Ragnhildur sú eina sem gat gert ráðningarsamning við Agnesi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. júlí 2023 11:33 Agnes Sigurðardóttir biskup hefur tilkynnt að hún muni láta af störfum á næsta ári. Vísir/Vilhelm Eins og stjórnsýslu þjóðkirkjunnar er háttað gat enginn annar en framkvæmdastjóri biskupsstofu gert ráðningarsamning við biskup Íslands. Biskup er starfsmaður þjóðkirkjunnar en heyrir hvorki undir kirkjuþing né rekstrarstofu þjóðkirkjunnar, sem heyrir undir kirkjuþing. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá biskupsstofu, sem er undirrituð af Pétri G. Markan biskupsritara og Einari Huga Bjarnasyni hæstaréttarlögmanni. Greint hefur verið frá því í fjölmiðlum að það hafi komið Drífu Hjartardóttur, forseta kirkjuþings, á óvart að komast að því á dögunum að Ragnhildur Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri biskupsstofu, hefði gert ráðningarsamning við Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands, til 31. október 2024. „Ég frétti af tilvist þessa samnings í síðustu viku, ég hafði ekki hugmynd um hann áður. Mér finnst það mjög undarlegt að undirmaður geti gert ráðningarsamning við yfirmann sinn. Við vorum aldrei látin vita af þessu, hvorki forsætisnefnd kirkjuþings né kirkjuþingið sjálft. Þetta kom mér mjög á óvart og er mjög sérstakt,“ sagði Drífa í viðtali við Morgunblaðið. Látið hefur verið að því liggja að biskup sé umboðslaus þar sem skipunartími hennar rann út 1. júlí 2022 en samkvæmt lögum sem tóku gildi 1. janúar 2020 var biskup ekki lengur opinber embættismaður heldur starfsmaður þjóðkirkjunnar. Í yfirlýsingu biskupsstofu er þannig bent á að í lögskýringargögnum sem fylgdu fyrrnefndu frumvarpi hafi verið tekið sérstaklega fram að því starfsfólki kirkjunnar sem skipað var tímabundið yrði boðinn ráðningarsamningur að skipunartíma loknum. „Sökum þess að biskup Íslands fellur undir þessa skilgreiningu var gerður ráðningarsamningur við biskup, líkt og við aðra í sambærilegri stöðu, eða 1. júlí 2022. Aðrir kostir voru vitaskuld ekki tækir, enda hafði kjörstjórn ekki boðað til biskupskjörs fyrir lok skipunartímans,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir að með tilliti til ofangreindra staðreynda sé engin réttaróvissa uppi um stöðu biskups, enda hafi annar biskup yfir Íslandi ekki verið kosinn. Biskup muni að öðru leyti ekki tjá sig um málið á meðan það er til meðferðar hjá úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar. Þjóðkirkjan Átök í Digraneskirkju Biskupskjör 2024 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá biskupsstofu, sem er undirrituð af Pétri G. Markan biskupsritara og Einari Huga Bjarnasyni hæstaréttarlögmanni. Greint hefur verið frá því í fjölmiðlum að það hafi komið Drífu Hjartardóttur, forseta kirkjuþings, á óvart að komast að því á dögunum að Ragnhildur Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri biskupsstofu, hefði gert ráðningarsamning við Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands, til 31. október 2024. „Ég frétti af tilvist þessa samnings í síðustu viku, ég hafði ekki hugmynd um hann áður. Mér finnst það mjög undarlegt að undirmaður geti gert ráðningarsamning við yfirmann sinn. Við vorum aldrei látin vita af þessu, hvorki forsætisnefnd kirkjuþings né kirkjuþingið sjálft. Þetta kom mér mjög á óvart og er mjög sérstakt,“ sagði Drífa í viðtali við Morgunblaðið. Látið hefur verið að því liggja að biskup sé umboðslaus þar sem skipunartími hennar rann út 1. júlí 2022 en samkvæmt lögum sem tóku gildi 1. janúar 2020 var biskup ekki lengur opinber embættismaður heldur starfsmaður þjóðkirkjunnar. Í yfirlýsingu biskupsstofu er þannig bent á að í lögskýringargögnum sem fylgdu fyrrnefndu frumvarpi hafi verið tekið sérstaklega fram að því starfsfólki kirkjunnar sem skipað var tímabundið yrði boðinn ráðningarsamningur að skipunartíma loknum. „Sökum þess að biskup Íslands fellur undir þessa skilgreiningu var gerður ráðningarsamningur við biskup, líkt og við aðra í sambærilegri stöðu, eða 1. júlí 2022. Aðrir kostir voru vitaskuld ekki tækir, enda hafði kjörstjórn ekki boðað til biskupskjörs fyrir lok skipunartímans,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir að með tilliti til ofangreindra staðreynda sé engin réttaróvissa uppi um stöðu biskups, enda hafi annar biskup yfir Íslandi ekki verið kosinn. Biskup muni að öðru leyti ekki tjá sig um málið á meðan það er til meðferðar hjá úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar.
Þjóðkirkjan Átök í Digraneskirkju Biskupskjör 2024 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira