Ótækt að þyrlurnar séu nánast komnar ofan í kaffibolla íbúa Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. ágúst 2023 21:55 Birgir Ómar Haraldsson, framkvæmdastjóri Norðurflugs, tekur vel í hugmyndir um að finna útsýnisflugi þyrlna nýtt heimili. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Norðurflugs segir að sér lítist ekki illa á að flytja starfsemi fyrirtækisins á Hólmsheiði. Skiljanlegt sé að íbúar séu þreyttir á hávaðamengun af völdum þyrluumferðar en fyrirtækið lúti núverandi flugferlum og ráði ekki flugleiðum inn á og út af Reykjavíkurflugvelli. „Okkur finnst ekkert að því að skoða það. Við erum opnir fyrir öllum möguleikum,“ segir Birgir Ómar Haraldsson, framkvæmdastjóri Norðurflugs, spurður að því hvernig honum líst á hugmyndir Dags B. Eggertssonar um að finna þyrlum heimili á Hólmsheiði. Rætt var við Birgi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni. Ráða ekki að og fráflugsstefnu Birgir segir að fyrsta skrefið gæti verið að reyna að finna nýja aðflugs og fráflugsferla sem hentað geti þyrlum á Reykjavíkurflugvelli. Það gæti minnkað hávaða af völdum þyrluumferðarinnar umtalsvert. „Og ef þú vilt taka flugvöllinn alveg út í öðru skrefi þá ferðu með fyrirtæki eins og okkar eitthvað hérna út fyrir bæjarmörkin,“ segir Birgir. Það sé á herðum Samgöngustofu og Isavia að sinna flugferlum á meðan Norðurflug lúti reglugerðum af þeirra hálfu. „Að sjálfsögðu heyrum við þessar gagnrýnisraddir og okkur þykir þetta bara leiðinlegt. Við getum voða lítið gert í þessu. Við ráðum ekki að og fráflugsstefnu eða aðflugi inn á Reykjavíkurflugvöll og erum háðir reglugerðarumhverfi sem við getum ekki breytt,“ segir Birgir í Reykjavík síðdegis. Hann segir að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi ekki skoðað það af dýpt ennþá hvaða áhrif það hefði á reksturinn að færa það á Hólmsheiði. Ljóst sé að það muni hafa bæði neikvæð og jákvæð áhrif. „Þannig að við ætlum allavega ekkert að horfa á neikvæðu hlutina strax, við ætlum bara að sjá heildarmyndina þegar að því kemur,“ segir Birgir. Það sé þó flókið að útfæra það. „En það er náttúrulega ótækt þegar aðilar koma og kvarta undan því að þyrlurnar séu nánast komnar ofan í kaffibollann, þá er þetta orðið alvarlegt mál.“ Fréttir af flugi Reykjavík síðdegis Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Tengdar fréttir „Öllum að verða ljóst að þetta getur ekki verið svona“ Verið er að skoða að koma upp aðstöðu fyrir þyrluflug á Hólmsheiði. Borgarstjóri segir það sárgrætilegt að tíu ára gamalt samkomulag ríkisins og ISAVIA um nýjan flugvöll hafi aldrei verið efnt. Með þeim velli hefði verið hægt að koma í veg fyrir hávaðamengun vegna þyrluflugs. 1. ágúst 2023 11:54 Brýnt að finna þyrluflugi í Reykjavík nýjan stað Borgarstjóri segir brýnt að finna útsýnisflugi þyrlna nýjan stað og tryggja að flugleiðir í lágflugi séu almennt ekki yfir íbúabyggð. Borgaryfirvöld skoði nú Hólmsheiði sem mögulegan kost sem nýst gæti til útsýnisflugs, bæði tímabundið og til frambúðar. Stjórnir sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki rætt málið á sínum vettvangi. 1. ágúst 2023 06:46 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Sjá meira
„Okkur finnst ekkert að því að skoða það. Við erum opnir fyrir öllum möguleikum,“ segir Birgir Ómar Haraldsson, framkvæmdastjóri Norðurflugs, spurður að því hvernig honum líst á hugmyndir Dags B. Eggertssonar um að finna þyrlum heimili á Hólmsheiði. Rætt var við Birgi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni. Ráða ekki að og fráflugsstefnu Birgir segir að fyrsta skrefið gæti verið að reyna að finna nýja aðflugs og fráflugsferla sem hentað geti þyrlum á Reykjavíkurflugvelli. Það gæti minnkað hávaða af völdum þyrluumferðarinnar umtalsvert. „Og ef þú vilt taka flugvöllinn alveg út í öðru skrefi þá ferðu með fyrirtæki eins og okkar eitthvað hérna út fyrir bæjarmörkin,“ segir Birgir. Það sé á herðum Samgöngustofu og Isavia að sinna flugferlum á meðan Norðurflug lúti reglugerðum af þeirra hálfu. „Að sjálfsögðu heyrum við þessar gagnrýnisraddir og okkur þykir þetta bara leiðinlegt. Við getum voða lítið gert í þessu. Við ráðum ekki að og fráflugsstefnu eða aðflugi inn á Reykjavíkurflugvöll og erum háðir reglugerðarumhverfi sem við getum ekki breytt,“ segir Birgir í Reykjavík síðdegis. Hann segir að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi ekki skoðað það af dýpt ennþá hvaða áhrif það hefði á reksturinn að færa það á Hólmsheiði. Ljóst sé að það muni hafa bæði neikvæð og jákvæð áhrif. „Þannig að við ætlum allavega ekkert að horfa á neikvæðu hlutina strax, við ætlum bara að sjá heildarmyndina þegar að því kemur,“ segir Birgir. Það sé þó flókið að útfæra það. „En það er náttúrulega ótækt þegar aðilar koma og kvarta undan því að þyrlurnar séu nánast komnar ofan í kaffibollann, þá er þetta orðið alvarlegt mál.“
Fréttir af flugi Reykjavík síðdegis Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Tengdar fréttir „Öllum að verða ljóst að þetta getur ekki verið svona“ Verið er að skoða að koma upp aðstöðu fyrir þyrluflug á Hólmsheiði. Borgarstjóri segir það sárgrætilegt að tíu ára gamalt samkomulag ríkisins og ISAVIA um nýjan flugvöll hafi aldrei verið efnt. Með þeim velli hefði verið hægt að koma í veg fyrir hávaðamengun vegna þyrluflugs. 1. ágúst 2023 11:54 Brýnt að finna þyrluflugi í Reykjavík nýjan stað Borgarstjóri segir brýnt að finna útsýnisflugi þyrlna nýjan stað og tryggja að flugleiðir í lágflugi séu almennt ekki yfir íbúabyggð. Borgaryfirvöld skoði nú Hólmsheiði sem mögulegan kost sem nýst gæti til útsýnisflugs, bæði tímabundið og til frambúðar. Stjórnir sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki rætt málið á sínum vettvangi. 1. ágúst 2023 06:46 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Sjá meira
„Öllum að verða ljóst að þetta getur ekki verið svona“ Verið er að skoða að koma upp aðstöðu fyrir þyrluflug á Hólmsheiði. Borgarstjóri segir það sárgrætilegt að tíu ára gamalt samkomulag ríkisins og ISAVIA um nýjan flugvöll hafi aldrei verið efnt. Með þeim velli hefði verið hægt að koma í veg fyrir hávaðamengun vegna þyrluflugs. 1. ágúst 2023 11:54
Brýnt að finna þyrluflugi í Reykjavík nýjan stað Borgarstjóri segir brýnt að finna útsýnisflugi þyrlna nýjan stað og tryggja að flugleiðir í lágflugi séu almennt ekki yfir íbúabyggð. Borgaryfirvöld skoði nú Hólmsheiði sem mögulegan kost sem nýst gæti til útsýnisflugs, bæði tímabundið og til frambúðar. Stjórnir sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki rætt málið á sínum vettvangi. 1. ágúst 2023 06:46