Hjón rænd í Fossvogi um hábjartan dag: „Þetta var svo súrrealískt“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 8. ágúst 2023 00:01 Stefán segist síst hafa átt von á að lenda í slíku atviki í Fossvogsdalnum. Facebook/Vilhelm Stefán S. Stefánsson, tónlistarmaður, lenti í því á laugardaginn að tveir menn héldu að honum hníf og rændu hann þegar hann var á göngu um Fossvogsdalinn með konu sinni og hundi. Hann lýsir atvikinu sem súrrealísku. Í samtali við Vísi segir Stefán frá því sem henti þau hjón á laugardag. Hann hafi ásamt Önnu Steinunni, eiginkonu sinni, farið út að ganga með hund þeirra í Fossvogsdalnum, þar hafi þau gengið nánast daglega í um aldarfjórðung. Að sögn Stefáns ók skellinaðra skyndilega fram hjá þeim á miklum hraða. Á henni sátu tveir ungir menn. Hann hafi þá kallað á eftir þeim að þeir ættu að hægja á sér. „Þeir snarstoppuðu og stigu af skellinöðrunni og gengu til mín á ógnandi máta,“ segir Stefán. Hann segist ekki hafa átt von á því sem gerðist næst. Atvikið algjört frávik „Þá dregur annar þeirra upp stóran hníf og fer að ota honum í áttina að mér. Hinn gengur að mér og þá reisir hann hnífinn upp og hótar mér,“ segir Stefán. Því næst segir hann hinn manninn hafa leitað að verðmætum úr vasa hans. „Hann tekur af mér allt. Bæði úr og síma og allt úr vösunum,“ segir Stefán. Hann segist hafa reynt að tala við þá meðan á ráninu stóð, án árangurs. Annar þeirra hafi sýnilega verið undir áhrifum fíkniefna. Því næst segir Stefán mennina hafa snúið sér að Önnu Steinunni en ekki fundið neitt verðmætt í vösum hennar. Að því loknu hafi þeir stokkið aftur upp á skellinöðruna og keyrt í burtu. Stefán segir upplifunina hafa verið súrrealíska, og líklegast algjört frávik. „Meðan þetta var að gerast rann upp fyrir mér spurningin, er virkilega verið að ræna mig um hábjartan dag í Fossvogsdalnum?“ Hann segir lögregluna hafa brugðist skjótt við, náð að handsama mennina og hann fengið þýfið aftur. „Ég kann lögreglunni góðar þakkir fyrir það. Þau brugðust mjög fagmannlega við þessu öllu saman,“ segir hann. Vonast til að þeir fái hjálp Stefán segist hafa óttast atvik eins og þetta þegar hann bjó í Boston um árið. „Þá var ég oft að ferðast á kvöldin, jafnvel í lestum eða strætisvögnum, með dýrt hljóðfæri með mér og þetta var ótti sem var aðeins á bak við eyrað hjá manni,“ segir hann. „Ég er þar í tæp fjögur ár og ekkert gerist en svo er maður staddur í Fossvogsdalnum og lendir í þessu þar um hábjartan dag.“ Hann segir mennina sem frömdu ránið vera Íslendinga. „Menn hafa verið að láta ýja að því að þetta hafi verið útlendingar en þetta voru tveir Íslendingar um tvítugt,“ segir Stefán. „Ég held að þessir ungu menn þurfi hjálp hið fyrsta. Það er svo mikilvægt að svona menn fái hjálp til þess að koma í veg fyrir að nokkuð svona geti gerst aftur,“ bætir hann við. „Ég ítreka að þetta hlýtur að vera algjört frávik. Fólk á ekki að þurfa að hafa áhyggjur af þessu.“ Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Sjá meira
Í samtali við Vísi segir Stefán frá því sem henti þau hjón á laugardag. Hann hafi ásamt Önnu Steinunni, eiginkonu sinni, farið út að ganga með hund þeirra í Fossvogsdalnum, þar hafi þau gengið nánast daglega í um aldarfjórðung. Að sögn Stefáns ók skellinaðra skyndilega fram hjá þeim á miklum hraða. Á henni sátu tveir ungir menn. Hann hafi þá kallað á eftir þeim að þeir ættu að hægja á sér. „Þeir snarstoppuðu og stigu af skellinöðrunni og gengu til mín á ógnandi máta,“ segir Stefán. Hann segist ekki hafa átt von á því sem gerðist næst. Atvikið algjört frávik „Þá dregur annar þeirra upp stóran hníf og fer að ota honum í áttina að mér. Hinn gengur að mér og þá reisir hann hnífinn upp og hótar mér,“ segir Stefán. Því næst segir hann hinn manninn hafa leitað að verðmætum úr vasa hans. „Hann tekur af mér allt. Bæði úr og síma og allt úr vösunum,“ segir Stefán. Hann segist hafa reynt að tala við þá meðan á ráninu stóð, án árangurs. Annar þeirra hafi sýnilega verið undir áhrifum fíkniefna. Því næst segir Stefán mennina hafa snúið sér að Önnu Steinunni en ekki fundið neitt verðmætt í vösum hennar. Að því loknu hafi þeir stokkið aftur upp á skellinöðruna og keyrt í burtu. Stefán segir upplifunina hafa verið súrrealíska, og líklegast algjört frávik. „Meðan þetta var að gerast rann upp fyrir mér spurningin, er virkilega verið að ræna mig um hábjartan dag í Fossvogsdalnum?“ Hann segir lögregluna hafa brugðist skjótt við, náð að handsama mennina og hann fengið þýfið aftur. „Ég kann lögreglunni góðar þakkir fyrir það. Þau brugðust mjög fagmannlega við þessu öllu saman,“ segir hann. Vonast til að þeir fái hjálp Stefán segist hafa óttast atvik eins og þetta þegar hann bjó í Boston um árið. „Þá var ég oft að ferðast á kvöldin, jafnvel í lestum eða strætisvögnum, með dýrt hljóðfæri með mér og þetta var ótti sem var aðeins á bak við eyrað hjá manni,“ segir hann. „Ég er þar í tæp fjögur ár og ekkert gerist en svo er maður staddur í Fossvogsdalnum og lendir í þessu þar um hábjartan dag.“ Hann segir mennina sem frömdu ránið vera Íslendinga. „Menn hafa verið að láta ýja að því að þetta hafi verið útlendingar en þetta voru tveir Íslendingar um tvítugt,“ segir Stefán. „Ég held að þessir ungu menn þurfi hjálp hið fyrsta. Það er svo mikilvægt að svona menn fái hjálp til þess að koma í veg fyrir að nokkuð svona geti gerst aftur,“ bætir hann við. „Ég ítreka að þetta hlýtur að vera algjört frávik. Fólk á ekki að þurfa að hafa áhyggjur af þessu.“
Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Sjá meira