Herforingjastjórnir Vestur-Afríku snúa bökum saman Samúel Karl Ólason skrifar 1. ágúst 2023 13:26 Frá mótmælum í Níger en þau hafa að miklu leyti snúist um Frakkland. AP/Sam Mednick Herforingjastjórnirnar í Búrkína Fasó og Malí hafa varað við því að grípi nágrannaríki Níger til hernaðaraðgerða vegna valdaránsins þar, sé það í raun stríðsyfirlýsing. Búrkína Fasó og Malí muni koma herforingjastjórninni í Níger til aðstoðar. Yfirvöld í Frakklandi hafa ákveðið að flytja franska borgara og aðra Evrópubúa frá Níger. Áætlað er að nokkur hundruð Frakkar séu í landinu en það var áður frönsk nýlenda og Frakkar hafa aðstoðað yfirvöld gegn vígahópum sem eru nokkuð umsvifamiklir á Sahel-svæðinu svokallaða. France24 hefur eftir utanríkisráðherra Frakklands að samkomulag sé til staðar um að flytja franska borgara á brott. Yfirvöld í Þýskalandi hafa ráðlagt Þjóðverjum að flýja einnig. Herforingjar nígerska hersins fangelsuðu í síðustu viku Mohamed Bazoum, forseta landsins, og tóku völd. Leiðtogar annarra Afríkuríkja, innan Efnahagsbandalags Vestur-Afríkuríkja, sögðu um helgina að herstjórnin í Níger hefði viku til að gefa Bazoum völd aftur, annars kæmu hernaðaraðgerðir til greina. Er þar helst um Nígeríu, Fílabeinsströndina og Benín að ræða. Sjá einnig: Vestur-Afríkuríki hóta hernaðaraðgerðum Það eru herforingjar Búrkína Fasó og Malí ósáttir við og hóta þeir nú að koma herforingjum Níger til aðstoðar verði gripið til hernaðaraðgerða gegn þeim. Herforingjastjórnir ríkjanna fordæmdu einnig viðskiptaþvinganir sem önnur Vestur-Afríkuríki hafa beitt Níger. Sahel-svæðið er þurrt svæði suður af Sahara-eyðimörkinni og nær yfir þvera Afríku. Frakkar hafa verið með hersveitir í vesturhluta Sahel-svæðisins svokallaða frá 2013 en vígamönnum á vegum Al-Qaeda og Íslamska ríkisins hefur vaxið mikið ásmegin þar. Þúsundir hafa látið lífið í átökum á svæðinu og milljónir hafa þurft að flýja heimili sín vegna átaka. Sjá einnig: Felldu leiðtoga ISIS í Sahel Franskir hermenn hafa þurft að yfirgefa bæði Búrkína Fasó og Malí á undanförnum árum, eftir valdaránin þar, en hafa áfram haldið til í Níger. Í bæði Búrkína Fasó og Malí sögðust herforingjar hafa tekið völdin vegna þess að þeir gætu barist betur gegn vígahópum á svæðinu. Sjá einnig: Reka sendiherra Frakklands úr landi og líta til Rússlands Tæplega 25 milljónir manna búa í Níger en þar er mikil fátækt. Yfirvöld í Níger hafa lengi reitt sig á fjárhagsaðstoð frá Bandaríkjunum, Frakklandi og öðrum ríkjum en sú aðstoð er í hættu. Bandaríkjamenn segja að gangi valdaránið upp verði tekið til skoðunar að hætta aðstoðinni. Lýðræði sé skilyrði fyrir henni. Níger Búrkína Fasó Malí Frakkland Tengdar fréttir Lýsir sig leiðtoga eftir valdarán Hershöfðinginn Abdourahmane Tchiani hefur lýst því yfir að hann fari nú með völdin í vesturafríkuríkinu Níger. Tchiani leiddi valdarán gegn ríkisstjórn landsins og tókst að steypa henni af stóli fyrir tveimur sólarhringum síðan, með liðsinni öryggisvarða forsetans sem eru undir hans stjórn. 28. júlí 2023 17:23 Herinn í Níger segist hafa tekið völdin Hópur hermanna í Níger tilkynnti í nótt að herinn væri búin að steypa ríkisstjórn landsins af stóli og hefði hrifsað til sín völdin í vestur-afríska landinu. Einnig greind hópurinn frá því að forseti Níger, Mohamed Bazoum, væri í haldi þeirra. 27. júlí 2023 07:07 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Yfirvöld í Frakklandi hafa ákveðið að flytja franska borgara og aðra Evrópubúa frá Níger. Áætlað er að nokkur hundruð Frakkar séu í landinu en það var áður frönsk nýlenda og Frakkar hafa aðstoðað yfirvöld gegn vígahópum sem eru nokkuð umsvifamiklir á Sahel-svæðinu svokallaða. France24 hefur eftir utanríkisráðherra Frakklands að samkomulag sé til staðar um að flytja franska borgara á brott. Yfirvöld í Þýskalandi hafa ráðlagt Þjóðverjum að flýja einnig. Herforingjar nígerska hersins fangelsuðu í síðustu viku Mohamed Bazoum, forseta landsins, og tóku völd. Leiðtogar annarra Afríkuríkja, innan Efnahagsbandalags Vestur-Afríkuríkja, sögðu um helgina að herstjórnin í Níger hefði viku til að gefa Bazoum völd aftur, annars kæmu hernaðaraðgerðir til greina. Er þar helst um Nígeríu, Fílabeinsströndina og Benín að ræða. Sjá einnig: Vestur-Afríkuríki hóta hernaðaraðgerðum Það eru herforingjar Búrkína Fasó og Malí ósáttir við og hóta þeir nú að koma herforingjum Níger til aðstoðar verði gripið til hernaðaraðgerða gegn þeim. Herforingjastjórnir ríkjanna fordæmdu einnig viðskiptaþvinganir sem önnur Vestur-Afríkuríki hafa beitt Níger. Sahel-svæðið er þurrt svæði suður af Sahara-eyðimörkinni og nær yfir þvera Afríku. Frakkar hafa verið með hersveitir í vesturhluta Sahel-svæðisins svokallaða frá 2013 en vígamönnum á vegum Al-Qaeda og Íslamska ríkisins hefur vaxið mikið ásmegin þar. Þúsundir hafa látið lífið í átökum á svæðinu og milljónir hafa þurft að flýja heimili sín vegna átaka. Sjá einnig: Felldu leiðtoga ISIS í Sahel Franskir hermenn hafa þurft að yfirgefa bæði Búrkína Fasó og Malí á undanförnum árum, eftir valdaránin þar, en hafa áfram haldið til í Níger. Í bæði Búrkína Fasó og Malí sögðust herforingjar hafa tekið völdin vegna þess að þeir gætu barist betur gegn vígahópum á svæðinu. Sjá einnig: Reka sendiherra Frakklands úr landi og líta til Rússlands Tæplega 25 milljónir manna búa í Níger en þar er mikil fátækt. Yfirvöld í Níger hafa lengi reitt sig á fjárhagsaðstoð frá Bandaríkjunum, Frakklandi og öðrum ríkjum en sú aðstoð er í hættu. Bandaríkjamenn segja að gangi valdaránið upp verði tekið til skoðunar að hætta aðstoðinni. Lýðræði sé skilyrði fyrir henni.
Níger Búrkína Fasó Malí Frakkland Tengdar fréttir Lýsir sig leiðtoga eftir valdarán Hershöfðinginn Abdourahmane Tchiani hefur lýst því yfir að hann fari nú með völdin í vesturafríkuríkinu Níger. Tchiani leiddi valdarán gegn ríkisstjórn landsins og tókst að steypa henni af stóli fyrir tveimur sólarhringum síðan, með liðsinni öryggisvarða forsetans sem eru undir hans stjórn. 28. júlí 2023 17:23 Herinn í Níger segist hafa tekið völdin Hópur hermanna í Níger tilkynnti í nótt að herinn væri búin að steypa ríkisstjórn landsins af stóli og hefði hrifsað til sín völdin í vestur-afríska landinu. Einnig greind hópurinn frá því að forseti Níger, Mohamed Bazoum, væri í haldi þeirra. 27. júlí 2023 07:07 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Lýsir sig leiðtoga eftir valdarán Hershöfðinginn Abdourahmane Tchiani hefur lýst því yfir að hann fari nú með völdin í vesturafríkuríkinu Níger. Tchiani leiddi valdarán gegn ríkisstjórn landsins og tókst að steypa henni af stóli fyrir tveimur sólarhringum síðan, með liðsinni öryggisvarða forsetans sem eru undir hans stjórn. 28. júlí 2023 17:23
Herinn í Níger segist hafa tekið völdin Hópur hermanna í Níger tilkynnti í nótt að herinn væri búin að steypa ríkisstjórn landsins af stóli og hefði hrifsað til sín völdin í vestur-afríska landinu. Einnig greind hópurinn frá því að forseti Níger, Mohamed Bazoum, væri í haldi þeirra. 27. júlí 2023 07:07
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent