Fánaflöggun sé ekki þjóðremba: „Við eigum ekki að fela fánann okkar“ Kristinn Haukur Guðnason skrifar 2. ágúst 2023 19:30 Þorsteinn vill að Íslendingar taki Dani til fyrirmyndar varðandi fánann sinn. Vísir/Vilhelm Þorsteini Sæmundssyni, fyrrverandi þingmanni, finnst Íslendingar of íhaldssamir varðandi fánann sinn. Hann segir fánaflöggun ekki merki um þjóðrembu og að Íslendingar ættu að flagga við flest tilefni. „Að mínu mati erum við allt of feimin við að flagga fánanum okkar. Ef við horfum til frænda okkar Dana þá flagga allir ef einhver á afmæli í fjölskyldunni. Danski fáninn er mjög víða og mjög oft við hún,“ sagði Þorsteinn í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þorsteinn hefur áður blandað sér í umræðuna um íslenska fánann og hefur tekið þátt fánafrumvörpum á Alþingi, bæði fyrir Framsóknarflokkinn og Miðflokkinn. Meðal annars frumvörpum um að fólki yrði heimilt að hafa fánann við hún allan sólarhringinn á sumrin. Einnig að tjúgufánanum svokallaða yrði ávallt flaggað við Alþingishúsið, Hæstarétt og skrifstofu forseta Íslands. Þorsteinn sagði það rangt að þeir sem vilji flagga fánanum séu haldnir þjóðrembu. Vísaði hann til Danmerkur í því samhengi, Danir væru ólíklegastir allra til að vera haldnir þjóðrembu. „Við eigum ekki að fela fánann okkar. Hann er fallegur og hann er sameiningartákn,“ sagði Þorsteinn. Veifur klénar Á Íslandi er yfirleitt leyfilegt að flagga til sólarlags en stundum til miðnættis. Tólf opinberir fánadagar eru í almanakinu, afmælisdagur forseta, nýársdagur, föstudagur hinn langi, páskadagur, sumardagur hinn fyrsti, verkalýðsdagur, hvítasunnudagur, sjómannadagur, þjóðhátíðardagur, dagur íslenskrar tungu, fullveldisdagur og jóladagur. Þá tíðkast líka að flagga í hálfa stöng vegna útfara, sérstaklega í smærri byggðarlögum. Rýmri reglur gilda um fánaveifur. Þær mega hanga uppi við sumarhús til dæmis. Þorsteinn sagðist þó ekkert vera allt of hrifinn af þeim. „Persónulega finnst mér það nú heldur klént,“ sagði Þorsteinn og benti á að veifur eigi það til að trosna og upplitast þegar þær eru látnar hanga uppi lengi. „Við eigum bara að hafa fánann okkar.“ Virða beri reglur Þorsteinn sagði Íslendinga of íhaldssama varðandi notkun fánans. Þó sé búið að setja reglugerð um rýmri notkun hans til að merkja íslenskar afurðir. Hann sagði þó að það ætti að virða almennar reglur um fánann, það er hvernig honum sé flaggað og brotinn saman. Íslenski fáninn Reykjavík síðdegis Miðflokkurinn Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
„Að mínu mati erum við allt of feimin við að flagga fánanum okkar. Ef við horfum til frænda okkar Dana þá flagga allir ef einhver á afmæli í fjölskyldunni. Danski fáninn er mjög víða og mjög oft við hún,“ sagði Þorsteinn í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þorsteinn hefur áður blandað sér í umræðuna um íslenska fánann og hefur tekið þátt fánafrumvörpum á Alþingi, bæði fyrir Framsóknarflokkinn og Miðflokkinn. Meðal annars frumvörpum um að fólki yrði heimilt að hafa fánann við hún allan sólarhringinn á sumrin. Einnig að tjúgufánanum svokallaða yrði ávallt flaggað við Alþingishúsið, Hæstarétt og skrifstofu forseta Íslands. Þorsteinn sagði það rangt að þeir sem vilji flagga fánanum séu haldnir þjóðrembu. Vísaði hann til Danmerkur í því samhengi, Danir væru ólíklegastir allra til að vera haldnir þjóðrembu. „Við eigum ekki að fela fánann okkar. Hann er fallegur og hann er sameiningartákn,“ sagði Þorsteinn. Veifur klénar Á Íslandi er yfirleitt leyfilegt að flagga til sólarlags en stundum til miðnættis. Tólf opinberir fánadagar eru í almanakinu, afmælisdagur forseta, nýársdagur, föstudagur hinn langi, páskadagur, sumardagur hinn fyrsti, verkalýðsdagur, hvítasunnudagur, sjómannadagur, þjóðhátíðardagur, dagur íslenskrar tungu, fullveldisdagur og jóladagur. Þá tíðkast líka að flagga í hálfa stöng vegna útfara, sérstaklega í smærri byggðarlögum. Rýmri reglur gilda um fánaveifur. Þær mega hanga uppi við sumarhús til dæmis. Þorsteinn sagðist þó ekkert vera allt of hrifinn af þeim. „Persónulega finnst mér það nú heldur klént,“ sagði Þorsteinn og benti á að veifur eigi það til að trosna og upplitast þegar þær eru látnar hanga uppi lengi. „Við eigum bara að hafa fánann okkar.“ Virða beri reglur Þorsteinn sagði Íslendinga of íhaldssama varðandi notkun fánans. Þó sé búið að setja reglugerð um rýmri notkun hans til að merkja íslenskar afurðir. Hann sagði þó að það ætti að virða almennar reglur um fánann, það er hvernig honum sé flaggað og brotinn saman.
Íslenski fáninn Reykjavík síðdegis Miðflokkurinn Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira