Martröð mæðgna sem áttu að koma til Íslands á sunnudag Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. ágúst 2023 14:54 Þetta skilti blasti við Evu Rún á Schiphol í Amsterdam í dag. Eftir hrakfarir í tæpa tvo sólarhringa var enn frestun á flugi. Eva Rún Þrjár íslenskar konur, systur og móðir þeirra, sem reiknuðu með að vera komnar heim til Íslands með flugi Icelandair frá Osló á sunnudagskvöld eru enn ókomnar heim. Þær hafa þurft að yfirgefa flugvél sem var á leiðinni í loftið, bíða í fjórtán klukkustundir á flugvelli og segja upplýsingagjöf í öllu ferlinu hafa verið ábótavant. Upplýsingafulltrúi Icelandair harmar óþægindin sem farþegar hafa lent í vegna frestana og aflýsinga á flugferðum. Eva Rún Guðmundsdóttir var á leiðinni heim frá Osló á sunnudaginn ásamt systur sinni og móður. Fyrir höndum var þriggja tíma flug frá Gardemoen til Keflavíkur þar sem þær áttu að lenda um tíuleytið. Eva Rún segir þær mæðgur hafa setið í flugvél Icelandair í um klukkustund þegar þeim var tilkynnt að fluginu hefði verði aflýst vegna bilaðrar síu. Langur dagur á Gardemoen Farþegar hafi verið ferjaðir í rútum á hótel þar sem þær hafi náð í kringum fjögurra tíma svefni. Bæði tók langan tíma að tékka allt fólkið inn og svo þurfti einfaldlega að vakna aftur snemma næsta dag. Mægðurnar voru svo mættar í morgunsárið aftur á Gardermoen-flugvöllinn þar sem fyrirhugað var flug klukkan tólf í hádeginu á mánudeginum. Þá byrjaði ansi langur dagur. Eva Rún lýsir því hvernig fluginu hafi stöðugt verið frestað allan daginn. Mest um þrjá og hálfan tíma en annars klukkustund til tvær í senn. Komið hafi verið fram á kvöld og vaktaskipti farið fram hjá starfsfólkinu á flugvellinum. Enn biðu farþegar í flugstöðinni og voru komnir við hliðið. Síðasta frestunin hafi verið með þeim upplýsingum að vélin færi í loftið klukkan 23. „Sem var mjög skrýtið því það var engin flugvél fyrir utan. Það sáu það allir.“ Aftur á hótel Á slaginu klukkan 23 hafi svo farþegar fengið SMS. Fluginu hafði verið aflýst og fólkið á leiðinni aftur á hótel. Þarna er komið mánudagskvöld en fólkið hafði reiknað með að vera komið til Íslands rúmum sólarhring fyrr. Farþegar fóru í að tékka sig inn á annað hótel en nóttina á undan þegar skilaboð fóru að berast frá Icelandair með plani fyrir þriðjudaginn. Eva Rún segir fólk hafa fengið ólíkar lausnir til að komast til Íslands. Þær sjálfar hafi beðið eftir skilaboðum, komnar með hausverk og ógleði eftir langan og þreytandi dag. „Við vorum að bíða eftir upplýsingum svo við gætum stillt vekjaraklukku. Við vorum orðnar rangeygðar af þreytu,“ segir Eva Rún. Svo bárust skilaboðin. Eva Rún átti flug um morguninn til Amsterdam og þaðan til Íslands. Áttræð móðir þeirra systra fékk skilaboð um flug klukkan 06 um morguninn til Kaupmannahafnar og þaðan til Íslands. Eva Rún segir varla hafa tekið því að fara á hótel fyrir þann flugtíma auk þess sem systurnar hafi viljað fylgja fullorðinni móður sinni á ferðalaginu. Kunnugleg skilaboð í Amsterdam Systir hennar og móðir urðu því eftir í Noregi og stefnt á að þær fljúgi til Íslands á morgun. Eva Rún flaug með SAS í morgun til Amsterdam. Þaðan átti hún að fá flug með Icelandair til Íslands. Hún segir aðeins klukkustund hafa verið frá áætlaðri lendingu í Noregi til brottfarar í Amsterdam. Smá seinkun hafi orðið á fluginu til Amsterdam og hún hafi því þurft að taka á sprettinn á Schiphol-flugvellinum. Hún var kominn að brottfararhliðinu í tæka tíð nema þar biðu hennar kunnuleg skilaboð. Fluginu hafði verið frestað um að minnsta kosti fjórar klukkustundir. Og viti menn, klukkustund fyrir áætlaða brottför var fluginu frestað um klukkustund. Þannig að þessa stundina bíður Eva Rún á flugvellinum í Amsterdam og vonast til að komast til Íslands tveimur sólarhringum á eftir áætlun. Ekki eftir flug þvert yfir hnöttinn heldur frá Osló til Keflavíkur. Eva Rún segir upplýsagjöf Icelandair í ferlinu öllu hafa verið langt undir væntingum sínum. Hún getur ekki beðið eftir að komast til landsins eftir hrakningar undanfarinna tveggja sólarhringa. Hún þurfi einfaldlega að komast heim til fjölskyldu sinnar og mæta í vinnuna. Fréttastofa hefur leitað viðbragða hjá Icelandair vegna málsins. Fréttin verður uppfærð með viðbrögðum þegar þau berast. Uppfært klukkan 16:49 Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir flugfélagið miður sín vegna þess hve seinlega hefur gengið að koma farþegum með flugvél félagsins til Íslands frá Osló. Um sé að ræða röð óheppilegra atvika. Fyrst hafi orðið tæknibilun í Osló á sunnudeginum sem ekki hafi tekist að laga á þeim tíma sem reiknað hafði verið með. Þar hafi bæði spilað inn í annir á flugvellinum og sömuleiðis slæmt veður þar í landi. Gerð hafi verið önnur tilraun til að laga flugvélina á mánudeginum en það ekki tekist. Alls hafi tíu farþegar verið settir í flug til Amsterdam með SAS og þaðan til Íslands í dag, þriðjudag. Sú vél hafi lent í því að fá fugl í hreyfilinn við lendingu í Amsterdam. Fyrir vikið var því flugi seinkað og nú aflýst á fimmta tímanum að íslenskum tíma. Nýjustu fregnir hermi að fólkið fái flug heim til Íslands á morgun. „Þetta er mjög óheppilegt og auðvitað erfiðar aðstæður fyrir farþega,“ segir Guðni. Hann harmar að farþegar upplifi að upplýsingagjöf hafi verið bágborin. Það skipti mestu máli við aðstæður sem þessar, að upplýsingagjöf sé í lagi. „Við ætlum að skoða það og biðjumst afsökunar ef farþegar hafa ekki fengið nægar og góðar upplýsingar.“ Icelandair Fréttir af flugi Ferðalög Íslendingar erlendis Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Eva Rún Guðmundsdóttir var á leiðinni heim frá Osló á sunnudaginn ásamt systur sinni og móður. Fyrir höndum var þriggja tíma flug frá Gardemoen til Keflavíkur þar sem þær áttu að lenda um tíuleytið. Eva Rún segir þær mæðgur hafa setið í flugvél Icelandair í um klukkustund þegar þeim var tilkynnt að fluginu hefði verði aflýst vegna bilaðrar síu. Langur dagur á Gardemoen Farþegar hafi verið ferjaðir í rútum á hótel þar sem þær hafi náð í kringum fjögurra tíma svefni. Bæði tók langan tíma að tékka allt fólkið inn og svo þurfti einfaldlega að vakna aftur snemma næsta dag. Mægðurnar voru svo mættar í morgunsárið aftur á Gardermoen-flugvöllinn þar sem fyrirhugað var flug klukkan tólf í hádeginu á mánudeginum. Þá byrjaði ansi langur dagur. Eva Rún lýsir því hvernig fluginu hafi stöðugt verið frestað allan daginn. Mest um þrjá og hálfan tíma en annars klukkustund til tvær í senn. Komið hafi verið fram á kvöld og vaktaskipti farið fram hjá starfsfólkinu á flugvellinum. Enn biðu farþegar í flugstöðinni og voru komnir við hliðið. Síðasta frestunin hafi verið með þeim upplýsingum að vélin færi í loftið klukkan 23. „Sem var mjög skrýtið því það var engin flugvél fyrir utan. Það sáu það allir.“ Aftur á hótel Á slaginu klukkan 23 hafi svo farþegar fengið SMS. Fluginu hafði verið aflýst og fólkið á leiðinni aftur á hótel. Þarna er komið mánudagskvöld en fólkið hafði reiknað með að vera komið til Íslands rúmum sólarhring fyrr. Farþegar fóru í að tékka sig inn á annað hótel en nóttina á undan þegar skilaboð fóru að berast frá Icelandair með plani fyrir þriðjudaginn. Eva Rún segir fólk hafa fengið ólíkar lausnir til að komast til Íslands. Þær sjálfar hafi beðið eftir skilaboðum, komnar með hausverk og ógleði eftir langan og þreytandi dag. „Við vorum að bíða eftir upplýsingum svo við gætum stillt vekjaraklukku. Við vorum orðnar rangeygðar af þreytu,“ segir Eva Rún. Svo bárust skilaboðin. Eva Rún átti flug um morguninn til Amsterdam og þaðan til Íslands. Áttræð móðir þeirra systra fékk skilaboð um flug klukkan 06 um morguninn til Kaupmannahafnar og þaðan til Íslands. Eva Rún segir varla hafa tekið því að fara á hótel fyrir þann flugtíma auk þess sem systurnar hafi viljað fylgja fullorðinni móður sinni á ferðalaginu. Kunnugleg skilaboð í Amsterdam Systir hennar og móðir urðu því eftir í Noregi og stefnt á að þær fljúgi til Íslands á morgun. Eva Rún flaug með SAS í morgun til Amsterdam. Þaðan átti hún að fá flug með Icelandair til Íslands. Hún segir aðeins klukkustund hafa verið frá áætlaðri lendingu í Noregi til brottfarar í Amsterdam. Smá seinkun hafi orðið á fluginu til Amsterdam og hún hafi því þurft að taka á sprettinn á Schiphol-flugvellinum. Hún var kominn að brottfararhliðinu í tæka tíð nema þar biðu hennar kunnuleg skilaboð. Fluginu hafði verið frestað um að minnsta kosti fjórar klukkustundir. Og viti menn, klukkustund fyrir áætlaða brottför var fluginu frestað um klukkustund. Þannig að þessa stundina bíður Eva Rún á flugvellinum í Amsterdam og vonast til að komast til Íslands tveimur sólarhringum á eftir áætlun. Ekki eftir flug þvert yfir hnöttinn heldur frá Osló til Keflavíkur. Eva Rún segir upplýsagjöf Icelandair í ferlinu öllu hafa verið langt undir væntingum sínum. Hún getur ekki beðið eftir að komast til landsins eftir hrakningar undanfarinna tveggja sólarhringa. Hún þurfi einfaldlega að komast heim til fjölskyldu sinnar og mæta í vinnuna. Fréttastofa hefur leitað viðbragða hjá Icelandair vegna málsins. Fréttin verður uppfærð með viðbrögðum þegar þau berast. Uppfært klukkan 16:49 Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir flugfélagið miður sín vegna þess hve seinlega hefur gengið að koma farþegum með flugvél félagsins til Íslands frá Osló. Um sé að ræða röð óheppilegra atvika. Fyrst hafi orðið tæknibilun í Osló á sunnudeginum sem ekki hafi tekist að laga á þeim tíma sem reiknað hafði verið með. Þar hafi bæði spilað inn í annir á flugvellinum og sömuleiðis slæmt veður þar í landi. Gerð hafi verið önnur tilraun til að laga flugvélina á mánudeginum en það ekki tekist. Alls hafi tíu farþegar verið settir í flug til Amsterdam með SAS og þaðan til Íslands í dag, þriðjudag. Sú vél hafi lent í því að fá fugl í hreyfilinn við lendingu í Amsterdam. Fyrir vikið var því flugi seinkað og nú aflýst á fimmta tímanum að íslenskum tíma. Nýjustu fregnir hermi að fólkið fái flug heim til Íslands á morgun. „Þetta er mjög óheppilegt og auðvitað erfiðar aðstæður fyrir farþega,“ segir Guðni. Hann harmar að farþegar upplifi að upplýsingagjöf hafi verið bágborin. Það skipti mestu máli við aðstæður sem þessar, að upplýsingagjöf sé í lagi. „Við ætlum að skoða það og biðjumst afsökunar ef farþegar hafa ekki fengið nægar og góðar upplýsingar.“
Icelandair Fréttir af flugi Ferðalög Íslendingar erlendis Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira