Risavaxinn perúskur hvalur líklega þyngsta dýr allra tíma Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. ágúst 2023 17:00 Teikning eftir listamanninn af perúska hlunkinum. Perucetus colossus er talinn vera þyngsta dýr allra tíma. AP/Alberto Gennari Bein sem fundust af Perucetus colossus, 39 milljón ára gömlum risahval, benda til þess að hann sé líklega þyngsta dýr allra tíma. Þyngri en steypireyðin sem er núverandi titilhafi. Vísindamenn greindu frá þessu í grein í vísindatímaritinu Nature. Hvalurinn heitir Perucetus colossus sem þýðir „risahvalur frá Perú“ á latínu og var hann uppi á Eósen-jarðsöguskeiðinu fyrir um 39 milljónum árum síðan. Bein hvalsins voru uppgötvuð fyrir meira en áratug síðan af Mario Urbina við náttúrugripasafnið við San Marcos háskóla í Líma í Ica-eyðimörkinni í suðurhluta Perú. Mynd frá 2017 af vísindamönnum við einn af hryggjarliðum hvalsins í Ica-eyðimörkinni í suðurhluta Perú.AP Alþjóðlegt teymi fornleifafræðinga hefur verið meira en tíu ár að grafa upp beinin sem eru átján talsins: þrettán hryggjarliðir, fjögur rifbein og mjaðmabein. Hver hryggjarliður er meira en 100 kíló að þyngd og eru rifbeinin um 1,4 metrar að lengd. Alberto Collareta, steingervingafræðingur við Háskólann í Písa og greinarhöfundur greinarinnar í Nature, segir steingervinga hvalsins ólíka öllu því sem hann hefur séð áður. Styttri en steypireyð en sennilega þyngri Eftir uppgröftinn notuðu vísindamennirnir þrívíddarskanna til að rannsaka yfirborð beinanna og boruðu inn í þau til að skoða þau að innan. Þeir notuðu síðan ófullkomna beinagrindina til að reikna út stærð og þyngd hvalsins með nútíma sjávarspendýr til hliðsjónar. Samkvæmt útreikningum þeirra var hinn forni risi einhvers staðar á bilinu 85 til 340 tonn að þyngd og um tuttugu metrar að lengd. Stærsta steypireyð sem hefur mælst var um 180 tonn að þyngd og þá geta þær verið meira en 30 metrar að lengd. Vísindamennirnir Eusebio Diaz, Alfredo Martinez og Walter Aguirre vinna hörðum höndum að því að grafa upp hvalinn í júní árið 2017.AP Collareta sagði að perúski hvalurinn væri því líklega þyngsta dýr allra tíma þó hann væri ekki það lengsta. Ástæðan fyrir því að hann er líklega þyngri en steypireyðin, þrátt fyrir að vera styttri, er að bein hans eru þéttari og þyngri. Ofurþétt bein hvalsins benda til þess að hann hafi lifað í grunnsævi við strendur samkvæmt greinarhöfundum greinarinnar í Nature. Hins vegar er erfitt að vita hvað hvalurinn borðaði þar sem höfuðkúpa hans hefur ekki enn fundist. Dýr Perú Hvalir Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira
Vísindamenn greindu frá þessu í grein í vísindatímaritinu Nature. Hvalurinn heitir Perucetus colossus sem þýðir „risahvalur frá Perú“ á latínu og var hann uppi á Eósen-jarðsöguskeiðinu fyrir um 39 milljónum árum síðan. Bein hvalsins voru uppgötvuð fyrir meira en áratug síðan af Mario Urbina við náttúrugripasafnið við San Marcos háskóla í Líma í Ica-eyðimörkinni í suðurhluta Perú. Mynd frá 2017 af vísindamönnum við einn af hryggjarliðum hvalsins í Ica-eyðimörkinni í suðurhluta Perú.AP Alþjóðlegt teymi fornleifafræðinga hefur verið meira en tíu ár að grafa upp beinin sem eru átján talsins: þrettán hryggjarliðir, fjögur rifbein og mjaðmabein. Hver hryggjarliður er meira en 100 kíló að þyngd og eru rifbeinin um 1,4 metrar að lengd. Alberto Collareta, steingervingafræðingur við Háskólann í Písa og greinarhöfundur greinarinnar í Nature, segir steingervinga hvalsins ólíka öllu því sem hann hefur séð áður. Styttri en steypireyð en sennilega þyngri Eftir uppgröftinn notuðu vísindamennirnir þrívíddarskanna til að rannsaka yfirborð beinanna og boruðu inn í þau til að skoða þau að innan. Þeir notuðu síðan ófullkomna beinagrindina til að reikna út stærð og þyngd hvalsins með nútíma sjávarspendýr til hliðsjónar. Samkvæmt útreikningum þeirra var hinn forni risi einhvers staðar á bilinu 85 til 340 tonn að þyngd og um tuttugu metrar að lengd. Stærsta steypireyð sem hefur mælst var um 180 tonn að þyngd og þá geta þær verið meira en 30 metrar að lengd. Vísindamennirnir Eusebio Diaz, Alfredo Martinez og Walter Aguirre vinna hörðum höndum að því að grafa upp hvalinn í júní árið 2017.AP Collareta sagði að perúski hvalurinn væri því líklega þyngsta dýr allra tíma þó hann væri ekki það lengsta. Ástæðan fyrir því að hann er líklega þyngri en steypireyðin, þrátt fyrir að vera styttri, er að bein hans eru þéttari og þyngri. Ofurþétt bein hvalsins benda til þess að hann hafi lifað í grunnsævi við strendur samkvæmt greinarhöfundum greinarinnar í Nature. Hins vegar er erfitt að vita hvað hvalurinn borðaði þar sem höfuðkúpa hans hefur ekki enn fundist.
Dýr Perú Hvalir Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira