„Stríðið færist til Rússlands“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 30. júlí 2023 23:24 Rússneskur hermaður virðir fyrir sér eyðileggingu eftir drónaárás sem Rússar saka Úkraínumenn um að hafa framið. epa Volodomír Selenskí forseti Úkraínu segir stríðið sem geisar nú í landi hans á leið „aftur til Rússlands“. Þetta sagði hann í kjölfar drónaárása sem gerðar voru í Moskvu höfuðborg Rússlands. Í myndbandsávarpi segir hann árásir á rússneskri grundu „óhjákvæmilegar, eðlilegar og algjörlega sanngjörn þróun“ á stríðinu milli landanna tveggja. Rússneska varnarmálaráðuneytið greindi frá því í dag að tekist hafi að skjóta niður þrjá úkraínska dróna. Tveir drónar hæfðu byggingar í viðskiptahverfi Moskvu, þar sem tvö ráðuneyti eru til húsa. Flugvöllurinn Vnukovo var jafnframt lokað tímabundið í öryggisskyni. Árásin átti sér stað snemma morguns en enginn lést í árásunum. Húsvörður særðist í árásinni.Getty Kveður við nýjan tón Í ávarpi sínu frá úkraínsku borginni Ivano-Frankivsk segir Selenskí að Úkraínumönnum hafi vaxið ásmegin undanfarið. „Í dag er 522. dagur svokölluðu sérstöku hernaðaraðgerða, sem rússnesk yfirvöld héldu að myndu standa yfir í nokkrar vikur,“ sagði Selenskí. „Jafnt og þétt færist stríðið til baka á yfirráðasvæði Rússlands , á táknræna staði og gegn herstöðvum.“ Ukraine's President Volodymyr Zelenskyy attends a meeting with Ireland's Prime Minister Leo Varadkar at Horodetskyi House in Kyiv, Ukraine, Wednesday July 19, 2023. (Clodagh Kilcoyne/Pool via AP) Alla jafna hafa Úkraínumenn ekki lýst ábyrgð á árásum sem þessum innan rússneskra landamæra og má því merkja ákveðna breytingu á tóni Selenskís í ávarpinu. Hann ferðast nú um landið til að hvetja þjóð sína til dáða. Í gær lýstu Rússar því yfir að þeir hefðu eyðilagt hernaðarlega mikilvæga stjórnstöð í úkraínsku borginni Dnipro. Særðust níu í eldflaugaárásum á borgina, þar af tvö börn. Úkraínumenn hafa sett aukinn þunga í árásir gegn Rússum í Sapórisíjahéraði í suðausturhluta landsins en sóknir Úkraínumanna eru taldar hafa verið mjög kostnaðarsamar. Margir hermenn eru sagðir hafa fallið en raunverulegur fjöldi liggur ekki fyrir, þar sem ráðamenn í Úkraínu eru iðulega þöglir sem gröfin um mannfall. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Úkraínumenn sagðir gefa í og sækja fram í Saporisjía Úkraínumenn eru sagðir hafa sett aukinn þunga í árásir þeirra gegn Rússum í Sapórisíjahéraði í suðausturhluta landsins. Þeir hafa einnig náð frekari árangri nærri Bakhmut í Dónetskhéraði. 27. júlí 2023 09:37 „Við munum hvorki gleyma né fyrirgefa neitt af þessu“ Rússar segjast hafa eyðilagt hernaðarlega mikilvæga stjórnstöð í úkraínsku borginni Dnipro í gær. Níu særðust í eldflaugaárásum á borgina, þar af tvö börn. Forseti Úkraínu gerir allt hvað hann getur til að hvetja þjóð sína til dáða í stríðinu. 29. júlí 2023 22:00 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Í myndbandsávarpi segir hann árásir á rússneskri grundu „óhjákvæmilegar, eðlilegar og algjörlega sanngjörn þróun“ á stríðinu milli landanna tveggja. Rússneska varnarmálaráðuneytið greindi frá því í dag að tekist hafi að skjóta niður þrjá úkraínska dróna. Tveir drónar hæfðu byggingar í viðskiptahverfi Moskvu, þar sem tvö ráðuneyti eru til húsa. Flugvöllurinn Vnukovo var jafnframt lokað tímabundið í öryggisskyni. Árásin átti sér stað snemma morguns en enginn lést í árásunum. Húsvörður særðist í árásinni.Getty Kveður við nýjan tón Í ávarpi sínu frá úkraínsku borginni Ivano-Frankivsk segir Selenskí að Úkraínumönnum hafi vaxið ásmegin undanfarið. „Í dag er 522. dagur svokölluðu sérstöku hernaðaraðgerða, sem rússnesk yfirvöld héldu að myndu standa yfir í nokkrar vikur,“ sagði Selenskí. „Jafnt og þétt færist stríðið til baka á yfirráðasvæði Rússlands , á táknræna staði og gegn herstöðvum.“ Ukraine's President Volodymyr Zelenskyy attends a meeting with Ireland's Prime Minister Leo Varadkar at Horodetskyi House in Kyiv, Ukraine, Wednesday July 19, 2023. (Clodagh Kilcoyne/Pool via AP) Alla jafna hafa Úkraínumenn ekki lýst ábyrgð á árásum sem þessum innan rússneskra landamæra og má því merkja ákveðna breytingu á tóni Selenskís í ávarpinu. Hann ferðast nú um landið til að hvetja þjóð sína til dáða. Í gær lýstu Rússar því yfir að þeir hefðu eyðilagt hernaðarlega mikilvæga stjórnstöð í úkraínsku borginni Dnipro. Særðust níu í eldflaugaárásum á borgina, þar af tvö börn. Úkraínumenn hafa sett aukinn þunga í árásir gegn Rússum í Sapórisíjahéraði í suðausturhluta landsins en sóknir Úkraínumanna eru taldar hafa verið mjög kostnaðarsamar. Margir hermenn eru sagðir hafa fallið en raunverulegur fjöldi liggur ekki fyrir, þar sem ráðamenn í Úkraínu eru iðulega þöglir sem gröfin um mannfall.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Úkraínumenn sagðir gefa í og sækja fram í Saporisjía Úkraínumenn eru sagðir hafa sett aukinn þunga í árásir þeirra gegn Rússum í Sapórisíjahéraði í suðausturhluta landsins. Þeir hafa einnig náð frekari árangri nærri Bakhmut í Dónetskhéraði. 27. júlí 2023 09:37 „Við munum hvorki gleyma né fyrirgefa neitt af þessu“ Rússar segjast hafa eyðilagt hernaðarlega mikilvæga stjórnstöð í úkraínsku borginni Dnipro í gær. Níu særðust í eldflaugaárásum á borgina, þar af tvö börn. Forseti Úkraínu gerir allt hvað hann getur til að hvetja þjóð sína til dáða í stríðinu. 29. júlí 2023 22:00 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Úkraínumenn sagðir gefa í og sækja fram í Saporisjía Úkraínumenn eru sagðir hafa sett aukinn þunga í árásir þeirra gegn Rússum í Sapórisíjahéraði í suðausturhluta landsins. Þeir hafa einnig náð frekari árangri nærri Bakhmut í Dónetskhéraði. 27. júlí 2023 09:37
„Við munum hvorki gleyma né fyrirgefa neitt af þessu“ Rússar segjast hafa eyðilagt hernaðarlega mikilvæga stjórnstöð í úkraínsku borginni Dnipro í gær. Níu særðust í eldflaugaárásum á borgina, þar af tvö börn. Forseti Úkraínu gerir allt hvað hann getur til að hvetja þjóð sína til dáða í stríðinu. 29. júlí 2023 22:00