Oliver: Væri ekkert eðlilega gaman að heyra Parken þagna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2023 14:16 Oliver Sigurjónsson fer framhjá Ísaki Bergmann Jóhannessyni í fyrri leiknum. Vísir/Hulda Margrét Oliver Sigurjónsson og félagar í Breiðabliki vita að þeir þurfa algjöran stórleik til að slá út FC Kaupmannahöfn út úr Meistaradeildinni í kvöld. FCK vann fyrri leikinn með tveimur mörkum í Kópavogi og eru því í góðum málum en Blikarnir ætla að stríða þeim í kvöld og fyrsta markið í leiknum gæti breytt miklu. Oliver fór yfir leikinn og væntanlegt kvöld á Parken í viðtali á Instagram síðu Breiðabliks. Rosaleg mannvirki „Það er frábær tilfinning að vera kominn hingað á Parken. Þetta er rosalegt mannvirki og vonandi verða bara margir áhorfendur og að þetta verði skemmtileg upplifun fyrir alla Blika. Þá sem eru inn á vellinum og líka þá upp í stúku,“ sagði Oliver Sigurjónsson. Það eru á milli þrjú til fjögur hundruð Blikar væntanlegir á leikinn í kvöld. „Þeir segja að þetta verði á bilinu tuttugu til þrjátíu þúsund manns sem mæti á leikinn í heildina og ég veit ekki betur en þetta sé einn fjölmennastir leikur sem Blikastuðningsmenn í útlöndum hafa mætt á,“ sagði Oliver. Byrja á því að skora fyrsta markið „Ég vona að við getum öll upplifað þetta, inn á vellinum og upp í stúku. Þessi gífurlegu læti sem er búist við. Svo vonandi getum við byrjað á því að skora fyrsta markið,“ sagði Oliver. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Breiðabliks (@breidablik_fotbolti) „Það væri ekkert eðlilega gaman að heyra völlinn þagna og heyra svo nokkra stráka fagna á vellinum ásamt þrjú til fjögur hundruð stuðningsmönnum fagnandi í stúkunni,“ sagði Oliver en hversu skemmtilegt er þetta Evrópuævintýri? „Þetta er eitthvað sem maður vill gera og eitthvað sem maður er að æfa sig fyrir. Maður hefur lagt upp með það frá því að maður var lítill að geta upplifað eitthvað svona. Það gerir mann stoltan og glaðan að geta gert það með Breiðabliki, sínum klúbbi,“ sagði Oliver. „Maður getur augljóslega séð hvað það eru margir uppaldir í liðinu á því hvað hjartað er á réttum stað. Menn eru ekki bara að hugsa um sjálfan sig heldur eitthvað mun stærra. Það gerir tilganginn svo ótrúlega skemmtilegan og áhugaverðan að vera kominn svona langt í Evrópu. Það er eitthvað sem við viljum upplifað aftur og aftur og fara sem lengst,“ sagði Oliver en hversu mikla möguleika eiga Blikar í kvöld? Gífurlegur hæfileiki sem við Íslendingar höfum „Við skulum byrja á því að skora eitt mark og svo ætlum við að skora annað. Svo ætlum við að reyna að vinna þessa gæja. Það verður ótrúlegt erfitt og þetta verður þungt,“ sagði Oliver. „Þeir eru ótrúlega góðir en við sem Íslendingar höfum aldrei gefist upp og ég held að það sé kosturinn okkar að við erum stundum ekki nógu gáfuð til að vita hversu erfið verkefnin eru. Það er gífurlegur hæfileiki sem við Íslendingar höfum. Við sjáum ekki hindranir fyrir framan okkur og það er það sem þessi hópur er með í dag. Við ætlum gera okkar allra besta til að vinna leikinn,“ sagði Oliver. Það má sjá allt spjallið við hann hér fyrir ofan. Seinni leikur FCK og Breiðabliks hefst klukkan 18.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport . Útsendingin hefst klukkan 17.50. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Fleiri fréttir Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Sjá meira
FCK vann fyrri leikinn með tveimur mörkum í Kópavogi og eru því í góðum málum en Blikarnir ætla að stríða þeim í kvöld og fyrsta markið í leiknum gæti breytt miklu. Oliver fór yfir leikinn og væntanlegt kvöld á Parken í viðtali á Instagram síðu Breiðabliks. Rosaleg mannvirki „Það er frábær tilfinning að vera kominn hingað á Parken. Þetta er rosalegt mannvirki og vonandi verða bara margir áhorfendur og að þetta verði skemmtileg upplifun fyrir alla Blika. Þá sem eru inn á vellinum og líka þá upp í stúku,“ sagði Oliver Sigurjónsson. Það eru á milli þrjú til fjögur hundruð Blikar væntanlegir á leikinn í kvöld. „Þeir segja að þetta verði á bilinu tuttugu til þrjátíu þúsund manns sem mæti á leikinn í heildina og ég veit ekki betur en þetta sé einn fjölmennastir leikur sem Blikastuðningsmenn í útlöndum hafa mætt á,“ sagði Oliver. Byrja á því að skora fyrsta markið „Ég vona að við getum öll upplifað þetta, inn á vellinum og upp í stúku. Þessi gífurlegu læti sem er búist við. Svo vonandi getum við byrjað á því að skora fyrsta markið,“ sagði Oliver. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Breiðabliks (@breidablik_fotbolti) „Það væri ekkert eðlilega gaman að heyra völlinn þagna og heyra svo nokkra stráka fagna á vellinum ásamt þrjú til fjögur hundruð stuðningsmönnum fagnandi í stúkunni,“ sagði Oliver en hversu skemmtilegt er þetta Evrópuævintýri? „Þetta er eitthvað sem maður vill gera og eitthvað sem maður er að æfa sig fyrir. Maður hefur lagt upp með það frá því að maður var lítill að geta upplifað eitthvað svona. Það gerir mann stoltan og glaðan að geta gert það með Breiðabliki, sínum klúbbi,“ sagði Oliver. „Maður getur augljóslega séð hvað það eru margir uppaldir í liðinu á því hvað hjartað er á réttum stað. Menn eru ekki bara að hugsa um sjálfan sig heldur eitthvað mun stærra. Það gerir tilganginn svo ótrúlega skemmtilegan og áhugaverðan að vera kominn svona langt í Evrópu. Það er eitthvað sem við viljum upplifað aftur og aftur og fara sem lengst,“ sagði Oliver en hversu mikla möguleika eiga Blikar í kvöld? Gífurlegur hæfileiki sem við Íslendingar höfum „Við skulum byrja á því að skora eitt mark og svo ætlum við að skora annað. Svo ætlum við að reyna að vinna þessa gæja. Það verður ótrúlegt erfitt og þetta verður þungt,“ sagði Oliver. „Þeir eru ótrúlega góðir en við sem Íslendingar höfum aldrei gefist upp og ég held að það sé kosturinn okkar að við erum stundum ekki nógu gáfuð til að vita hversu erfið verkefnin eru. Það er gífurlegur hæfileiki sem við Íslendingar höfum. Við sjáum ekki hindranir fyrir framan okkur og það er það sem þessi hópur er með í dag. Við ætlum gera okkar allra besta til að vinna leikinn,“ sagði Oliver. Það má sjá allt spjallið við hann hér fyrir ofan. Seinni leikur FCK og Breiðabliks hefst klukkan 18.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport . Útsendingin hefst klukkan 17.50.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Fleiri fréttir Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Sjá meira