Máttu ekki synja barni um hjálpartæki Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. ágúst 2023 10:40 Úrskurðarnefnd velferðarmála staðfesti ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að óheimilt væri að styrkja kaup á þríhjóli þar sem fyrirhuguð notkun þess uppfyllti ekki skilyrði reglugerðar um styrki vegna hjálpartækja og laga um sjúkratryggingar. Umboðsmaður segir niðurstöðu nefndarinnar ekki í samræmi við lög. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að bann við styrkjum vegna hjálpartækja sem börnum með fötlun eru nauðsynleg eða hentug til tómstunda eigi sér ekki fullnægjandi stoð í lögum um sjúkratryggingar. Þetta kemur fram á vefsíðu umboðsmanns Alþingis. Þar segir að úrskurðarnefnd velferðarmála hafi staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að óheimilt væri að styrkja kaup á þríhjóli þar sem fyrirhuguð notkun þess uppfyllti ekki skilyrði reglugerðar um styrki vegna hjálpartækja og laga um sjúkratryggingar. Umboðsmaður Alþingis segir niðurstöðu úrskurðarnefndar velferðarmála hafi verið byggða á röngum grundvelli og úrskurður hennar sé í ósamræmi við lög. Því er mælst til þess að málið verði tekið aftur til meðferðar ef eftir því er leitað. Þó segir að þar sem heilbrigðisráðuneytið hafði upplýst að unnið væri að breytingum á reglugerðarákvæðinu væri ekki ástæða til sérstakra tilmæla þar að lútandi. Tryggja verði að börn njóti réttinda til leiks og tómstunda Niðurstaða umboðsmanns var byggð á því að ákvæði reglugerðarinnar ætti sér ekki fullnægjandi stoð í lögum um sjúkratryggingar. „Við setningu reglugerðarinnar hefði ráðherra borið að stuðla að því eftir föngum að fólk með fötlun gæti notið þeirra réttinda sem þeim ber að tryggja, þ. á m. að fötluð börn nytu réttinda til leiks og tómstunda,“ segir í tilkynningu umboðsmanns. Ekki sé hægt að fallast á að hjálpartæki sem eru nauðsynleg eða hentug til tómstunda barna með fötlun falli utan laganna heldur þvert á móti verði að ganga út frá því að „vilji löggjafans hefði staðið til þess að stutt væri við þessa möguleika þeirra til jafns við önnur börn eftir því sem fært væri.“ Ráðherra hefði sömuleiðis borið að gæta þess að ekki væri þrengt um of að svigrúmi úrskurðarnefndar til að leggja mat á hvort hjálpartæki teldist nauðsynlegt eða hentugt til að auðvelda athafnir daglegs lífs. Jafnréttismál Málefni fatlaðs fólks Sjúkratryggingar Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Þetta kemur fram á vefsíðu umboðsmanns Alþingis. Þar segir að úrskurðarnefnd velferðarmála hafi staðfest ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að óheimilt væri að styrkja kaup á þríhjóli þar sem fyrirhuguð notkun þess uppfyllti ekki skilyrði reglugerðar um styrki vegna hjálpartækja og laga um sjúkratryggingar. Umboðsmaður Alþingis segir niðurstöðu úrskurðarnefndar velferðarmála hafi verið byggða á röngum grundvelli og úrskurður hennar sé í ósamræmi við lög. Því er mælst til þess að málið verði tekið aftur til meðferðar ef eftir því er leitað. Þó segir að þar sem heilbrigðisráðuneytið hafði upplýst að unnið væri að breytingum á reglugerðarákvæðinu væri ekki ástæða til sérstakra tilmæla þar að lútandi. Tryggja verði að börn njóti réttinda til leiks og tómstunda Niðurstaða umboðsmanns var byggð á því að ákvæði reglugerðarinnar ætti sér ekki fullnægjandi stoð í lögum um sjúkratryggingar. „Við setningu reglugerðarinnar hefði ráðherra borið að stuðla að því eftir föngum að fólk með fötlun gæti notið þeirra réttinda sem þeim ber að tryggja, þ. á m. að fötluð börn nytu réttinda til leiks og tómstunda,“ segir í tilkynningu umboðsmanns. Ekki sé hægt að fallast á að hjálpartæki sem eru nauðsynleg eða hentug til tómstunda barna með fötlun falli utan laganna heldur þvert á móti verði að ganga út frá því að „vilji löggjafans hefði staðið til þess að stutt væri við þessa möguleika þeirra til jafns við önnur börn eftir því sem fært væri.“ Ráðherra hefði sömuleiðis borið að gæta þess að ekki væri þrengt um of að svigrúmi úrskurðarnefndar til að leggja mat á hvort hjálpartæki teldist nauðsynlegt eða hentugt til að auðvelda athafnir daglegs lífs.
Jafnréttismál Málefni fatlaðs fólks Sjúkratryggingar Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira