Vitni lýsir dómsdagskenndu ástandi í kjölfar sprengingarinnar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 31. júlí 2023 16:40 Mahir segist þegar hafa verið við sjö útfarir eftir sprenginguna. AP Að minnsta kosti 45 eru látnir og fimmtán alvarlega særðir eftir sjálfsvígssprengingu á fundi Islam-flokks í bænum Khar í Pakistan í gær. Vitni lýsir ástandinu sem dómsdagskenndu. „Manneskja sem stóð við hliðina á mér lést. Önnur særðist,“ segir skipuleggjandi fundarins, Imram Mahir. Þetta var hávær sprenging. Í byrjun hélt ég að um vandamál í hljóðkerfinu ræddi. Ég er með suð í eyrunum og mér er enn þá illt í hausnum,“ segir hann í samtali við BBC. Nokkur hundruð manns höfðu safnast saman í Kahr, nálægt landamærum Pakistan og Afganistan, á fund hjá flokknum Jamiat Ulema-e-Islam-Fazl í aðdraganda kosninga, sem fyrirhugaðar eru seinna á árinu. Flokkurinn hefur áður sætt gagnrýni fyrir öfgafulla stefnu. Mahir sat uppi á sviði þegar sprengingin átti sér stað. „Ég sá þau slösuðu og þau látnu allt um kring. Þetta var mjög slæmt ástand, eins og dómsdagur væri runninn upp. Skömmu síðar var mikil skelfing meðal fólks, það var mikil óreiða, fólk hlaupandi alls staðar,“ segir hann. Sjónum beint að íslamska ríkinu Pakistönsk yfirvöld segja líklegt að tala látinna muni hækka enn meira vegna þess hve margir eru alvarlega særðir. Shehbaz Sharif, forsætisráðherra Pakistan, segir gerendur árásarinnar hryðjuverkamenn sem „hafa beint skotum sínum að þeim sem tala fyrir Íslam, Kóraninn og Pakistan“. Hann segir þá standa frammi fyrir „alvöru refsingu“. Enn hefur ekki verið staðfest hverjir liggi að baki árásinni en íslamska ríkið liggur sterklega undir grun. Það hefur þegar staðfest aðild að nokkrum árásum í Bajaur-umdæmi Pakistan og greindi nýlega frá því að skotum þeirra væri nú beint að flokknum sem um ræðir. Talíbanar í Pakistan hafa fordæmt árásina og neitað allri aðild að henni. Pakistan Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira
„Manneskja sem stóð við hliðina á mér lést. Önnur særðist,“ segir skipuleggjandi fundarins, Imram Mahir. Þetta var hávær sprenging. Í byrjun hélt ég að um vandamál í hljóðkerfinu ræddi. Ég er með suð í eyrunum og mér er enn þá illt í hausnum,“ segir hann í samtali við BBC. Nokkur hundruð manns höfðu safnast saman í Kahr, nálægt landamærum Pakistan og Afganistan, á fund hjá flokknum Jamiat Ulema-e-Islam-Fazl í aðdraganda kosninga, sem fyrirhugaðar eru seinna á árinu. Flokkurinn hefur áður sætt gagnrýni fyrir öfgafulla stefnu. Mahir sat uppi á sviði þegar sprengingin átti sér stað. „Ég sá þau slösuðu og þau látnu allt um kring. Þetta var mjög slæmt ástand, eins og dómsdagur væri runninn upp. Skömmu síðar var mikil skelfing meðal fólks, það var mikil óreiða, fólk hlaupandi alls staðar,“ segir hann. Sjónum beint að íslamska ríkinu Pakistönsk yfirvöld segja líklegt að tala látinna muni hækka enn meira vegna þess hve margir eru alvarlega særðir. Shehbaz Sharif, forsætisráðherra Pakistan, segir gerendur árásarinnar hryðjuverkamenn sem „hafa beint skotum sínum að þeim sem tala fyrir Íslam, Kóraninn og Pakistan“. Hann segir þá standa frammi fyrir „alvöru refsingu“. Enn hefur ekki verið staðfest hverjir liggi að baki árásinni en íslamska ríkið liggur sterklega undir grun. Það hefur þegar staðfest aðild að nokkrum árásum í Bajaur-umdæmi Pakistan og greindi nýlega frá því að skotum þeirra væri nú beint að flokknum sem um ræðir. Talíbanar í Pakistan hafa fordæmt árásina og neitað allri aðild að henni.
Pakistan Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira