Áfengisneysla og „Spánarfílingur“ í flugi sé miklu minni en áður Máni Snær Þorláksson skrifar 29. júlí 2023 17:04 Auður Stefánsdóttir, flugfreyja hjá Icelandair, segir að minna sé um áfengisneyslu í flugi en áður. Grafík Flugfreyja sem starfað hefur sem slík í þrjá áratugi segir að áfengisneysla í flugi hafi minnkað til muna síðan hún hóf störf sem flugfreyja. Þá finnst henni farþegar vera orðnir kurteisari á þessum tíma. Auður Stefánsdóttir, flugfreyja hjá Icelandair, segir að áfengisneysla sé miklu minni núna heldur en hún var hér á árum áður. „Það eru alltaf einhverjir sem telja að það hjálpi þeim til að komast yfir einhvern ótta, flughræðslu eða þess háttar,“ segir Auður í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Mér finnst það hafa breyst mjög mikið að fólk er miklu minna að neyta áfengis heldur en var og minna kallað eftir því á flugi.“ Það má kannski rekja til þess að í dag er samsetning farþega alls konar. „Fólk er að fara í alls konar erindagjörðum. Sumir eru að fara vegna vinnu og aðrir í frí. Þannig þessi Spánarfílingur sem var er miklu sjaldnar í dag, að það séu allir í vélinni.“ Annað sem Auði finnst hafa breyst síðan hún hóf störf sem flugfreyja er að flug séu orðin almennari ferðamáti. „Þetta þótti svolítið spari að ferðast með flugvél, núna er þetta orðið almennara. Fólk fer oftar en einu sinni á ári jafnvel af landi brott. Maður sér að þetta er ekki eins mikil viðhöfn og var oft.“ Þá segir Auður að farþegar séu orðnir kurteisari á þessum tíma og sýni meiri tillitssemi. Fólk eigi að þola að sætinu sé hallað Auður er spurð út í það séu einhverjar óskrifaðar reglur í flugi, til að mynda er varða sætisbök og hvenær megi halla þeim niður. Auður segir að það séu reglur varðandi sætisbökin, þau þurfi að vera uppi ú flugtaki og lendingu. Utan þess sé fólki þó frjálst að halla sætinu sínu. Því er velt upp hvort það ætti að vera regla að spyrja farþegann fyrir aftan sig hvort honum sé sama um að sætinu sé hallað. „Í raun á það að vera þannig að sá sem situr fyrir aftan þig á að þola að fá sætið til sín,“ segir Auður við því. „Auðvitað getur verið að þú ert með tölvu að vinna eða með ungabarn eða akkúrat með kaffið þitt. Þá höfum við stundum þurft aðeins að grípa inn í og láta fólk vita.“ Fréttir af flugi Icelandair Ferðalög Reykjavík síðdegis Áfengi og tóbak Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Auður Stefánsdóttir, flugfreyja hjá Icelandair, segir að áfengisneysla sé miklu minni núna heldur en hún var hér á árum áður. „Það eru alltaf einhverjir sem telja að það hjálpi þeim til að komast yfir einhvern ótta, flughræðslu eða þess háttar,“ segir Auður í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Mér finnst það hafa breyst mjög mikið að fólk er miklu minna að neyta áfengis heldur en var og minna kallað eftir því á flugi.“ Það má kannski rekja til þess að í dag er samsetning farþega alls konar. „Fólk er að fara í alls konar erindagjörðum. Sumir eru að fara vegna vinnu og aðrir í frí. Þannig þessi Spánarfílingur sem var er miklu sjaldnar í dag, að það séu allir í vélinni.“ Annað sem Auði finnst hafa breyst síðan hún hóf störf sem flugfreyja er að flug séu orðin almennari ferðamáti. „Þetta þótti svolítið spari að ferðast með flugvél, núna er þetta orðið almennara. Fólk fer oftar en einu sinni á ári jafnvel af landi brott. Maður sér að þetta er ekki eins mikil viðhöfn og var oft.“ Þá segir Auður að farþegar séu orðnir kurteisari á þessum tíma og sýni meiri tillitssemi. Fólk eigi að þola að sætinu sé hallað Auður er spurð út í það séu einhverjar óskrifaðar reglur í flugi, til að mynda er varða sætisbök og hvenær megi halla þeim niður. Auður segir að það séu reglur varðandi sætisbökin, þau þurfi að vera uppi ú flugtaki og lendingu. Utan þess sé fólki þó frjálst að halla sætinu sínu. Því er velt upp hvort það ætti að vera regla að spyrja farþegann fyrir aftan sig hvort honum sé sama um að sætinu sé hallað. „Í raun á það að vera þannig að sá sem situr fyrir aftan þig á að þola að fá sætið til sín,“ segir Auður við því. „Auðvitað getur verið að þú ert með tölvu að vinna eða með ungabarn eða akkúrat með kaffið þitt. Þá höfum við stundum þurft aðeins að grípa inn í og láta fólk vita.“
Fréttir af flugi Icelandair Ferðalög Reykjavík síðdegis Áfengi og tóbak Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira