Klæmint um tímann hjá Blikum: Upp og niður en á góðum stað núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2023 12:31 Klæmint Andrason Olsen hefur skorað níu mörk í öllum keppnum með Blikum á tímabilinu. @breidablik_fotbolti Færeyski framherjinn Klæmint Andrason Olsen hefur upplifað margt á sínu fyrsta tímabili með Breiðabliki, allt frá því að komast ekki í leikmannahópinn í það að tryggja liðinu sigur á lokasekúndunum. Klæmint er nú kominn með Blikaliðinu til Kaupmannahafnar þar sem í kvöld fer fram seinni leikurinn á móti FC Kaupmannahöfn í annarri umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Breiðablik tapaði fyrri leiknum 2-0 á heimavelli og því er á brattann að sækja á Parken í kvöld. Klæmint var tekinn í viðtal á Parken fyrir Instagram síðu Breiðabliks. Hann var þar fyrst spurður um það hvernig tíminn hjá Breiðabliki hafi verið. „Þetta hefur verið gott yfir það heila. Auðvitað hefur þetta verið upp og niður en ég er á góðum stað núna,“ sagði Klæmint Andrason Olsen. Hann hefur skorað 9 mörk í 21 leik í öllum keppnum í sumar þar af eitt mark í Evrópukeppninni. „Ég hef spilað áður á Parken með landsliðinu á móti Dönum árið 2021. Við töpuðum 3-1 en ég skoraði markið okkar,“ sagði Klæmint. En hverjir eru möguleikarnir hjá Breiðabliki að koma til baka og slá FCK út. „Ég hef góða tilfinningu fyrir þessum leik og ég held að við getum gert góða hluti í honum. Við höfum enn trú á því að við getum komist áfram,“ sagði Klæmint. Spyrillinn segir að Klæmint sé orðinn uppáhaldsleikmaður liðsins hjá mörgum Blikum og vildi fá að vita meira um hvernig tilfinningin væri að spila fyrir Breiðablik. „Það hefur verið góð tilfinning að spila fyrir Breiðablik þökk sé öllum í félaginu, leikmönnunum, starfsmönnunum og öllu góða fólkinu í kringum klúbbinn. Það er mjög gott fólk í félaginu og það er það mikilvægasta fyrir mig,“ sagði Klæmint. Það má sjá spjallið hér fyrir neðan. Seinni leikur FCK og Breiðabliks hefst klukkan 18.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport . Útsendingin hefst klukkan 17.50. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Breiðabliks (@breidablik_fotbolti) Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Sjá meira
Klæmint er nú kominn með Blikaliðinu til Kaupmannahafnar þar sem í kvöld fer fram seinni leikurinn á móti FC Kaupmannahöfn í annarri umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Breiðablik tapaði fyrri leiknum 2-0 á heimavelli og því er á brattann að sækja á Parken í kvöld. Klæmint var tekinn í viðtal á Parken fyrir Instagram síðu Breiðabliks. Hann var þar fyrst spurður um það hvernig tíminn hjá Breiðabliki hafi verið. „Þetta hefur verið gott yfir það heila. Auðvitað hefur þetta verið upp og niður en ég er á góðum stað núna,“ sagði Klæmint Andrason Olsen. Hann hefur skorað 9 mörk í 21 leik í öllum keppnum í sumar þar af eitt mark í Evrópukeppninni. „Ég hef spilað áður á Parken með landsliðinu á móti Dönum árið 2021. Við töpuðum 3-1 en ég skoraði markið okkar,“ sagði Klæmint. En hverjir eru möguleikarnir hjá Breiðabliki að koma til baka og slá FCK út. „Ég hef góða tilfinningu fyrir þessum leik og ég held að við getum gert góða hluti í honum. Við höfum enn trú á því að við getum komist áfram,“ sagði Klæmint. Spyrillinn segir að Klæmint sé orðinn uppáhaldsleikmaður liðsins hjá mörgum Blikum og vildi fá að vita meira um hvernig tilfinningin væri að spila fyrir Breiðablik. „Það hefur verið góð tilfinning að spila fyrir Breiðablik þökk sé öllum í félaginu, leikmönnunum, starfsmönnunum og öllu góða fólkinu í kringum klúbbinn. Það er mjög gott fólk í félaginu og það er það mikilvægasta fyrir mig,“ sagði Klæmint. Það má sjá spjallið hér fyrir neðan. Seinni leikur FCK og Breiðabliks hefst klukkan 18.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport . Útsendingin hefst klukkan 17.50. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Breiðabliks (@breidablik_fotbolti)
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Sjá meira