Þrjú taka kast fyrir Ísland á HM Sindri Sverrisson skrifar 8. ágúst 2023 12:00 Hilmar Örn Jónsson var eini Íslendingurinn á HM í fyrra en nú fær hann góðan félagsskap. Getty/Dean Mouhtaropoulos Einn nýliði er í þriggja manna hópi Íslands sem keppir á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Búdapest í Ungverjalandi. Mótið fer fram dagana 19.-27. ágúst. Fulltrúar Íslands keppa allir í kastgreinum en það eru þau Hilmar Örn Jónsson úr FH og Guðni Valur Guðnason og Erna Sóley Gunnarsdóttir úr ÍR. Hilmar, sem keppir í sleggjukasti, fer á sitt þriðja heimsmeistaramót því hann var einnig með á HM í London 2017 og í Eugene í Bandaríkjunum í fyrra. Guðni keppir í kringlukasti á sínu öðru heimsmeistaramóti, eftir að hafa verið með í Doha í Katar árið 2019. Þeir Guðni og Hilmar komust báðir í úrslit í sinni grein á EM í fyrra. Kúluvarparinn Erna Sóley er hins vegar á leiðinni á sitt fyrsta heimsmeistaramót. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) Guðmundur Karlsson, afreks- og framkvæmdastjóri frjálsíþróttasambands Íslands, gleðst yfir því að Ísland eigi nú þrjá fulltrúa á HM. „Það er sérstaklega ánægjulegt að ná inn þremur keppendum á Heimsmeistaramótið að þessu sinni, síðustu tvö HM hefur einn keppandi náð tilskildum árangri og ljóst að við erum á uppleið. Öll eru þau á góðri vegferð og sem kastarar öll ung og eiga mikið eftir af ferlinum. Við hjá FRÍ erum fyrst og fremst stolt af árangrinum á árinu hingað til og þessi þrjú eiga stóran þátt í því. Við nálgumst þetta verkefni með bjartsýni, eftirvæntingu og skýrum markmiðum,“ segir Guðmundur á vef FRÍ. Með á fyrsta keppnisdegi Guðni Valur og Hilmar Örn kasta í undankeppni í kringlu- og sleggjukasti á fyrsta keppnisdeginum, mánudaginn 19. ágúst. Úrslitakeppnin fer fram á þriðjudeginum í sleggjukasti en á miðvikudeginum í kringlukasti. Erna Sóley kastar í undankeppni í kúluvarpi á áttunda keppnisdegi, laugardaginn 26. ágúst. Úrslitin fara fram sama dag. Frjálsar íþróttir Mest lesið Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Fleiri fréttir Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Sjá meira
Fulltrúar Íslands keppa allir í kastgreinum en það eru þau Hilmar Örn Jónsson úr FH og Guðni Valur Guðnason og Erna Sóley Gunnarsdóttir úr ÍR. Hilmar, sem keppir í sleggjukasti, fer á sitt þriðja heimsmeistaramót því hann var einnig með á HM í London 2017 og í Eugene í Bandaríkjunum í fyrra. Guðni keppir í kringlukasti á sínu öðru heimsmeistaramóti, eftir að hafa verið með í Doha í Katar árið 2019. Þeir Guðni og Hilmar komust báðir í úrslit í sinni grein á EM í fyrra. Kúluvarparinn Erna Sóley er hins vegar á leiðinni á sitt fyrsta heimsmeistaramót. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) Guðmundur Karlsson, afreks- og framkvæmdastjóri frjálsíþróttasambands Íslands, gleðst yfir því að Ísland eigi nú þrjá fulltrúa á HM. „Það er sérstaklega ánægjulegt að ná inn þremur keppendum á Heimsmeistaramótið að þessu sinni, síðustu tvö HM hefur einn keppandi náð tilskildum árangri og ljóst að við erum á uppleið. Öll eru þau á góðri vegferð og sem kastarar öll ung og eiga mikið eftir af ferlinum. Við hjá FRÍ erum fyrst og fremst stolt af árangrinum á árinu hingað til og þessi þrjú eiga stóran þátt í því. Við nálgumst þetta verkefni með bjartsýni, eftirvæntingu og skýrum markmiðum,“ segir Guðmundur á vef FRÍ. Með á fyrsta keppnisdegi Guðni Valur og Hilmar Örn kasta í undankeppni í kringlu- og sleggjukasti á fyrsta keppnisdeginum, mánudaginn 19. ágúst. Úrslitakeppnin fer fram á þriðjudeginum í sleggjukasti en á miðvikudeginum í kringlukasti. Erna Sóley kastar í undankeppni í kúluvarpi á áttunda keppnisdegi, laugardaginn 26. ágúst. Úrslitin fara fram sama dag.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Fleiri fréttir Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni