Þá tökum við stöðuna á eldgosinu við Litla-Hrút, en vísindamenn segja að nú gæti tekið að styttast í goslok. Því ætti fólk sennilega ekki að fresta því fram á haust að sjá gosið, sem gæti lokið á innan við tveimur vikum.
Við segjum frá stöðunni í Úkraínu, hitabylgju sem fer senn að enda í Bandaríkjunum og stærðarinnar gróðarstöð sem vonir standa til að rísi í Húnaþingi vestra.
Þá verða íþróttirnar á sínum stað, og við fjöllum um óvænta niðurstöðu í nágrannaslag í Bestu deild karla, og Heimsmeistaramótið í knattspyrnu.
Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar, klukkan tólf.