Vilji gera allt til að hefta útbreiðslu en þeir kærðu „ekki á þeim buxunum“ Eiður Þór Árnason skrifar 26. júlí 2023 12:07 Sigurborg Daðadóttir er yfirdýralæknir Matvælastofnunar. Stöð 2/Ívar Fannar Bændur á Neðri-Núpi og Barkarstöðum í Miðfirði í Húnaþingi vestra hafa hundsað fyrirmæli um að afhenda fé sem var í snertingu við kind sem greindist með riðu, að sögn yfirdýralæknis. Álíka mál hafi ekki komið upp í áratugi og ekkert annað í stöðunni en að kæra bændurna tvo til lögreglu. Hún segir að Matvælastofnun hafi farið fram á það fyrir páska að féð yrði afhent og veitt bændunum frest út júnímánuð en þeir ekki brugðist við tilmælum. Málin tengist tilfellum riðu sem greindust í Miðfirði síðasta vor. „Þá framkvæmdum við smitrakningu og fórum að rekja hvert féð hafi verið flutt af þessum tveimur bæjum sem riða hafði verið staðfest á,“ segir Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir, í samtali við fréttastofu. Fyrst hafi riða komið upp á Bergstöðum og við skoðun hjá öðrum bændum sem fengu fé þaðan hafi kind greinst á Syðri-Urriðaá. Ekki fannst riða hjá fleiri dýrum á þeim bæ. „Við vorum að leita að öllu því fé sem hafði verið að umgangast þessa einu kind og það var á tugum bæja sem við vildum að yrði tekið úr umferð en það eru tveir sem hundsuðu þau fyrirmæli, á Neðri-Núpum og Barkarstöðum.“ Aðrir bændur hafi tekið vel í tilmælin og afhent fé sem hafi verið aflífað og fargað. Bændur á Barkarstöðum og Neðri-Núpi gáfu ekki kost á viðtali vegna málsins og hyggjast ekki tjá sig opinberlega um það að svo stöddu. Um 1.400 kindur voru aflífaðar á nágrannabæjunum Bergstöðum og Syðri-Urriðaá í tengslum við riðutilfellin í vor og einnig var skorið niður á bæjum sem keyptu fé þaðan. Bændum sem er gert að lóga kindum til að hefta útbreiðslu riðu fá greiddar bætur úr ríkissjóði. Lögreglan rannsakar málið Sigurborg segir ekkert annað í stöðunni en að kæra mál bændanna á Neðri-Núpi og Barkarstöðum til lögreglu. Lögreglan fari nú með rannsókn málsins og taki í kjölfarið ákvörðun um það hvort bændurnir verði ákærðir. „Það er það sem lög um dýrasjúkdóma gera ráð fyrir ef það er brotið gegn lögum, reglugerðum eða fyrirmælum settum á grundvelli þeirra laga.“ Engar valdheimildir séu þar veittar Matvælastofnun til að bregðast við því ef brotið er gegn dýrasjúkdómalögum. Kindur geta gengið lengi með riðuveiki án þess að hún komi fram.vísir/vilhelm Bændur vilji yfirleitt hefta útbreiðslu eins og kostur er Sigurborg segir mjög mikilvægt að verjast því að smitefnið sem valdi riðu dreifi sér. Það feli einkum í sér að taka það fé úr umferð sem hafi verið í snertingu við smitefni til að reyna að hefta útbreiðslu riðuveikinnar. Manstu eftir álíka tilfellum þar sem bændur hafa neitað að verða við þessu? „Það eru áratugir síðan, þetta var í gamla daga einhvern tímann en nei, það hefur enginn látið svona. Því almennt vilja bændur hefta útbreiðslu smits eins og kostur er en þessir eru ekki á þeim buxunum,“ segir Sigurborg. Kindur geta gengið lengi með riðuveiki án þess að hún komi fram. Smitsjúkdómurinn veldur hrörnunarskemmdum í heila og mænu dýranna en að sögn Matvælastofnunar er smitefnið hvorki baktería né veira heldur aflagað prótín. Smitefnið er talið geta lifað í umhverfi í meira en áratug og komið upp á sama bæ oftar en einu sinni. Fréttin hefur verið uppfærð. Dýr Dýraheilbrigði Riða í Miðfirði Lögreglumál Landbúnaður Húnaþing vestra Tengdar fréttir Bændur ekki á einu máli um að afhenda féð Síðustu kindurnar sem átti að skera niður í Miðfirði vegna riðusmits sem þar kom upp hafa ekki enn verið afhentar. Bændur eru ekki á einu máli og tíminn er af skornum skammti. 16. maí 2023 10:42 Bændur verði að skila af sér fé til aflífunar Eftir að riðan kom upp í Miðfjarðarhólfi voru tvær hjarðir skornar niður í sóttvarnarhólfinu, sem innihéldu um 1500 fjár samtals. Greining sýna stendur nú yfir og að sögn yfirdýralæknis gengur greiningin nokkuð vel og hann er vongóður um að það takist að stöðva útbreiðslu sjúkdómsins. 26. maí 2023 23:31 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Hún segir að Matvælastofnun hafi farið fram á það fyrir páska að féð yrði afhent og veitt bændunum frest út júnímánuð en þeir ekki brugðist við tilmælum. Málin tengist tilfellum riðu sem greindust í Miðfirði síðasta vor. „Þá framkvæmdum við smitrakningu og fórum að rekja hvert féð hafi verið flutt af þessum tveimur bæjum sem riða hafði verið staðfest á,“ segir Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir, í samtali við fréttastofu. Fyrst hafi riða komið upp á Bergstöðum og við skoðun hjá öðrum bændum sem fengu fé þaðan hafi kind greinst á Syðri-Urriðaá. Ekki fannst riða hjá fleiri dýrum á þeim bæ. „Við vorum að leita að öllu því fé sem hafði verið að umgangast þessa einu kind og það var á tugum bæja sem við vildum að yrði tekið úr umferð en það eru tveir sem hundsuðu þau fyrirmæli, á Neðri-Núpum og Barkarstöðum.“ Aðrir bændur hafi tekið vel í tilmælin og afhent fé sem hafi verið aflífað og fargað. Bændur á Barkarstöðum og Neðri-Núpi gáfu ekki kost á viðtali vegna málsins og hyggjast ekki tjá sig opinberlega um það að svo stöddu. Um 1.400 kindur voru aflífaðar á nágrannabæjunum Bergstöðum og Syðri-Urriðaá í tengslum við riðutilfellin í vor og einnig var skorið niður á bæjum sem keyptu fé þaðan. Bændum sem er gert að lóga kindum til að hefta útbreiðslu riðu fá greiddar bætur úr ríkissjóði. Lögreglan rannsakar málið Sigurborg segir ekkert annað í stöðunni en að kæra mál bændanna á Neðri-Núpi og Barkarstöðum til lögreglu. Lögreglan fari nú með rannsókn málsins og taki í kjölfarið ákvörðun um það hvort bændurnir verði ákærðir. „Það er það sem lög um dýrasjúkdóma gera ráð fyrir ef það er brotið gegn lögum, reglugerðum eða fyrirmælum settum á grundvelli þeirra laga.“ Engar valdheimildir séu þar veittar Matvælastofnun til að bregðast við því ef brotið er gegn dýrasjúkdómalögum. Kindur geta gengið lengi með riðuveiki án þess að hún komi fram.vísir/vilhelm Bændur vilji yfirleitt hefta útbreiðslu eins og kostur er Sigurborg segir mjög mikilvægt að verjast því að smitefnið sem valdi riðu dreifi sér. Það feli einkum í sér að taka það fé úr umferð sem hafi verið í snertingu við smitefni til að reyna að hefta útbreiðslu riðuveikinnar. Manstu eftir álíka tilfellum þar sem bændur hafa neitað að verða við þessu? „Það eru áratugir síðan, þetta var í gamla daga einhvern tímann en nei, það hefur enginn látið svona. Því almennt vilja bændur hefta útbreiðslu smits eins og kostur er en þessir eru ekki á þeim buxunum,“ segir Sigurborg. Kindur geta gengið lengi með riðuveiki án þess að hún komi fram. Smitsjúkdómurinn veldur hrörnunarskemmdum í heila og mænu dýranna en að sögn Matvælastofnunar er smitefnið hvorki baktería né veira heldur aflagað prótín. Smitefnið er talið geta lifað í umhverfi í meira en áratug og komið upp á sama bæ oftar en einu sinni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dýr Dýraheilbrigði Riða í Miðfirði Lögreglumál Landbúnaður Húnaþing vestra Tengdar fréttir Bændur ekki á einu máli um að afhenda féð Síðustu kindurnar sem átti að skera niður í Miðfirði vegna riðusmits sem þar kom upp hafa ekki enn verið afhentar. Bændur eru ekki á einu máli og tíminn er af skornum skammti. 16. maí 2023 10:42 Bændur verði að skila af sér fé til aflífunar Eftir að riðan kom upp í Miðfjarðarhólfi voru tvær hjarðir skornar niður í sóttvarnarhólfinu, sem innihéldu um 1500 fjár samtals. Greining sýna stendur nú yfir og að sögn yfirdýralæknis gengur greiningin nokkuð vel og hann er vongóður um að það takist að stöðva útbreiðslu sjúkdómsins. 26. maí 2023 23:31 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Bændur ekki á einu máli um að afhenda féð Síðustu kindurnar sem átti að skera niður í Miðfirði vegna riðusmits sem þar kom upp hafa ekki enn verið afhentar. Bændur eru ekki á einu máli og tíminn er af skornum skammti. 16. maí 2023 10:42
Bændur verði að skila af sér fé til aflífunar Eftir að riðan kom upp í Miðfjarðarhólfi voru tvær hjarðir skornar niður í sóttvarnarhólfinu, sem innihéldu um 1500 fjár samtals. Greining sýna stendur nú yfir og að sögn yfirdýralæknis gengur greiningin nokkuð vel og hann er vongóður um að það takist að stöðva útbreiðslu sjúkdómsins. 26. maí 2023 23:31