Spacey grét er hann var sýknaður Samúel Karl Ólason skrifar 26. júlí 2023 14:20 Kevin Spacey á leið í dómshúsið í Lundúnum í morgun. AP/Alberto Pezzali Breskir kviðdómendur hafa sýknað bandaríska leikarann Kevin Spacey af tólf ákærum um kynferðisbrot gegn fjórum breskum mönnum. Það var gert í dag eftir þriggja vikna réttarhöld í Lundúnum. Brotin sem Spacey var sakaður um áttu að hafa átt sér stað í Bretlandi milli áranna 2001 og 2013, þegar hann vann sem listrænn stjórnandi Old Vic leikhússins. Mennirnir sökuðu Spacey meðal annars um að káfað á þeim en einn þeirra sagði hann hafa kysst sig í hans óþökk. Þá sakaði einn mannanna Spacey um að hafa byrlað sér ólyfjan og nauðgað sér. Í frétt Sky News segir að Spacey hafa brostið í grát þegar hann var sýknaður en hann á afmæli í dag og er 64 ára gamall. Mennirnir báru allir vitni við réttarhöldin og það gerði Spacey einnig. Spacey sagðist ekki hafa brotið á mönnunum en viðurkenndi að hafa snert klofið á einum þeirra og sagði að það hefði verið misheppnuð tilraun til að reyna við manninn. Klippa: Kevin Spacey tjáir sig eftir sýknudóm Verjendur leikarans sökuðu mennina um lygar og sagði markmið þeirra vera að auðgast á ásökununum gegn Spacey. Saksóknarar sögðu hins vegar að Spacey voru hrotti sem tæki það sem hann vildi þegar honum sýndist. Þeir sögðu Spacey hafa notið verndar sökum þess að menn eru ólíklegir til að stíga fram og segja frá kynferðisbrotum, auk þess sem ólíklegra sé að þeim sé trúað. Þá sökuðu þeir Spacey um að hafa staðið í þeirri trú að hann nyti skjóls vegna frægðar sinnar. Sjá einnig: „Ég er mikill daðrari“ Nokkrir menn hafa sakað Spacey um kynferðisbrot á undanförnum árum í kjölfar MeToo byltingarinnar svokölluðu. Fyrsta ásökunin leit dagsins ljós árið 2017 en Spacey sagði við vitnaleiðslur að hann hefði tapað vinnutækifærum og orðspori sínu á nokkrum dögum, án þess að hann hefði fengið að svara fyrir sig. Spacey var sýknaður í New York í fyrra í máli sem leikarinn Anthony Rapp höfðaði gegn honum vegna brota sem áttu að hafa átt sér stað fyrir þremur áratugum. Mál Kevin Spacey Bretland MeToo Hollywood Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Brotin sem Spacey var sakaður um áttu að hafa átt sér stað í Bretlandi milli áranna 2001 og 2013, þegar hann vann sem listrænn stjórnandi Old Vic leikhússins. Mennirnir sökuðu Spacey meðal annars um að káfað á þeim en einn þeirra sagði hann hafa kysst sig í hans óþökk. Þá sakaði einn mannanna Spacey um að hafa byrlað sér ólyfjan og nauðgað sér. Í frétt Sky News segir að Spacey hafa brostið í grát þegar hann var sýknaður en hann á afmæli í dag og er 64 ára gamall. Mennirnir báru allir vitni við réttarhöldin og það gerði Spacey einnig. Spacey sagðist ekki hafa brotið á mönnunum en viðurkenndi að hafa snert klofið á einum þeirra og sagði að það hefði verið misheppnuð tilraun til að reyna við manninn. Klippa: Kevin Spacey tjáir sig eftir sýknudóm Verjendur leikarans sökuðu mennina um lygar og sagði markmið þeirra vera að auðgast á ásökununum gegn Spacey. Saksóknarar sögðu hins vegar að Spacey voru hrotti sem tæki það sem hann vildi þegar honum sýndist. Þeir sögðu Spacey hafa notið verndar sökum þess að menn eru ólíklegir til að stíga fram og segja frá kynferðisbrotum, auk þess sem ólíklegra sé að þeim sé trúað. Þá sökuðu þeir Spacey um að hafa staðið í þeirri trú að hann nyti skjóls vegna frægðar sinnar. Sjá einnig: „Ég er mikill daðrari“ Nokkrir menn hafa sakað Spacey um kynferðisbrot á undanförnum árum í kjölfar MeToo byltingarinnar svokölluðu. Fyrsta ásökunin leit dagsins ljós árið 2017 en Spacey sagði við vitnaleiðslur að hann hefði tapað vinnutækifærum og orðspori sínu á nokkrum dögum, án þess að hann hefði fengið að svara fyrir sig. Spacey var sýknaður í New York í fyrra í máli sem leikarinn Anthony Rapp höfðaði gegn honum vegna brota sem áttu að hafa átt sér stað fyrir þremur áratugum.
Mál Kevin Spacey Bretland MeToo Hollywood Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira