Fólk gæti að sér í hrinu innbrota Árni Sæberg skrifar 27. júlí 2023 21:12 Skúli Jónsson er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Innbrotahrina stendur yfir á öllu höfuðborgarsvæðinu, að sögn lögreglunnar. Algengast sé að þjófar fari inn í ólæst hús og bíla, og steli þaðan verðmætum. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hvetur fólk til þess að læsa híbýlum og ekki hika við að tilkynna grunnsamlegar mannaferðir. Greint var frá því í dag að innbrotahrina standi yfir á öllu höfuðborgarsvæðinu þessa dagana. Í tilkynningu frá lögreglu segir að sú aðferð sem sé mest áberandi nú sé að farið er inn í hús og bíla sem eru ólæstir. Lögreglan segir að það sé nánast eins og að bjóða þjófum inn. Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að innbrotsþjófarnir sem nú herja á höfuðborgarbúa séu af ýmsum toga. Oft séu einstaklingar að verki en einnig séu dæmi um það að skipulagðir glæpahópar séu á kreiki. Hann ræddi málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá segir hann að innbrotsþjófarnir séu af öllum þjóðernum. Þeir séu Íslendingar, óreglufólk í einhverjum tilvikum, erlendir ríkisborgar sem hér búa og starfa og svo þekkist þess dæmi að erlendir ríkisborgarar hafi verið teknir fyrir innbrot skömmu eftir komuna til landsins. Það hafi gerst síðast í síðustu viku. Ágætlega gengur að hafa hendur í hári þjófa Skúli segist ekki búa yfir tölum yfir hlutfall upplýstra brota en segir þó að ágætlega gangi að hafa hendur í hári innbrotsþjófa. „Til dæmis á mínu starfssvæði upplýstum við ein sjö innbrot í síðustu viku, handtókum tvo og náðum að endurheimta næstum allt þýfið. En það er allur gangur á því og auðvitað vildi maður upplýsa miklu fleiri brot,“ segir Skúli. Hann starfar á lögreglustöð tvö, sem heldur uppi lögum og reglu í Garðabæ og Hafnarfirði. Lítið sem þarf til Skúli hvetur fólk til þess að hika ekki við að hringja í Neyðarlínuna verði það vart við grunsamlegar mannaferðir eða grunur kviknar um innbrot. Oft sé lítið sem lögreglan þurfi til þess að upplýsa mál. „1-1-2, það er númerið sem fólk á að hringja í. Þá segir hann að mikilvægt sé að fólk sé með góðar læsingar á dyrum og gluggum og passi ávallt að læsa. Einnig sé sniðugt að vera með tímastýrðar lýsingu innandyra til þess að fæla frá innbrotsþjófa. Loks nefnir hann að gott sé að biðja nágranna að fylgjast með, góður granni sé gulls ígildi. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Sjá meira
Greint var frá því í dag að innbrotahrina standi yfir á öllu höfuðborgarsvæðinu þessa dagana. Í tilkynningu frá lögreglu segir að sú aðferð sem sé mest áberandi nú sé að farið er inn í hús og bíla sem eru ólæstir. Lögreglan segir að það sé nánast eins og að bjóða þjófum inn. Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að innbrotsþjófarnir sem nú herja á höfuðborgarbúa séu af ýmsum toga. Oft séu einstaklingar að verki en einnig séu dæmi um það að skipulagðir glæpahópar séu á kreiki. Hann ræddi málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá segir hann að innbrotsþjófarnir séu af öllum þjóðernum. Þeir séu Íslendingar, óreglufólk í einhverjum tilvikum, erlendir ríkisborgar sem hér búa og starfa og svo þekkist þess dæmi að erlendir ríkisborgarar hafi verið teknir fyrir innbrot skömmu eftir komuna til landsins. Það hafi gerst síðast í síðustu viku. Ágætlega gengur að hafa hendur í hári þjófa Skúli segist ekki búa yfir tölum yfir hlutfall upplýstra brota en segir þó að ágætlega gangi að hafa hendur í hári innbrotsþjófa. „Til dæmis á mínu starfssvæði upplýstum við ein sjö innbrot í síðustu viku, handtókum tvo og náðum að endurheimta næstum allt þýfið. En það er allur gangur á því og auðvitað vildi maður upplýsa miklu fleiri brot,“ segir Skúli. Hann starfar á lögreglustöð tvö, sem heldur uppi lögum og reglu í Garðabæ og Hafnarfirði. Lítið sem þarf til Skúli hvetur fólk til þess að hika ekki við að hringja í Neyðarlínuna verði það vart við grunsamlegar mannaferðir eða grunur kviknar um innbrot. Oft sé lítið sem lögreglan þurfi til þess að upplýsa mál. „1-1-2, það er númerið sem fólk á að hringja í. Þá segir hann að mikilvægt sé að fólk sé með góðar læsingar á dyrum og gluggum og passi ávallt að læsa. Einnig sé sniðugt að vera með tímastýrðar lýsingu innandyra til þess að fæla frá innbrotsþjófa. Loks nefnir hann að gott sé að biðja nágranna að fylgjast með, góður granni sé gulls ígildi.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Sjá meira