„Ég að vera skynsamur í fyrsta skipti á mínum ferli“ Aron Guðmundsson skrifar 10. ágúst 2023 08:30 Martin verður ekki með íslenska landsliðinu í Tyrklandi Martin Hermannsson, atvinnu- og landsliðsmaður í körfubolta er hungraður í að snúa aftur inn á völlinn eftir erfið hnémeiðsli, sanna fyrir öllum að sami gamli Martin sé mættur aftur. Martin hefur í sumar verið við æfingar með íslenska landsliðinu sem hefur lokið undirbúningi sínum fyrir komandi forkeppni fyrir undankeppni Ólympíuleika næsta árs. Þó svo að staðan á honum núna sé mjög góð vildi félagslið hans Valencia hafa vaðið fyrir neðan sig, hann fer því ekki með landsliðinu til Tyrklands „Staðan á mér er bara hrikalega góð, hnéð er búið að vera mjög gott í gegnum þessa lotu. Andlega staðan er hins vegar ívið verri, ég var orðinn mjög spenntur fyrir þessu verkefni og hafði gert mig tilbúinn í það. En þegar að maður horfir á skynsömu hliðina í þessu þá held ég að það sé sniðugra fyrir mig á þessum tímapunkti og vera ferskur með liðinu þegar það snýr aftur í febrúar.“ Martin Hermannsson og Elvar Már Friðriksson í leik með ÍslandiVísir/Bára Dröfn En hvað veldur því að þú ferð ekki með liðinu í forkeppnina? „Þetta er í raun bara félagið mitt úti og kannski ég líka sem höfum mest að segja í þessu. Ég er náttúrulega að koma til baka úr erfiðum meiðslum en núna undanfarinn einn og hálfan mánuði hefur mér liðið mjög vel. Hvað komandi verkefni varðar þá er þar um að ræða marga leiki á skömmum tíma. Þannig að þetta er ég að vera skynsamur í fyrsta skipti á mínum ferli. Ég held að það sé kominn sá tímapunktur að vera það, að ég noti reynsluna sem ég bý að og haldi ekki út í eitthvað rugl. Verði frekar heill í febrúar þegar að leikirnir, sem við þurfum að vinna, koma.“ Í komandi forkeppni fyrir Ólympíuleikana er Ísland í riðli með Tyrklandi, Úkraínu og Búlgaríu. Tvö efstu lið riðilsins tryggja sér sæti í undanúrslitum en af þeim fjórum liðum sem komast þangað er aðeins eitt sem tryggir sér sæti í undankeppni leikanna. Líkurnar ekki með okkur Hvernig horfir þessi forkeppni við þér? „Við erum alltaf bestir, ég hef engar áhyggjur af því. Liðið lítur vel út og framtíðin er björt. Í þessum leikmannahópi eru margir leikmenn sem að eru að koma mér á óvart. Auðvitað eru líkurnar ekki með okkur í þessu verkefni sem er fram undan í þessari forkeppni. Við erum að fara spila á móti mörgum af bestu þjóðum í heiminum. Þetta er verkefni þar sem að við megum ekki tapa leik. Stuðullinn er því ekki lágur en við ætlum að nýta þetta í að verða betri, þjappa okkur saman og gefa mönnum dýrmæta reynslu sem felst í því að spila á móti mörgum af bestu leikmönnum Evrópu. Þá reynslu nýtum við svo á réttan hátt í febrúar þegar að mótið kemur sem okkur langar virkilega mikið á.“ Hræðumst ekki neinn Og talandi um það verkefni, þá var dregið í undankeppni Evrópumótsins á dögunum en þar mun íslenska landsliðið þurfa að eiga við andstæðinga sem liðið þekkir eða mun þekkja vel. Ítalíu, Tyrklandi og Ungverjalandi. „Þetta var enginn draumadráttur,“ segir Martin. „Hefði maður fengið að velja sjálfur, þá hefði maður valið þetta aðeins öðruvísi. Við erum hins vegar bara komnir á þann stað sem landslið að við hræðumst ekki neinn.“ „Auðvitað var kannski verst að fá Tyrkland úr seinni styrkleikaflokknum þar sem að þeir voru svona fyrir fram lang sterkastir úr þeim flokki. Ungverjarnir eru kannski þeir sem við horfum kannski mest á sem liðið sem við þurfum að vinna tvisvar og við getum það klárlega en þurfum á sama tíma að hafa alla heila, alla með til þess að eiga góðan séns. Okkur, ásamt þjóðinni, langar rosalega mikið á annað stórmót og við ætlum að leggja okkur alla fram til þess að reyna ná því markmiði.“ Vill sanna sig upp á nýtt Martin er að koma til baka úr erfiðum kafla á sínum ferli. Hversu hungraður er hann að snúa aftur á keppnisvöllinn? „Alveg svakalega. Ég kom til baka eftir níu og hálfan mánuð í fjarveru, sem er rosalega snemmt eftir krossbandaslit og ætlaði að vera með einhverja stæla þarna og byrjaði í kjölfarið að finna fyrir smá bakslagi. Í sumar hef ég hins vegar náð að æfa mjög vel og mér líður eins og ég sé á þeim stað sem ég var á áður en ég sleit krossböndin. Núna er búið að gera mig að fyrirliða hjá Valencia og stórir hlutir að fara eiga sér stað á næsta tímabili. Mig langar rosalega að sanna mig upp á nýtt og sýna að ég sé enn þá sami gamli Martin, að ég sé mættur aftur.“ Landslið karla í körfubolta Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Sjá meira
Martin hefur í sumar verið við æfingar með íslenska landsliðinu sem hefur lokið undirbúningi sínum fyrir komandi forkeppni fyrir undankeppni Ólympíuleika næsta árs. Þó svo að staðan á honum núna sé mjög góð vildi félagslið hans Valencia hafa vaðið fyrir neðan sig, hann fer því ekki með landsliðinu til Tyrklands „Staðan á mér er bara hrikalega góð, hnéð er búið að vera mjög gott í gegnum þessa lotu. Andlega staðan er hins vegar ívið verri, ég var orðinn mjög spenntur fyrir þessu verkefni og hafði gert mig tilbúinn í það. En þegar að maður horfir á skynsömu hliðina í þessu þá held ég að það sé sniðugra fyrir mig á þessum tímapunkti og vera ferskur með liðinu þegar það snýr aftur í febrúar.“ Martin Hermannsson og Elvar Már Friðriksson í leik með ÍslandiVísir/Bára Dröfn En hvað veldur því að þú ferð ekki með liðinu í forkeppnina? „Þetta er í raun bara félagið mitt úti og kannski ég líka sem höfum mest að segja í þessu. Ég er náttúrulega að koma til baka úr erfiðum meiðslum en núna undanfarinn einn og hálfan mánuði hefur mér liðið mjög vel. Hvað komandi verkefni varðar þá er þar um að ræða marga leiki á skömmum tíma. Þannig að þetta er ég að vera skynsamur í fyrsta skipti á mínum ferli. Ég held að það sé kominn sá tímapunktur að vera það, að ég noti reynsluna sem ég bý að og haldi ekki út í eitthvað rugl. Verði frekar heill í febrúar þegar að leikirnir, sem við þurfum að vinna, koma.“ Í komandi forkeppni fyrir Ólympíuleikana er Ísland í riðli með Tyrklandi, Úkraínu og Búlgaríu. Tvö efstu lið riðilsins tryggja sér sæti í undanúrslitum en af þeim fjórum liðum sem komast þangað er aðeins eitt sem tryggir sér sæti í undankeppni leikanna. Líkurnar ekki með okkur Hvernig horfir þessi forkeppni við þér? „Við erum alltaf bestir, ég hef engar áhyggjur af því. Liðið lítur vel út og framtíðin er björt. Í þessum leikmannahópi eru margir leikmenn sem að eru að koma mér á óvart. Auðvitað eru líkurnar ekki með okkur í þessu verkefni sem er fram undan í þessari forkeppni. Við erum að fara spila á móti mörgum af bestu þjóðum í heiminum. Þetta er verkefni þar sem að við megum ekki tapa leik. Stuðullinn er því ekki lágur en við ætlum að nýta þetta í að verða betri, þjappa okkur saman og gefa mönnum dýrmæta reynslu sem felst í því að spila á móti mörgum af bestu leikmönnum Evrópu. Þá reynslu nýtum við svo á réttan hátt í febrúar þegar að mótið kemur sem okkur langar virkilega mikið á.“ Hræðumst ekki neinn Og talandi um það verkefni, þá var dregið í undankeppni Evrópumótsins á dögunum en þar mun íslenska landsliðið þurfa að eiga við andstæðinga sem liðið þekkir eða mun þekkja vel. Ítalíu, Tyrklandi og Ungverjalandi. „Þetta var enginn draumadráttur,“ segir Martin. „Hefði maður fengið að velja sjálfur, þá hefði maður valið þetta aðeins öðruvísi. Við erum hins vegar bara komnir á þann stað sem landslið að við hræðumst ekki neinn.“ „Auðvitað var kannski verst að fá Tyrkland úr seinni styrkleikaflokknum þar sem að þeir voru svona fyrir fram lang sterkastir úr þeim flokki. Ungverjarnir eru kannski þeir sem við horfum kannski mest á sem liðið sem við þurfum að vinna tvisvar og við getum það klárlega en þurfum á sama tíma að hafa alla heila, alla með til þess að eiga góðan séns. Okkur, ásamt þjóðinni, langar rosalega mikið á annað stórmót og við ætlum að leggja okkur alla fram til þess að reyna ná því markmiði.“ Vill sanna sig upp á nýtt Martin er að koma til baka úr erfiðum kafla á sínum ferli. Hversu hungraður er hann að snúa aftur á keppnisvöllinn? „Alveg svakalega. Ég kom til baka eftir níu og hálfan mánuð í fjarveru, sem er rosalega snemmt eftir krossbandaslit og ætlaði að vera með einhverja stæla þarna og byrjaði í kjölfarið að finna fyrir smá bakslagi. Í sumar hef ég hins vegar náð að æfa mjög vel og mér líður eins og ég sé á þeim stað sem ég var á áður en ég sleit krossböndin. Núna er búið að gera mig að fyrirliða hjá Valencia og stórir hlutir að fara eiga sér stað á næsta tímabili. Mig langar rosalega að sanna mig upp á nýtt og sýna að ég sé enn þá sami gamli Martin, að ég sé mættur aftur.“
Landslið karla í körfubolta Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Sjá meira