Eigum ekki að geyma íslensku í formalíni Lovísa Arnardóttir skrifar 2. ágúst 2023 21:00 Eiríkur segir mikilvægt að sýna þeim sem læra íslensku sem annað tungumál þolinmæði. Vísir/Steingrímur Dúi Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar skilur óþol Íslendinga fyrir ensku á skiltum og í auglýsingum. Prófessor í íslenskri málfræði segir Íslendinga verða að sýna þolinmæði og fjölga tækifærum til íslenskukennslu. Síðustu ár hafa komið úr þrjár skýrslur þar sem fjallað er um íslensku í ferðaþjónustu. Í skýrslunum kemur til dæmis fram að útlit sé fyrir að enska sé að verða ráðandi tungumál og að frekar sé talað til erlendra gesta en innlendra. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir íslensku alltaf eiga að vera fyrsta tungumálið. „Það er mín skoðun að íslenska á Íslandi eigi alltaf að vera fyrsta mál, alltaf að vera efst á upplýsingaskiltum og í vegakerfinu og síðan mega koma önnur tungumál. Þetta á líka við allskyns leiðbeiningar til ferðamanna, upplýsingar til þeirra og matseðla og þess háttar.“ Bjarnheiður segir það alveg skýrt að íslenska eigi alltaf að vera fyrsta mál. Vísir/Egill Bjarnheiður segir mikilvægt að þeir ferðamenn sem hingað komi upplifi íslensku sem okkar tungumál. „Hún er órjúfanlegur hluti af íslenskri menningu og eitthvað sem við viljum flest að þeir komist í snertingu við. Ég held að flestir ferðamenn vilji sjá og heyra íslensku á sínu ferðalagi um landið,“ segir hún. Bjarnheiður segir að Ísland sé í raun var og menning okkar líka og þjónusta. „Ég held að ferðamenn vilji upplifa eitthvað ekta og raunverulegt, og ekki eitthvað sem er aðeins gert fyrir þá, og þar leikur íslenskan stórt hlutverk.“ Hún telur að hægt sé að grípa í taumana en samhliða mikilli fjölgun erlends starfsfólk þurfi að fjölga þeirra tækifærum til að læra íslensku. „Ferðaþjónustan í þessu formi sem hún er í núna er frekar nýtilkomin. Það eru kannski tíu ár síðan hún spratt út og varð að því sem við þekkjum í dag. Það hefur krafist þess að við fáum til okkar starfsfólk erlendis frá,“ segir hún og að ekki hafi tekist að manna stöður með Íslendingum. Hún segir að það sé hægt að skipta þeim sem hingað koma í tvo hópa. Annars vegar þau sem ætla að búa hér og koma með fjölskyldu og svo hinir sem koma í stuttan tíma og aðeins til að vinna. „Þau sem koma hingað til lengri tíma eru yfirleitt mjög tilbúin til að læra íslensku og til að leggja það á sig. Margir atvinnurekendur styðja þetta með því að hafa nám á vinnutíma en hinir, sem koma í stuttan tíma, er ekki eins tilbúið að leggja á sig námið og það getur verið erfitt að koma því við,“ segir Bjarnheiður og nefnir vinnutíma og staðsetningu stundum gera fólki erfitt fyrir. Hún telur flesta ferðaþjónustuaðila fegna umræðunni og að þau séu tilbúin í verkefnið. Íslendingar oft pirraðir Eiríkur Rögnvaldsson prófessor í íslenskri málfræði heldur úti hópnum Málspjall á Facebook þar sem þetta er iðulega rætt. „Þetta er ekki nýtt vandamál en það vex með hverju ári. Eftir því sem ferðamönnum fjölgar og ferðaþþjónustan stækkar. Það er sagt að það sé útilokað að fá Íslendinga til starfa þannig að það er gífurlegur fjöldi útlendinga að vinna í feðraþþjónustunni og það fólk talar ekki íslensku nema takmarkað.“ Hann segist finna fyrir auknum pirringi hjá Íslendingum. „Það ber meira á umræðu um það, sem mér finnst í sjálfu sér alveg skiljanlegt. Það pirrar mig líka að geta ekki fengið afgreiðslu á íslensku. En við verðum að horfast í augu við það að það er ekki hægt að fá Íslendinga til starfa og þetta verður svona áfram.“ Eiríkur segir að þannig sé aðeins tvennt í stöðunni, að kenna grundvallarorðaforða í þeim geira sem fólk vinnur í, og að Íslendingar komi til móts við fólk. „Í staðinn fyrir að pirrast, að reyna að aðstoða fólk. Ef við finnum að það vill tala íslensku þá komum við til móts við það og sýnum þolinmæði. Að við förum ekki strax að tala ensku ef fólk er ekki fullfært í íslensku,“ segir Eiríkur og að fólk sé oft of fljótt að skipta. Það geti reynt lengur að tala íslensku við fólk. Enska eigi ekki að valta yfir íslensku Eiríkur er sammála Bjarnheiði að íslenska eigi alltaf að vera fyrsta mál í markaðs- og auglýsingaefni og á þjónustustöðum. „Það er eðlilegt að enska sé með, en hún má ekki ýta íslensku frá,“ segir Eiríkur. Hann segir að á sama tíma þá verði að sýna raunsæi. Enskan sé komin til að vera en að hún eigi ekki að valta yfir íslenskuna. „Mér þykir vænt um íslenskuna og vil hag hennar sem mestan en ég vil jafnframt leggja áherslu á að við séum raunsæ. Við eigum ekkert að geyma íslensku í sýningarskáp eða formalíni. Við þurfum að nota hana og gera fólki kleift að nota hana,“ segir hann og að fólkið sem flytji hingað megi ekki hræðast íslensku eða notkun hennar. „Það tekur tíma að læra tungumálið og við verðum að sýna því þolinmæði.“ Íslensk tunga Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Skrítnar verðmerkingar, ómalbikaðir vegir og gefins ávextir fyrir börn Bandaríska blaðakonan Talia Lakritz fór í fimm daga ferðalag til Íslands í júní síðastliðnum en þetta var í fyrsta sinn sem hún kom hingað til lands. 29. júlí 2023 09:01 „Ekkert tengslanet, engin vinna“ Menntaðir innflytjendur upplifa það ómögulegt að fá vinnu á íslenskum vinnumarkaði án hjálpar tengslanets segir náms- og starfsráðgjafi. Erlend menntun sé verr metin en íslensk, upplýsingamiðlun til innflytjenda sé ábótavant og úrval af íslenskunámi fyrir útlendinga sé einsleitt. 29. júní 2023 07:01 Íslenskukennsla fyrir erlent starfsfólk Ég hef alllengi verið búsettur í Þýskalandi og á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar kom fjöldi svokallaðra „Gastarbeiter“ frá Tyrklandi til að vinna láglaunavinnu í Þýskalandi. 15. september 2022 07:30 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Síðustu ár hafa komið úr þrjár skýrslur þar sem fjallað er um íslensku í ferðaþjónustu. Í skýrslunum kemur til dæmis fram að útlit sé fyrir að enska sé að verða ráðandi tungumál og að frekar sé talað til erlendra gesta en innlendra. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir íslensku alltaf eiga að vera fyrsta tungumálið. „Það er mín skoðun að íslenska á Íslandi eigi alltaf að vera fyrsta mál, alltaf að vera efst á upplýsingaskiltum og í vegakerfinu og síðan mega koma önnur tungumál. Þetta á líka við allskyns leiðbeiningar til ferðamanna, upplýsingar til þeirra og matseðla og þess háttar.“ Bjarnheiður segir það alveg skýrt að íslenska eigi alltaf að vera fyrsta mál. Vísir/Egill Bjarnheiður segir mikilvægt að þeir ferðamenn sem hingað komi upplifi íslensku sem okkar tungumál. „Hún er órjúfanlegur hluti af íslenskri menningu og eitthvað sem við viljum flest að þeir komist í snertingu við. Ég held að flestir ferðamenn vilji sjá og heyra íslensku á sínu ferðalagi um landið,“ segir hún. Bjarnheiður segir að Ísland sé í raun var og menning okkar líka og þjónusta. „Ég held að ferðamenn vilji upplifa eitthvað ekta og raunverulegt, og ekki eitthvað sem er aðeins gert fyrir þá, og þar leikur íslenskan stórt hlutverk.“ Hún telur að hægt sé að grípa í taumana en samhliða mikilli fjölgun erlends starfsfólk þurfi að fjölga þeirra tækifærum til að læra íslensku. „Ferðaþjónustan í þessu formi sem hún er í núna er frekar nýtilkomin. Það eru kannski tíu ár síðan hún spratt út og varð að því sem við þekkjum í dag. Það hefur krafist þess að við fáum til okkar starfsfólk erlendis frá,“ segir hún og að ekki hafi tekist að manna stöður með Íslendingum. Hún segir að það sé hægt að skipta þeim sem hingað koma í tvo hópa. Annars vegar þau sem ætla að búa hér og koma með fjölskyldu og svo hinir sem koma í stuttan tíma og aðeins til að vinna. „Þau sem koma hingað til lengri tíma eru yfirleitt mjög tilbúin til að læra íslensku og til að leggja það á sig. Margir atvinnurekendur styðja þetta með því að hafa nám á vinnutíma en hinir, sem koma í stuttan tíma, er ekki eins tilbúið að leggja á sig námið og það getur verið erfitt að koma því við,“ segir Bjarnheiður og nefnir vinnutíma og staðsetningu stundum gera fólki erfitt fyrir. Hún telur flesta ferðaþjónustuaðila fegna umræðunni og að þau séu tilbúin í verkefnið. Íslendingar oft pirraðir Eiríkur Rögnvaldsson prófessor í íslenskri málfræði heldur úti hópnum Málspjall á Facebook þar sem þetta er iðulega rætt. „Þetta er ekki nýtt vandamál en það vex með hverju ári. Eftir því sem ferðamönnum fjölgar og ferðaþþjónustan stækkar. Það er sagt að það sé útilokað að fá Íslendinga til starfa þannig að það er gífurlegur fjöldi útlendinga að vinna í feðraþþjónustunni og það fólk talar ekki íslensku nema takmarkað.“ Hann segist finna fyrir auknum pirringi hjá Íslendingum. „Það ber meira á umræðu um það, sem mér finnst í sjálfu sér alveg skiljanlegt. Það pirrar mig líka að geta ekki fengið afgreiðslu á íslensku. En við verðum að horfast í augu við það að það er ekki hægt að fá Íslendinga til starfa og þetta verður svona áfram.“ Eiríkur segir að þannig sé aðeins tvennt í stöðunni, að kenna grundvallarorðaforða í þeim geira sem fólk vinnur í, og að Íslendingar komi til móts við fólk. „Í staðinn fyrir að pirrast, að reyna að aðstoða fólk. Ef við finnum að það vill tala íslensku þá komum við til móts við það og sýnum þolinmæði. Að við förum ekki strax að tala ensku ef fólk er ekki fullfært í íslensku,“ segir Eiríkur og að fólk sé oft of fljótt að skipta. Það geti reynt lengur að tala íslensku við fólk. Enska eigi ekki að valta yfir íslensku Eiríkur er sammála Bjarnheiði að íslenska eigi alltaf að vera fyrsta mál í markaðs- og auglýsingaefni og á þjónustustöðum. „Það er eðlilegt að enska sé með, en hún má ekki ýta íslensku frá,“ segir Eiríkur. Hann segir að á sama tíma þá verði að sýna raunsæi. Enskan sé komin til að vera en að hún eigi ekki að valta yfir íslenskuna. „Mér þykir vænt um íslenskuna og vil hag hennar sem mestan en ég vil jafnframt leggja áherslu á að við séum raunsæ. Við eigum ekkert að geyma íslensku í sýningarskáp eða formalíni. Við þurfum að nota hana og gera fólki kleift að nota hana,“ segir hann og að fólkið sem flytji hingað megi ekki hræðast íslensku eða notkun hennar. „Það tekur tíma að læra tungumálið og við verðum að sýna því þolinmæði.“
Íslensk tunga Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Skrítnar verðmerkingar, ómalbikaðir vegir og gefins ávextir fyrir börn Bandaríska blaðakonan Talia Lakritz fór í fimm daga ferðalag til Íslands í júní síðastliðnum en þetta var í fyrsta sinn sem hún kom hingað til lands. 29. júlí 2023 09:01 „Ekkert tengslanet, engin vinna“ Menntaðir innflytjendur upplifa það ómögulegt að fá vinnu á íslenskum vinnumarkaði án hjálpar tengslanets segir náms- og starfsráðgjafi. Erlend menntun sé verr metin en íslensk, upplýsingamiðlun til innflytjenda sé ábótavant og úrval af íslenskunámi fyrir útlendinga sé einsleitt. 29. júní 2023 07:01 Íslenskukennsla fyrir erlent starfsfólk Ég hef alllengi verið búsettur í Þýskalandi og á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar kom fjöldi svokallaðra „Gastarbeiter“ frá Tyrklandi til að vinna láglaunavinnu í Þýskalandi. 15. september 2022 07:30 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Skrítnar verðmerkingar, ómalbikaðir vegir og gefins ávextir fyrir börn Bandaríska blaðakonan Talia Lakritz fór í fimm daga ferðalag til Íslands í júní síðastliðnum en þetta var í fyrsta sinn sem hún kom hingað til lands. 29. júlí 2023 09:01
„Ekkert tengslanet, engin vinna“ Menntaðir innflytjendur upplifa það ómögulegt að fá vinnu á íslenskum vinnumarkaði án hjálpar tengslanets segir náms- og starfsráðgjafi. Erlend menntun sé verr metin en íslensk, upplýsingamiðlun til innflytjenda sé ábótavant og úrval af íslenskunámi fyrir útlendinga sé einsleitt. 29. júní 2023 07:01
Íslenskukennsla fyrir erlent starfsfólk Ég hef alllengi verið búsettur í Þýskalandi og á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar kom fjöldi svokallaðra „Gastarbeiter“ frá Tyrklandi til að vinna láglaunavinnu í Þýskalandi. 15. september 2022 07:30