Vestur-Afríkuríki hóta hernaðaraðgerðum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 30. júlí 2023 22:43 Nýju herforingjastjórninni var fagnað á götum úti í Níger í dag og rússneska fánanum var veifað. Getty Þúsundir stuðningsmanna herforingjastjórnarinnar sem framdi valdarán í vestur-Afríkuríkinu Níger í síðustu viku þustu út á götur höfuðborgarinnar Niamey og fögnuðu hinni nýju stjórn. Önnur vestur-Afríkuríki undirbúa inngrip með hernaðaraðgerðum. Sjá mátti fólk veifa rússneska fánanum og heyra mátti nafn Pútíns Rússlandsforseta hrópað á götum úti, á sama tíma og ókvæðisorð voru höfð uppi um frönsk stjórnvöld, en Níger var eitt sinn frönsk nýlenda. Eldar voru kveiktir við franska sendiráðið en að endingu batt herinn enda á óeirðirnar. Leiðtogar annarra Afríkuríkja, innan Efnahagsbandalags Vestur-Afríkuríkja, hafa hótað því að grípa til hernaðaraðgerða, láti herforingjastjórnin ekki af völdum innan næstu sjö daga og afhendi forseta landsins Mohamed Bazoum völdin á ný. Leiðtogarnir héldu neyðarfund í Abuja, höfuðborg Nígeríu, í dag þar sem valdaránið var til umræðu. Í yfirlýsingu þeirra segir að valdaránið verði ekki liðið. Gripið verði til allra tiltækra aðgerða til að koma lýðræðislega kjörinni stjórn til valda á ný. „Slíkar aðgerðir innihalda valdbeitingu og hershöfðingjar landanna munu hittast við fyrsta tækifæri til að skipuleggja inngrip,“ segir í yfirlýsingu. Herforingjastjórnin hefur gefið það út að allri mótspyrnu gegn valdaráninu verði mætt af hörku. Níger Nígería Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
Sjá mátti fólk veifa rússneska fánanum og heyra mátti nafn Pútíns Rússlandsforseta hrópað á götum úti, á sama tíma og ókvæðisorð voru höfð uppi um frönsk stjórnvöld, en Níger var eitt sinn frönsk nýlenda. Eldar voru kveiktir við franska sendiráðið en að endingu batt herinn enda á óeirðirnar. Leiðtogar annarra Afríkuríkja, innan Efnahagsbandalags Vestur-Afríkuríkja, hafa hótað því að grípa til hernaðaraðgerða, láti herforingjastjórnin ekki af völdum innan næstu sjö daga og afhendi forseta landsins Mohamed Bazoum völdin á ný. Leiðtogarnir héldu neyðarfund í Abuja, höfuðborg Nígeríu, í dag þar sem valdaránið var til umræðu. Í yfirlýsingu þeirra segir að valdaránið verði ekki liðið. Gripið verði til allra tiltækra aðgerða til að koma lýðræðislega kjörinni stjórn til valda á ný. „Slíkar aðgerðir innihalda valdbeitingu og hershöfðingjar landanna munu hittast við fyrsta tækifæri til að skipuleggja inngrip,“ segir í yfirlýsingu. Herforingjastjórnin hefur gefið það út að allri mótspyrnu gegn valdaráninu verði mætt af hörku.
Níger Nígería Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira