Einar Örn: Hennar framlag var að vera alltaf Sinéad O‘Connor Heimir Már Pétursson skrifar 27. júlí 2023 12:16 Einar Örn Benediktsson tónlistarmaður kynntist Sinéad O'Connor á árunum 1983-1984. Getty/Bobby Bank/Jim Dyson Einar Örn Benediktsson tónlistarmaður segir að Sinéad O'Connor verði helst minnst fyrir að hafa alltaf verið hún sjálf. Hún hafi verið á undan sinni samtíð í gagnrýni á kaþólsku kirkjuna fyrir illa meðferð á börnum og konum og verið refsað fyrir það á sínum tíma. Sinéad O'Connor fæddist í Dyflinni hinn 8. desember 1966 og lést í Lundúnum í gær 56 ára gömul. Fyrsta hljómplata hennar The Lion and the Cobra kom út árið 1987 en hún gaf út tíu hljómplötur á ferlinum. Einar Örn Benediktsson tónlistarmaður kynntist Sinéad á námsárum hans í Lundúnum 1983 til 1984, nokkru áður en hún gaf út fyrstu plötu sína. Einar Örn Benediktsson tónlistarmaður kynntist Sinéad O'Connor á námsárum hans í Lundúnum.Getty/Jim Dyson „Þá kom hún í heimsókn heim til mín þar sem við Hilmar Örn bjuggum. Hilmar Örn kom sennilega með hana heim, eða þau komu saman heim hún og sonur hennar. Hún átti þá heima þar rétt hjá. Það var bara mjög falleg viðkynning. Hefur alltaf verið mjög falleg viðkynning. Hún kom á tónleika með Sykurmolunum í New York og svo hittumst við hérna heim og fórum út að borða á Næstu grösum. Hún var alltaf bara mjög falleg,” segir Einar Örn. Það var önnur plata Sinéad O'Connors, I Do Not Want What I Have Got sem kom út árið 1990 sem skaut henni upp á stjörnuhimininn. Platan seldist í sjö milljónum eintaka en smáskífa með laginu Nothing Compares 2 U, lag eftir Prince, af þeirri plötu fór á vinsældalista um allan heim og seldist enn betur. Reif mynd af páfanum á tónleikum Þegar útgáfufyrirtæki hennar vildi laga til á henni hárið, svaraði hún þeirri kröfu með því að krúnuraka sig sem varð hennar útlit eftir það. Sinéad var alla tíð mikil baráttukona fyrir réttindum kvenna og barna og var ein af þeim fyrstu sem ögraði kaþólsku kirkjunni fyrir kúgun kvenna og kynferðisofbeldi gegn börnum. Þegar hún reif mynd af Jóhannesi Páli páfa II á tónleikum í Bandaríkjunum snérist gula pressan gegn henni og eftir það átti hún erfitt uppdráttar á stórstjörnu himninum en lét það ekki á sig fá. Sinéad ræddi augnablikið í viðtali við CNC árið 2010. Hún sagðist hafa vitað að uppátækið myndi hafa afleiðingar. Einar Örn segir hana greina skemmtilega frá þessu í ævisögu sinni sem kom út fyrir tveimur árum. „Bara stórkostleg baráttukona og stórkostleg tónlistarkona. Hefur alltaf átt smá hlut í mínum huga sem einhver af bestu söngkonum og manneskjum sem ég hef fyrir hitt,” segir Einar Örn. Sinéad O'Connor var án nokkurs vafa eini besta og merkasta sönkona sinnar samtíðar og merkilegleg baráttukona. Hér er hún á tónleikum í Danmörku árið 2013.AP/Casper Dalhoff Hún hafi verið langt á undan flestum öðrum í gagnrýni sinni á kaþólsku kirkjuna á Írlandi og víðar. „Og var síðan mikið hædd fyrir það. Og átti ekki upp á pallborðið hjá mörgum.“ Þegar hið sanna kom í ljós hafi hún fengið nokkra endurkomu. Sinéad söng meðal annars lag John Grant, Queen of Denmark, og kom fram með honum á tónleikum. Sinéad O'Connor snérist til islmastrúar árið 2018. Hér er hún á tónleikum í Budapest í Ungverjalandi árið 2019.AP/Marton Monus Einar Örn segir hana alltaf hafa verið trúa sjálfri sér og meðal annars rætt opinberlega um geðræn veikindi sín. Lögreglan í Lundúnum hefur upplýst að dauða hennar hafi ekki borið að með grunsamlegum hætti. „Ég held að hennar helsta framlag hafi alltaf verið, að vera Sinéad O'Connor,“ segir Einar Örn Benediktsson. Tónlist Írland Tengdar fréttir Sinéad O’Connor er látin Írska stórsöngkonan Sinéad O’Connor er látin, aðeins 56 ára að aldri. 26. júlí 2023 18:04 Sautján ára sonur Sinéad O’Connor fannst látinn Hinn sautján ára Shane O’Connor fannst látinn í gær en hans hafði verið saknað síðan á fimmtudag. Móðir hans, söngkonan Sinéad O’Connor, segir hann hafa fallið fyrir eigin hendi. 8. janúar 2022 14:01 Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Sinéad O'Connor fæddist í Dyflinni hinn 8. desember 1966 og lést í Lundúnum í gær 56 ára gömul. Fyrsta hljómplata hennar The Lion and the Cobra kom út árið 1987 en hún gaf út tíu hljómplötur á ferlinum. Einar Örn Benediktsson tónlistarmaður kynntist Sinéad á námsárum hans í Lundúnum 1983 til 1984, nokkru áður en hún gaf út fyrstu plötu sína. Einar Örn Benediktsson tónlistarmaður kynntist Sinéad O'Connor á námsárum hans í Lundúnum.Getty/Jim Dyson „Þá kom hún í heimsókn heim til mín þar sem við Hilmar Örn bjuggum. Hilmar Örn kom sennilega með hana heim, eða þau komu saman heim hún og sonur hennar. Hún átti þá heima þar rétt hjá. Það var bara mjög falleg viðkynning. Hefur alltaf verið mjög falleg viðkynning. Hún kom á tónleika með Sykurmolunum í New York og svo hittumst við hérna heim og fórum út að borða á Næstu grösum. Hún var alltaf bara mjög falleg,” segir Einar Örn. Það var önnur plata Sinéad O'Connors, I Do Not Want What I Have Got sem kom út árið 1990 sem skaut henni upp á stjörnuhimininn. Platan seldist í sjö milljónum eintaka en smáskífa með laginu Nothing Compares 2 U, lag eftir Prince, af þeirri plötu fór á vinsældalista um allan heim og seldist enn betur. Reif mynd af páfanum á tónleikum Þegar útgáfufyrirtæki hennar vildi laga til á henni hárið, svaraði hún þeirri kröfu með því að krúnuraka sig sem varð hennar útlit eftir það. Sinéad var alla tíð mikil baráttukona fyrir réttindum kvenna og barna og var ein af þeim fyrstu sem ögraði kaþólsku kirkjunni fyrir kúgun kvenna og kynferðisofbeldi gegn börnum. Þegar hún reif mynd af Jóhannesi Páli páfa II á tónleikum í Bandaríkjunum snérist gula pressan gegn henni og eftir það átti hún erfitt uppdráttar á stórstjörnu himninum en lét það ekki á sig fá. Sinéad ræddi augnablikið í viðtali við CNC árið 2010. Hún sagðist hafa vitað að uppátækið myndi hafa afleiðingar. Einar Örn segir hana greina skemmtilega frá þessu í ævisögu sinni sem kom út fyrir tveimur árum. „Bara stórkostleg baráttukona og stórkostleg tónlistarkona. Hefur alltaf átt smá hlut í mínum huga sem einhver af bestu söngkonum og manneskjum sem ég hef fyrir hitt,” segir Einar Örn. Sinéad O'Connor var án nokkurs vafa eini besta og merkasta sönkona sinnar samtíðar og merkilegleg baráttukona. Hér er hún á tónleikum í Danmörku árið 2013.AP/Casper Dalhoff Hún hafi verið langt á undan flestum öðrum í gagnrýni sinni á kaþólsku kirkjuna á Írlandi og víðar. „Og var síðan mikið hædd fyrir það. Og átti ekki upp á pallborðið hjá mörgum.“ Þegar hið sanna kom í ljós hafi hún fengið nokkra endurkomu. Sinéad söng meðal annars lag John Grant, Queen of Denmark, og kom fram með honum á tónleikum. Sinéad O'Connor snérist til islmastrúar árið 2018. Hér er hún á tónleikum í Budapest í Ungverjalandi árið 2019.AP/Marton Monus Einar Örn segir hana alltaf hafa verið trúa sjálfri sér og meðal annars rætt opinberlega um geðræn veikindi sín. Lögreglan í Lundúnum hefur upplýst að dauða hennar hafi ekki borið að með grunsamlegum hætti. „Ég held að hennar helsta framlag hafi alltaf verið, að vera Sinéad O'Connor,“ segir Einar Örn Benediktsson.
Tónlist Írland Tengdar fréttir Sinéad O’Connor er látin Írska stórsöngkonan Sinéad O’Connor er látin, aðeins 56 ára að aldri. 26. júlí 2023 18:04 Sautján ára sonur Sinéad O’Connor fannst látinn Hinn sautján ára Shane O’Connor fannst látinn í gær en hans hafði verið saknað síðan á fimmtudag. Móðir hans, söngkonan Sinéad O’Connor, segir hann hafa fallið fyrir eigin hendi. 8. janúar 2022 14:01 Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Sinéad O’Connor er látin Írska stórsöngkonan Sinéad O’Connor er látin, aðeins 56 ára að aldri. 26. júlí 2023 18:04
Sautján ára sonur Sinéad O’Connor fannst látinn Hinn sautján ára Shane O’Connor fannst látinn í gær en hans hafði verið saknað síðan á fimmtudag. Móðir hans, söngkonan Sinéad O’Connor, segir hann hafa fallið fyrir eigin hendi. 8. janúar 2022 14:01
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning