvæmt nýrri rannsókn Samkvæmt nýrri rannsókn sérfræðinga við Háskólann í Kaupmannahöfn gæti lykilhringsrás sjávar í Atlantshafinu stöðvast á næstu árum, jafnvel árið 2025. Slíkar vendingar myndu leiða af sér hamfarakennd áhrif á loftslagið, þar á meðal Íslandi. Rannsóknin er afar umdeild meðal vísindamanna. 25. júlí 2023 22:42 Áhrifin á hafið eitt mesta áhyggjuefnið Súrnun sjávar og hugsanlegar breytingar á hafstraumum eru þær afleiðingar loftslagsbreytinga og losunar gróðurhúsalofttegunda sem eru eitt mesta áhyggjuefnið, að mati íslensks sérfræðings. Dökk mynd af loftslagsbreytingum í nútíð og framtíð er dregin upp í nýrri vísindaskýrslu Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 15:01 Meiri vissa um alvarlegar afleiðingar loftslagsbreytinga en lausnir mögulegar Framfarir í vísindum undanfarin ár hafa skotið enn fastari stoðum undir spár um hnattræna hlýnun og afleiðingar hennar. Meiri vissa er nú fyrir því en áður að aftakaatburðir verði tíðari og afdrifaríkari samkvæmt nýrri tímamótaskýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 08:01 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Lykilhringrás í Atlantshafi gæti stöðvast samkvæmt nýrri rannsókn Samkvæmt nýrri rannsókn sérfræðinga við Háskólann í Kaupmannahöfn gæti lykilhringsrás sjávar í Atlantshafinu stöðvast á næstu árum, jafnvel árið 2025. Slíkar vendingar myndu leiða af sér hamfarakennd áhrif á loftslagið, þar á meðal Íslandi. Rannsóknin er afar umdeild meðal vísindamanna. 25. júlí 2023 22:42
Áhrifin á hafið eitt mesta áhyggjuefnið Súrnun sjávar og hugsanlegar breytingar á hafstraumum eru þær afleiðingar loftslagsbreytinga og losunar gróðurhúsalofttegunda sem eru eitt mesta áhyggjuefnið, að mati íslensks sérfræðings. Dökk mynd af loftslagsbreytingum í nútíð og framtíð er dregin upp í nýrri vísindaskýrslu Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 15:01
Meiri vissa um alvarlegar afleiðingar loftslagsbreytinga en lausnir mögulegar Framfarir í vísindum undanfarin ár hafa skotið enn fastari stoðum undir spár um hnattræna hlýnun og afleiðingar hennar. Meiri vissa er nú fyrir því en áður að aftakaatburðir verði tíðari og afdrifaríkari samkvæmt nýrri tímamótaskýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 08:01