Frosti hleypur með hryssuna Gjöf í taumi út um allt Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. ágúst 2023 20:04 Frosti að teyma Gjöf í hesthúsahverfinu í Grindavík. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Samband hundsins Frosta og hryssunnar Gjafar í Grindavík er einstakt því Frosti sér um að halda Gjöf í formi með því að láta hana hlaupa á eftir sér með tauminn hennar í munninum. Þá er eigandi Gjafar búin að kenna henni að brosa. Sylvía Sól Magnúsdóttir er mögnuð stelpa í Grindavík, sem er með nokkra hesta í hesthúsahverfi bæjarins og svo á hún hundinn Frosta, sem er þriggja ára. Mamma Sylvíu, Jóhanna er með hestaleigu þar sem alltaf er nóg að gera og hún er líka með reiðnámskeið fyrir börn og unglinga. Hryssan Gjöf er ansi mögnuð og Frosti ekki síður því þau fara daglega út að hlaupa saman og stundum nokkrum sinnum á dag. Hann er þá með taum hryssunnar í munninum. „Honum finnst mjög gaman að teyma hross yfirhöfuð. Ég á til dæmis myndband af honum gera þetta þegar hann var þriggja mánaða með Gjöf, þannig að hann hefur haft áhuga á þessu lengi,” segir Sylvía Sól. Frosti elskar að fara á hestbak á Gjöf. Hér eru þau með eiganda sínum, Sylvíu Sól Magnúsdóttur í Grindavík.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er Frosti alltaf spenntur að fara út að hlaupa með hryssuna ? „Já, alltaf spenntur, maður sér það því ef maður setur múlinn á Gjöf þá er hann alltaf tilbúin að taka við taumnum.” Og hvað finnst hestunum um þetta? „Gjöf finnst þetta ekkert mál en þau taka þessu mismunandi, það eru ekkert allir sem geta þetta, ekki allir sem vilja láta hann teyma sig,” segir Sylvía Sól En þetta hlýtur að létta á þínum störfum að þurfa ekki að hreyfa hrossið jafn mikið ? „Já, það er fínt að geta sent hann bara út að skokka með hrossin”, segir hún hlægjandi. Sylvía Sól segir Frosta magnaðan og skemmtilegan hund. „Já, hann er mjög skemmtilegur og orkumikill hundur alveg fluggáfaður, rosalega fljótur að læra. Mér finnst það lýsa honum best. Svo finnst honum mjög gaman að fara á hestbak eins og mér,” segir Sylvía montinn með Frosta sinn. En hvað finnst mömmu Sylvíu um þessa hæfileika Frosta og Gjafar? „Mér finnst þetta ótrúlega skemmtilegt og gaman að fylgjast með þeim og Sylvíu og hundinum saman, þau eru bara eitt. Hryssan er líka bara einstök að leyfa Frosta þetta, ég myndi ekki treysta hvaða hesti, sem er að fara með honum, það yrði örugglega akkúrat í hina áttina,” segir Jóhanna Harðardóttir. Jóhanna mamma Sylvíu er mjög stolt af henni og því, sem hún hefur kennt Frosta og hestunum, ekki síst henni Gjöf.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það er ekki allt búið því Sylvía hefur kennt Gjöf að brosa þegar hún biður hana um það og fær hún hryssan sérstök verðlaun í staðinn. Það er gott að brosa hvort sem þú ert hestur eða maður eins og Gjöf sýnir hér.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sylvía segir að það hafi ekki verið neitt mál að kenna Gjöf að "brosa" enda sé hún æðisleg hryssa.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grindavík Hestar Landbúnaður Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Sylvía Sól Magnúsdóttir er mögnuð stelpa í Grindavík, sem er með nokkra hesta í hesthúsahverfi bæjarins og svo á hún hundinn Frosta, sem er þriggja ára. Mamma Sylvíu, Jóhanna er með hestaleigu þar sem alltaf er nóg að gera og hún er líka með reiðnámskeið fyrir börn og unglinga. Hryssan Gjöf er ansi mögnuð og Frosti ekki síður því þau fara daglega út að hlaupa saman og stundum nokkrum sinnum á dag. Hann er þá með taum hryssunnar í munninum. „Honum finnst mjög gaman að teyma hross yfirhöfuð. Ég á til dæmis myndband af honum gera þetta þegar hann var þriggja mánaða með Gjöf, þannig að hann hefur haft áhuga á þessu lengi,” segir Sylvía Sól. Frosti elskar að fara á hestbak á Gjöf. Hér eru þau með eiganda sínum, Sylvíu Sól Magnúsdóttur í Grindavík.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er Frosti alltaf spenntur að fara út að hlaupa með hryssuna ? „Já, alltaf spenntur, maður sér það því ef maður setur múlinn á Gjöf þá er hann alltaf tilbúin að taka við taumnum.” Og hvað finnst hestunum um þetta? „Gjöf finnst þetta ekkert mál en þau taka þessu mismunandi, það eru ekkert allir sem geta þetta, ekki allir sem vilja láta hann teyma sig,” segir Sylvía Sól En þetta hlýtur að létta á þínum störfum að þurfa ekki að hreyfa hrossið jafn mikið ? „Já, það er fínt að geta sent hann bara út að skokka með hrossin”, segir hún hlægjandi. Sylvía Sól segir Frosta magnaðan og skemmtilegan hund. „Já, hann er mjög skemmtilegur og orkumikill hundur alveg fluggáfaður, rosalega fljótur að læra. Mér finnst það lýsa honum best. Svo finnst honum mjög gaman að fara á hestbak eins og mér,” segir Sylvía montinn með Frosta sinn. En hvað finnst mömmu Sylvíu um þessa hæfileika Frosta og Gjafar? „Mér finnst þetta ótrúlega skemmtilegt og gaman að fylgjast með þeim og Sylvíu og hundinum saman, þau eru bara eitt. Hryssan er líka bara einstök að leyfa Frosta þetta, ég myndi ekki treysta hvaða hesti, sem er að fara með honum, það yrði örugglega akkúrat í hina áttina,” segir Jóhanna Harðardóttir. Jóhanna mamma Sylvíu er mjög stolt af henni og því, sem hún hefur kennt Frosta og hestunum, ekki síst henni Gjöf.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það er ekki allt búið því Sylvía hefur kennt Gjöf að brosa þegar hún biður hana um það og fær hún hryssan sérstök verðlaun í staðinn. Það er gott að brosa hvort sem þú ert hestur eða maður eins og Gjöf sýnir hér.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sylvía segir að það hafi ekki verið neitt mál að kenna Gjöf að "brosa" enda sé hún æðisleg hryssa.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Grindavík Hestar Landbúnaður Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira