Barnafjölskyldur á flótta hafi verið sviptar þjónustu Helena Rós Sturludóttir skrifar 9. ágúst 2023 22:53 Esther Ýr Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Réttur barna á flótta, segir barnafjölskyldur hafa verið sviptar þjónustu þrátt fyrir að lögin kveði á um að það megi almennt ekki. Vísir/Sigurjón Umdeild breyting á útlendingalögum er farin að hafa áhrif á umsækjendur um alþjóðlega vernd. Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka segir barnafjölskyldur sviptar þjónustu þrátt fyrir að lögin kveði á um að það megi almennt ekki. Tilkynningar eru farnar að berast til flóttafólks, sem synjað hefur verið um alþjóðlega vernd á tveimur stjórnsýslustigum, um að þjónustusvipting sé yfirvofandi. Er það í samræmi við lagabreytingar í kjölfar þess að útlendingafrumvarp, Jóns Gunnarssonar fyrrverandi dómsmálaráðherra, var samþykkt á Alþingi þann 15. mars síðastliðinn. Yfirvofandi þjónustusvipting Samkvæmt nýju lögunum falla réttindi umsækjenda um alþjóðlega vernd úr gildi þrjátíu dögum eftir að þeim hefur verið synjað. Þó nokkrir hafa leitað lögmannsaðstoðar vegna tilkynninganna. „Þau hafa fengið bréf og það hefur verið útskýrt fyrir skjólstæðingum okkar á fundi að þjónustusvipting sé yfirvofandi og búið að ákveða dagsetningu,“ segir Helgi Þorsteinsson Silva lögmaður. Þá hafi einhverjir verið sviptir þjónustu nú þegar. Fólk í þessari stöðu upplifi mikla geðshræringu og segist Helgi eiga von á því að reynt verði á lögin fyrir dómstólum. Barnafjölskyldur ekki undanskildar Þrátt fyrir að lögin kveði skýrt á um að barnafjölskyldur skuli almennt undanskildar framkvæmdinni hafa nokkrar fjölskyldur leitað aðstoðar vegna þjónustusviptingar og yfirvofandi sviptingar að sögn Estherar Ýrar Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra hjálparsamtakanna Réttur barna á flótta. „Við höfum verið að fá mörg skilaboð frá fjölskyldum þar sem þeim hefur verið tilkynnt að nú eigi að taka af þeim alla þjónustu, mataraðstoð og húsnæði og alla aðstoð frá sveitarfélaginu. Þegar verið er að taka bónuskortin af fjölskyldum þá er verið að svelta börnin út,“ segir Esther. Munu aðstoða við málsóknir Aðspurð hvort barnafjölskyldur verði þjónustusviptar vísar dómsmálaráðherra í útlendingalögin. Esther segir að samtökin munu aðstoða þær fjölskyldur sem kjósi að hefja málsókn gegn yfirvöldum vegna sviptingar á þjónustu. „Nokkrar barnafjölskyldur sem við styðjum við hafa lent í því að matarkortinu þeirra hafi verið lokað. Enn fremur hafa nokkrar fjölskyldur fengið tölvupóst frá sveitarfélögum þess efnis að þær séu ekki lengur í þjónustu þeirra, þá var nokkrum hótað húsnæðismissi. Að minnsta kosti ein fjölskylda hefur nú þegar misst húsnæðið, þá var skipt um lás á íbúðinni þeirra og sveitarfélag lokaði á alla þjónustu,“ segir í yfirlýsingu hjálparsamtakanna. Þau telji grafalvarlegt að loka á þjónustu við börn sem enn eru hér á landi og mörg hver enn með mál í vinnslu. Á sama tíma og foreldrum er meinað að vinna fyrir sér. Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Ef við förum aftur til Grikklands bíður dauðinn okkar“ Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vísa á ný barnafjölskyldum á flótta til Grikklands. Aðstæður þar í landi hafi ekkert breyst. Palestínsk fjölskylda sem bíður brottvísunar líkir flóttamannabúðunum í Grikklandi við fangelsi. 20. júlí 2023 19:18 „Ég bjóst ekki við því að Ísland kæmi svona fram við flóttamenn“ Nýtt búsetuúrræði hefur verið opnað fyrir fólk sem hefur sótt um alþjóðlega vernd og fengið endanlega synjun en lögreglu var falið að þjónusta þennan hóp eftir að útlendingalögum var breytt í vor. 2. ágúst 2023 07:02 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Tilkynningar eru farnar að berast til flóttafólks, sem synjað hefur verið um alþjóðlega vernd á tveimur stjórnsýslustigum, um að þjónustusvipting sé yfirvofandi. Er það í samræmi við lagabreytingar í kjölfar þess að útlendingafrumvarp, Jóns Gunnarssonar fyrrverandi dómsmálaráðherra, var samþykkt á Alþingi þann 15. mars síðastliðinn. Yfirvofandi þjónustusvipting Samkvæmt nýju lögunum falla réttindi umsækjenda um alþjóðlega vernd úr gildi þrjátíu dögum eftir að þeim hefur verið synjað. Þó nokkrir hafa leitað lögmannsaðstoðar vegna tilkynninganna. „Þau hafa fengið bréf og það hefur verið útskýrt fyrir skjólstæðingum okkar á fundi að þjónustusvipting sé yfirvofandi og búið að ákveða dagsetningu,“ segir Helgi Þorsteinsson Silva lögmaður. Þá hafi einhverjir verið sviptir þjónustu nú þegar. Fólk í þessari stöðu upplifi mikla geðshræringu og segist Helgi eiga von á því að reynt verði á lögin fyrir dómstólum. Barnafjölskyldur ekki undanskildar Þrátt fyrir að lögin kveði skýrt á um að barnafjölskyldur skuli almennt undanskildar framkvæmdinni hafa nokkrar fjölskyldur leitað aðstoðar vegna þjónustusviptingar og yfirvofandi sviptingar að sögn Estherar Ýrar Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra hjálparsamtakanna Réttur barna á flótta. „Við höfum verið að fá mörg skilaboð frá fjölskyldum þar sem þeim hefur verið tilkynnt að nú eigi að taka af þeim alla þjónustu, mataraðstoð og húsnæði og alla aðstoð frá sveitarfélaginu. Þegar verið er að taka bónuskortin af fjölskyldum þá er verið að svelta börnin út,“ segir Esther. Munu aðstoða við málsóknir Aðspurð hvort barnafjölskyldur verði þjónustusviptar vísar dómsmálaráðherra í útlendingalögin. Esther segir að samtökin munu aðstoða þær fjölskyldur sem kjósi að hefja málsókn gegn yfirvöldum vegna sviptingar á þjónustu. „Nokkrar barnafjölskyldur sem við styðjum við hafa lent í því að matarkortinu þeirra hafi verið lokað. Enn fremur hafa nokkrar fjölskyldur fengið tölvupóst frá sveitarfélögum þess efnis að þær séu ekki lengur í þjónustu þeirra, þá var nokkrum hótað húsnæðismissi. Að minnsta kosti ein fjölskylda hefur nú þegar misst húsnæðið, þá var skipt um lás á íbúðinni þeirra og sveitarfélag lokaði á alla þjónustu,“ segir í yfirlýsingu hjálparsamtakanna. Þau telji grafalvarlegt að loka á þjónustu við börn sem enn eru hér á landi og mörg hver enn með mál í vinnslu. Á sama tíma og foreldrum er meinað að vinna fyrir sér.
Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Ef við förum aftur til Grikklands bíður dauðinn okkar“ Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vísa á ný barnafjölskyldum á flótta til Grikklands. Aðstæður þar í landi hafi ekkert breyst. Palestínsk fjölskylda sem bíður brottvísunar líkir flóttamannabúðunum í Grikklandi við fangelsi. 20. júlí 2023 19:18 „Ég bjóst ekki við því að Ísland kæmi svona fram við flóttamenn“ Nýtt búsetuúrræði hefur verið opnað fyrir fólk sem hefur sótt um alþjóðlega vernd og fengið endanlega synjun en lögreglu var falið að þjónusta þennan hóp eftir að útlendingalögum var breytt í vor. 2. ágúst 2023 07:02 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
„Ef við förum aftur til Grikklands bíður dauðinn okkar“ Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vísa á ný barnafjölskyldum á flótta til Grikklands. Aðstæður þar í landi hafi ekkert breyst. Palestínsk fjölskylda sem bíður brottvísunar líkir flóttamannabúðunum í Grikklandi við fangelsi. 20. júlí 2023 19:18
„Ég bjóst ekki við því að Ísland kæmi svona fram við flóttamenn“ Nýtt búsetuúrræði hefur verið opnað fyrir fólk sem hefur sótt um alþjóðlega vernd og fengið endanlega synjun en lögreglu var falið að þjónusta þennan hóp eftir að útlendingalögum var breytt í vor. 2. ágúst 2023 07:02