Þetta segir í færslu lögreglunnar í Vestmannaeyjum á Facebook. Þar segir að einn sé grunaður um sölu fíkniefna og að ein líkamsárás hafi verið tilkynnt.
Veðrið hafi leikið við þjóðhátíðargesti. Blíðrviðri hafi verið á setingunni í gær og stafalogn í nótt þegar kveikt var í brennunni á Fjósakletti.
Þá segir að lögreglan meti það svo að sjaldan hafi fleiri verið mættir á föstudegi á þjóðhátíð.