Barnafjölskyldur á flótta hafi verið sviptar þjónustu Helena Rós Sturludóttir skrifar 9. ágúst 2023 22:53 Esther Ýr Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Réttur barna á flótta, segir barnafjölskyldur hafa verið sviptar þjónustu þrátt fyrir að lögin kveði á um að það megi almennt ekki. Vísir/Sigurjón Umdeild breyting á útlendingalögum er farin að hafa áhrif á umsækjendur um alþjóðlega vernd. Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka segir barnafjölskyldur sviptar þjónustu þrátt fyrir að lögin kveði á um að það megi almennt ekki. Tilkynningar eru farnar að berast til flóttafólks, sem synjað hefur verið um alþjóðlega vernd á tveimur stjórnsýslustigum, um að þjónustusvipting sé yfirvofandi. Er það í samræmi við lagabreytingar í kjölfar þess að útlendingafrumvarp, Jóns Gunnarssonar fyrrverandi dómsmálaráðherra, var samþykkt á Alþingi þann 15. mars síðastliðinn. Yfirvofandi þjónustusvipting Samkvæmt nýju lögunum falla réttindi umsækjenda um alþjóðlega vernd úr gildi þrjátíu dögum eftir að þeim hefur verið synjað. Þó nokkrir hafa leitað lögmannsaðstoðar vegna tilkynninganna. „Þau hafa fengið bréf og það hefur verið útskýrt fyrir skjólstæðingum okkar á fundi að þjónustusvipting sé yfirvofandi og búið að ákveða dagsetningu,“ segir Helgi Þorsteinsson Silva lögmaður. Þá hafi einhverjir verið sviptir þjónustu nú þegar. Fólk í þessari stöðu upplifi mikla geðshræringu og segist Helgi eiga von á því að reynt verði á lögin fyrir dómstólum. Barnafjölskyldur ekki undanskildar Þrátt fyrir að lögin kveði skýrt á um að barnafjölskyldur skuli almennt undanskildar framkvæmdinni hafa nokkrar fjölskyldur leitað aðstoðar vegna þjónustusviptingar og yfirvofandi sviptingar að sögn Estherar Ýrar Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra hjálparsamtakanna Réttur barna á flótta. „Við höfum verið að fá mörg skilaboð frá fjölskyldum þar sem þeim hefur verið tilkynnt að nú eigi að taka af þeim alla þjónustu, mataraðstoð og húsnæði og alla aðstoð frá sveitarfélaginu. Þegar verið er að taka bónuskortin af fjölskyldum þá er verið að svelta börnin út,“ segir Esther. Munu aðstoða við málsóknir Aðspurð hvort barnafjölskyldur verði þjónustusviptar vísar dómsmálaráðherra í útlendingalögin. Esther segir að samtökin munu aðstoða þær fjölskyldur sem kjósi að hefja málsókn gegn yfirvöldum vegna sviptingar á þjónustu. „Nokkrar barnafjölskyldur sem við styðjum við hafa lent í því að matarkortinu þeirra hafi verið lokað. Enn fremur hafa nokkrar fjölskyldur fengið tölvupóst frá sveitarfélögum þess efnis að þær séu ekki lengur í þjónustu þeirra, þá var nokkrum hótað húsnæðismissi. Að minnsta kosti ein fjölskylda hefur nú þegar misst húsnæðið, þá var skipt um lás á íbúðinni þeirra og sveitarfélag lokaði á alla þjónustu,“ segir í yfirlýsingu hjálparsamtakanna. Þau telji grafalvarlegt að loka á þjónustu við börn sem enn eru hér á landi og mörg hver enn með mál í vinnslu. Á sama tíma og foreldrum er meinað að vinna fyrir sér. Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Ef við förum aftur til Grikklands bíður dauðinn okkar“ Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vísa á ný barnafjölskyldum á flótta til Grikklands. Aðstæður þar í landi hafi ekkert breyst. Palestínsk fjölskylda sem bíður brottvísunar líkir flóttamannabúðunum í Grikklandi við fangelsi. 20. júlí 2023 19:18 „Ég bjóst ekki við því að Ísland kæmi svona fram við flóttamenn“ Nýtt búsetuúrræði hefur verið opnað fyrir fólk sem hefur sótt um alþjóðlega vernd og fengið endanlega synjun en lögreglu var falið að þjónusta þennan hóp eftir að útlendingalögum var breytt í vor. 2. ágúst 2023 07:02 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Sjá meira
Tilkynningar eru farnar að berast til flóttafólks, sem synjað hefur verið um alþjóðlega vernd á tveimur stjórnsýslustigum, um að þjónustusvipting sé yfirvofandi. Er það í samræmi við lagabreytingar í kjölfar þess að útlendingafrumvarp, Jóns Gunnarssonar fyrrverandi dómsmálaráðherra, var samþykkt á Alþingi þann 15. mars síðastliðinn. Yfirvofandi þjónustusvipting Samkvæmt nýju lögunum falla réttindi umsækjenda um alþjóðlega vernd úr gildi þrjátíu dögum eftir að þeim hefur verið synjað. Þó nokkrir hafa leitað lögmannsaðstoðar vegna tilkynninganna. „Þau hafa fengið bréf og það hefur verið útskýrt fyrir skjólstæðingum okkar á fundi að þjónustusvipting sé yfirvofandi og búið að ákveða dagsetningu,“ segir Helgi Þorsteinsson Silva lögmaður. Þá hafi einhverjir verið sviptir þjónustu nú þegar. Fólk í þessari stöðu upplifi mikla geðshræringu og segist Helgi eiga von á því að reynt verði á lögin fyrir dómstólum. Barnafjölskyldur ekki undanskildar Þrátt fyrir að lögin kveði skýrt á um að barnafjölskyldur skuli almennt undanskildar framkvæmdinni hafa nokkrar fjölskyldur leitað aðstoðar vegna þjónustusviptingar og yfirvofandi sviptingar að sögn Estherar Ýrar Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra hjálparsamtakanna Réttur barna á flótta. „Við höfum verið að fá mörg skilaboð frá fjölskyldum þar sem þeim hefur verið tilkynnt að nú eigi að taka af þeim alla þjónustu, mataraðstoð og húsnæði og alla aðstoð frá sveitarfélaginu. Þegar verið er að taka bónuskortin af fjölskyldum þá er verið að svelta börnin út,“ segir Esther. Munu aðstoða við málsóknir Aðspurð hvort barnafjölskyldur verði þjónustusviptar vísar dómsmálaráðherra í útlendingalögin. Esther segir að samtökin munu aðstoða þær fjölskyldur sem kjósi að hefja málsókn gegn yfirvöldum vegna sviptingar á þjónustu. „Nokkrar barnafjölskyldur sem við styðjum við hafa lent í því að matarkortinu þeirra hafi verið lokað. Enn fremur hafa nokkrar fjölskyldur fengið tölvupóst frá sveitarfélögum þess efnis að þær séu ekki lengur í þjónustu þeirra, þá var nokkrum hótað húsnæðismissi. Að minnsta kosti ein fjölskylda hefur nú þegar misst húsnæðið, þá var skipt um lás á íbúðinni þeirra og sveitarfélag lokaði á alla þjónustu,“ segir í yfirlýsingu hjálparsamtakanna. Þau telji grafalvarlegt að loka á þjónustu við börn sem enn eru hér á landi og mörg hver enn með mál í vinnslu. Á sama tíma og foreldrum er meinað að vinna fyrir sér.
Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Ef við förum aftur til Grikklands bíður dauðinn okkar“ Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vísa á ný barnafjölskyldum á flótta til Grikklands. Aðstæður þar í landi hafi ekkert breyst. Palestínsk fjölskylda sem bíður brottvísunar líkir flóttamannabúðunum í Grikklandi við fangelsi. 20. júlí 2023 19:18 „Ég bjóst ekki við því að Ísland kæmi svona fram við flóttamenn“ Nýtt búsetuúrræði hefur verið opnað fyrir fólk sem hefur sótt um alþjóðlega vernd og fengið endanlega synjun en lögreglu var falið að þjónusta þennan hóp eftir að útlendingalögum var breytt í vor. 2. ágúst 2023 07:02 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Sjá meira
„Ef við förum aftur til Grikklands bíður dauðinn okkar“ Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vísa á ný barnafjölskyldum á flótta til Grikklands. Aðstæður þar í landi hafi ekkert breyst. Palestínsk fjölskylda sem bíður brottvísunar líkir flóttamannabúðunum í Grikklandi við fangelsi. 20. júlí 2023 19:18
„Ég bjóst ekki við því að Ísland kæmi svona fram við flóttamenn“ Nýtt búsetuúrræði hefur verið opnað fyrir fólk sem hefur sótt um alþjóðlega vernd og fengið endanlega synjun en lögreglu var falið að þjónusta þennan hóp eftir að útlendingalögum var breytt í vor. 2. ágúst 2023 07:02