Alvarlegir öryggisveikleikar í Tetra hafi lítil áhrif hérlendis Eiður Þór Árnason skrifar 28. júlí 2023 17:27 Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Aðsend Ekki er talið að öryggisveikleikar sem fundust í Tetra talstöðvakerfinu hafi áhrif hér á landi en kerfið er notað af lögreglunni og flestum öðrum viðbragðsaðilum á Íslandi. Þetta segir framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar sem annast rekstur Tetra kerfisins. Nýverið var greint frá því að hollenska öryggisfyrirtækið Midnight Blue hafi uppgötvað fimm veikleika í kerfinu sem eru meðal annars sagðir gera óprúttnum aðilum kleift að afdulkóða samskipti, koma fyrir skilaboðum og bera kennsl á notendur. Tveir þessara veikleika hafa verið flokkaðir alvarlegir. Tetra talstöðvakerfi eru víða notuð í Evrópu af löggæslu, ríkisstofnunum og viðbragðsaðilum. „Við vitum af þessu. Þetta á aðallega við um þetta svokallaða TEA1 kerfi sem er ekki það kerfi sem er í notkun hjá okkur. Við erum að vinna á TEA2 og vitum ekki til þess að það hafi orðið neinir öryggisbrestir eða neinn grunur um að neitt slíkt hafi orðið,“ segir Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar í samtali við fréttastofu. Fylgjast vel með Jón veit ekki til þess að tölvuþrjótar hafi nýtt sér þá öryggisbresti sem fundist hafi í hinu kerfinu þrátt fyrir að sýnt hafi verið fram á fræðilegan möguleika þess. Hann segir að Neyðarlínan sé í sambandi við Motorola, söluaðila kerfisins hér á landi og fylgist vel með, bæði í gegnum samstarfsstofnanir erlendis og framleiðanda búnaðarins. „Þetta er náttúrulega aðallega kannski þeirra að bregðast við þessu. Það er ekki mikið sem notendurnir geta gert einir og sér.“ Lögreglan Fjarskipti Almannavarnir Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Nýverið var greint frá því að hollenska öryggisfyrirtækið Midnight Blue hafi uppgötvað fimm veikleika í kerfinu sem eru meðal annars sagðir gera óprúttnum aðilum kleift að afdulkóða samskipti, koma fyrir skilaboðum og bera kennsl á notendur. Tveir þessara veikleika hafa verið flokkaðir alvarlegir. Tetra talstöðvakerfi eru víða notuð í Evrópu af löggæslu, ríkisstofnunum og viðbragðsaðilum. „Við vitum af þessu. Þetta á aðallega við um þetta svokallaða TEA1 kerfi sem er ekki það kerfi sem er í notkun hjá okkur. Við erum að vinna á TEA2 og vitum ekki til þess að það hafi orðið neinir öryggisbrestir eða neinn grunur um að neitt slíkt hafi orðið,“ segir Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar í samtali við fréttastofu. Fylgjast vel með Jón veit ekki til þess að tölvuþrjótar hafi nýtt sér þá öryggisbresti sem fundist hafi í hinu kerfinu þrátt fyrir að sýnt hafi verið fram á fræðilegan möguleika þess. Hann segir að Neyðarlínan sé í sambandi við Motorola, söluaðila kerfisins hér á landi og fylgist vel með, bæði í gegnum samstarfsstofnanir erlendis og framleiðanda búnaðarins. „Þetta er náttúrulega aðallega kannski þeirra að bregðast við þessu. Það er ekki mikið sem notendurnir geta gert einir og sér.“
Lögreglan Fjarskipti Almannavarnir Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira